Er ekki kominn tími á bankastjóraskipti?

Er ekki kominn tími á bankastjóraskipti í Seðlabankanum. Skil ekki af hverju forætisráðherra heldur verndarhendi yfir guttunum í Seðlabankanum. Vill hann virkilega falla með forvera sínum?
mbl.is Seðlabankinn í mínus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grisemor

J'u það er kominn tími á að skipta, en það er líka alltaf að koma í ljós betur og betur að bankarnir keyrðu sig áfram á algeru ofmati eigna sinna og síðustu tvær ríkisstjórnir og seðlabankinn dönsuð með.

Grisemor, 31.10.2008 kl. 12:12

2 identicon

Þetta er sorgarsaga Hallur. Hér er hlutur fjölmiðla mjög stór. Afskaplega léleg og yfirborðsleg fjölmiðlun einkennir landið. Illa upplýstur almenningur sem af "sauðaskap" trúir alls kyns fullyrðingum stjórnmálamanna og fjölmiðla.  Þessar sögur rakna þegar tíminn líður. Það er greinilegt að það er ekki samstæður hópur sem heldur um stýrið á þjóðarskútunni. Menn þora hér ekki að taka óvinsælar og óþægilegar ákvarðanir. Vilja hlaupast burt. Núna er spurningin hvað er hægt að gera? Ekki láta þessa stjórnmálamenn komast upp með innistæðulaust bull og þvaður. Það er ekkert hægt að minnka þennan skell fyrir almenning.  Það er hin blákalda staðreynd.

Ástandið núna er ekki aðgerðarleysi eða fullyrðingum Davíðs að kenna þótt hann sé frekur lítill karl í Seðlabankanum. Bankarnir bæði Landsbankinn og Glitnir voru í raun gjaldþrota og eigendur og stjórnendur þeirra bera stóran hlut. Þeir héngu í stýrinu þangað til þeir komust í strand til að minnka sitt eigið tap og núna þurfa skattborgarar að borga þennan skell. Skömmin er þeirra.  Þeir sem pissuðu á krónanna og létu henda ryk í augun á sér eiga einnig stóra sök á ástandinu.  Við höfum engan annan gjaldmiðil. 

Þessi vaxtahækkun Seðlabankans var fyrirsjáanleg og var krafa frá IMF, það kemur fram í flestum erlendum fjölmiðlum, en væntanlega sárt fyrir "litla" og "hrædda" stjórnmálamenn á Íslandi að viðurkenna það. Það er óneytanlega þægilegt fyrir þetta fólk að geta kennt Seðlabankanum og DO um þetta allt saman.

Núna kemur 130 miljarða halli á ríkisrekstrinum í fjárlögum, hvað á að gera við því á að taka það líka á "krít".  Einungis vextir af láni IMF eru yfir 12 miljarðar á ári og gætu ef (þegar) krónan hrynur orðið mun hærri..... Árið 2010 verður ekkert betra eða 2011... Hér þarf að spyrna við fótum. Það hlýtur allt hugsandi fólk að vita. Hver er með hugmyndir þar?  Þetta er hlutverk stjórnmálamannanna en þá heyrist ekki í neinum.... Ef ekkert er gert hrynur krónan.  Þetta er gríðarlegur halli.. Mesta sem þekkist í vestrænum þjóðfélögum.  Nágrannaþjóðirnar bíða og vilja sjá hvað er hér gert.... eflaust ekkert, það er kanski hægt að kenna DO um þetta líka?

Spurning dagsins er ekki hverjum á að hjálpa.  Þessi veruleikafirrta umræða um að ríkið á að yfirtaka skuldir fólks sem er búið að koma sér í ógöngur.  Þetta er nauðsynleg en dýrkeypt lexía fyrir marga.  Það þarf að fara í saumana á fjárlögunum og spá í hverju má sleppa, hverjum á að segja upp og hvaða grunnþjónustu á að vernda fyrir niðurskurði. Fullfrískt fólk sem er búið að offjárfesta og koma sér í skuldafen þarf að  bjarga sér sjálft.  Því fyrr sem fólki eru sögð þessi tíðindi því betra.  Að bíða eftir einhverjum björgunarhringi/báti sem aldrei mun koma er það versta.  Besta er að segja fólki eins og er og það verður síðan að spila sem best úr sínum málum.

Ef við klúðrum þessum björgunaraðgerðum þjóðarskútunnar þá er engin von þetta er okkar síðasti séns að fá alvöru hagkerfi. Annars getum við flutt af landi eða aftur í torfkofa og tekið upp lífshætti síðustu alda. Ef ekki EU eða Norðmenn aumka sig ekki yfir okkur. 
Það þarf þó að kenna okkur lexíu að lifa ekki um efni fram.....

Gunn (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 12:54

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Gunn!

Enn og aftur - gott og vandað innlegg!

Hallur Magnússon, 31.10.2008 kl. 13:04

4 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Þetta er bara ótrúlegt.  Að Davíð sjái ekki að enginn vill hann lengur í SB.  Eða Geir H. eða Árna Matt eða Björn Bj. En það er líklega bara satt að Geir veit ekki hvað hann á að gera ef Davíð segir honum það ekki.  En þetta er rosalegt eins með stýrivexti.  Nú ert þú með vit á peningum.  Er þetta ekki bara til að sökkva skútunni alveg að hækka stýrivexti???

Ég bara spyr.  Ekki er ég með neitt vit á peningum eða fjármálum, en ég held að þetta sé ekki rétta leiðin til þess að rétta af sökkvandi skip.  Sér í lagi þegar öll þessi fyrirtæki eru að gefast upp sökum stýrivaxtahækkunarinnar og fleira fólk atvinnulaust og fleiri sem ekki geta borgað afborganir af húsi, bílum og öðru sem fólk hefur verið að kaupa í meintu góðæri.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 31.10.2008 kl. 13:04

5 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ég vilt ekki að fólk haldi að ég hafi samúð með fólki sem keypti sér dýra hluti langt um efni fram eða bankastjórana sem silgdu okkur í kaf.  Nei, ég hef samúð með fólki eins og mér, sem hefur bara verið að reyna að koma þaki yfir fjölskyldu sína og viljað hafa í sig og á.  En sökum alls þess sem er í gangi hér í þjóðfélaginu, þá er það að basla við að eignast eða halda húsnæði sínu.  Fólk er að missa vinnuna eða yfirvinnuna sem hélt fjölskyldunni gangandi og fjármálum heimilisins.  Í dag er ég bara fegin að maðurinn minn hafi ennþá vinnu, en það getur farið á báða vegu.  Ég er menntaður leikskólakennari og verð vonandi komin með réttindi eftir áramót, sem grunnskólakennari.  Ég geri ráð fyrir að ég fái vinnu sökum menntunar minnar.  Það þarf alltaf að mennta börnin okkar hvernig sem árferðið er.  En ég er samt ekki of bjartsýn varðandi framtíðina, hvorki okkar eða margra annarra.

Já, ég er sammála Gunn sem segir að bankarnir hafi silgt þjóðarskútunni í kaf og stjórnmálamönnum að sjá ekki hvað var að gerast og hvað þá Davíð sem situr á sínu hásæti í SB.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 31.10.2008 kl. 13:18

6 identicon

Davíð Þetta er komið gott þú ert því miður með Ranghugmyndir um að þú sért einhver snillingur

Gerðu það Segðu af þér þetta er komið Gott

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband