Tvær ljóstýrur í svartnætti Sjálfstæðisflokksins

Svartnætti Sjálfstæðisflokksins sem bera höfuðábyrgð á núverandi efnahagsástandi er nær algjört.

En þó má sjá tvær ljóstýrur.

Sú veikari er varaformaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem hefur haft þor að segja það sem segja þarf um aðalbankastjóra Seðlabankans og ræða á eðlilegan hátt um mögulagar aðildarviðræður að Evrópusambandinu.

Bjartari ljóstýran er Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri sem hefur staðið sig frábærlega vel sem slíkur frá því hún tók við með tilkomu farsæls meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Að öðru leiti ríkir svartnættið eitt í Sjálfstæðisflokknum.


mbl.is Þjóðin í gíslingu Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekki bara gamla stuttbuxnagengið í Framsókn sem er farin að hafa góð áhrif á stjórnun borgarinnar. En mér líst vel á Hönnu Birnu. Það er ekki amalegt að hafa Óskar sér við hlið. Það var mikill fengur að fá hann í forustusveit borgarinnar. Meðreiðarsveit hans skaðar ekki heldur.

Jón Tynes (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 12:51

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Já, við sem störfum í borgarmálunum vitum svo sannarlega af því að eftir að nýji meirihlutinn kom þ.e. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur undir forystu Hönnu Birnu og með dyggri aðstoð Óskars þá hefur allt verið með friði og spekt og vel unnið  í Reykjavík. Það er varla að maður taki eftir hver er í stjórn eða stjórnarandstöðu í Reykjavík, það er unnið svo samstillt núna og komið fram við minnihlutann af þeirri virðingu sem hann á skilið. það eru kosnir fulltrúar fólksins bæði í meirihluta og minnihluta og minnihluti hefur mikilvægt gildi að veita þeim sem stýra aðhald. þannig er unnið í Reykjavík núna.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 29.10.2008 kl. 16:47

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

ÞKG fær prik, en Hanna Birna...... látum það liggja milli hluta.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.10.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband