Davíð mun sitja sem fastast í skjóli Samfylkingar!

Davíð Oddsson seðlabankastjóri þarf ekki að hafa áhyggjur af skoðanakönnunum. Hann þarf heldur ekki að hafa áhyggjur af kosningum.

Davíð situr nú sem fastast í Seðlabankanum í skjóli Samfylkingarinnar sem rífur kjaft um hann í fjölmiðlum svo hún geti þvegið hendur sínar af honum, en gerir ekkert til þess að koma honum frá eins og Samfylkingin gæti hæglega á 24 tímum ef hún kærir sig um.

Týpísk Samfylking - er í Teflon stjórnmálum - þar sem hún ber enga ábyrgð á eigin mistökum - en geltir að samstarfsflokknum - og kemst upp með það í skjóli máttlausra fjölmiðla.

 


mbl.is 10% styðja Davíð í embætti seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hm...

Þú segir nokkuð.

Alla vega er hann ekki aldavinur þeirra.

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.10.2008 kl. 20:44

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Samfylkingin rífur kjaft um Davíð, hún rífur kjaft um bankastjóralaunin, hún ætlar að bjarga heimilunum, hún vill nýjan gjaldmiðil.  Nú er bara að bíða og sjá, bíða og sjá, bíða og sjá,,,,,,,,,,,,,,,,,

Magnús Sigurðsson, 28.10.2008 kl. 20:52

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég tek undir með þér Hallur.. og ekki nóg með að solla og Samfó gætu losað okkur við óværuna í Seðlabankanum strax á morgunn heldur erum við enn á lista yfir staðfastar þjóðir í stríðinu hans Runna... 

Ég kaus sollu.. og sé eftir því í dag.  

Óskar Þorkelsson, 28.10.2008 kl. 21:34

4 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Var hann ekki ráðinn í starfið í skjóli Framsóknar? Held að þið berið því meiri ábyrgð á þessum manni þarna..

Varaformaður Samfylkingar hefur sagt að það væri betra að hann víki, og flokkurinn hefur það að stefnu að ráða faglega þarna inn. T.d. skipaði Samfylkingin tvo hagfræðinga í seðlabankann, á meðan hinir skipuðu pólitíska jólasveina einsog Halldór Blöndal, Hannes Hólmstein og Ragnar Arnalds... held að munurinn á faglegum vinnubrögðum sjáist ágætlega þar. 

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 28.10.2008 kl. 22:31

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Jónas Tryggvi minn!

Hver er aftur varaformaður Samfylkingar? Hvaða ráðherraembætti gegnir hann?

Davíð situr NÚ í skjóli Samfylkingar - svoleiðis er það bara!

Hallur Magnússon, 28.10.2008 kl. 22:56

6 Smámynd: Andrés.si

Er hann ekki striðsglæpamaður þessi?

Andrés.si, 28.10.2008 kl. 23:18

7 Smámynd: Andrés.si

Hann átti þátt í Írak stríð, lika í strið gegn Serbiu 1999.  Svo má hér ekki gleyma að Halldor hefur altaf verið með.   Þetta stríð 1999 var siðasta stríð sem íslendingar tóku virkan þátt í gegnum NATO. Skal birta á bloginu hjá mér Serbneskan dinar  1993, reyndar 10 miljardar penningur. Ekki er langt í hérlendis.

Sorry Sigurbjörg. Skal ekki kjósa heldur ykkur. Ástæða er einfalt. Siðan 2003 er ég með vissar bio eðlisfræðilega mælingar  alla formanna flokkana og að fólkinu sem er hátt settur hér. Því miður er þín flokkur út ur valinu. Þannig segja mælingar. 

Var snoggur, því ég er að flyta mér í annað. Bið afsökun stafsetnina villum. Útlendingur bara.   :)

Andrés.si, 28.10.2008 kl. 23:32

8 Smámynd: Johann Trast Palmason

hann situr í abyrgð forsetisráðherra sem skipar samhvæmt lögum seðlabankastjóra og er held eg sa eini sem getur sett hann af....

Vík burt ríkisstjórn!
- Kosningar strax

Meðvirkni eða mótmæli. Mætum á Hlemmi á laugardaginn kl 14:00 og
göngum á Austurvöll - Ekki vera þolandi, vertu þátttakandi - Krefjumst
ábyrgðar, kosningar strax!

Nýir tímar
www.nyirtimar.com 

Johann Trast Palmason, 29.10.2008 kl. 00:26

9 Smámynd: Anna Sigrún Baldursdóttir

Ég held að okkur Samfylkingarfólki væri hollast að gangast við þessu hjá Halli. Davíð situr í skjóli Samfó, þó hann sé þar á ábyrgð Sjálfstæðisflokks. Það er mín skoðun að fyrr slíti Geir stjórnarsamstarfinu en að láta Davíð fara, það er alveg einboðið miðað við að maðurinn situr þarna enn þrátt fyrir allt.

Ég held að skilaboðin í könnun Fréttablaðsins þar sem fylgi kjósenda Samfylkingar við ríkisstjórnina var áberandi lítið, hafi verið skýr. Fólkið vill Davíð burt og ESB á dagskrá. Þó held ég ekki í þessari röð - ef ég fæ ekki bæði kysi ég nú aðildarviðræður við ESB fram yfir að losna við DAO. Nú var Þorgerður Katrín eitthvað að gæla við þetta í kvöld, en maður spyr sig; er það dúsa?

Anna Sigrún Baldursdóttir, 29.10.2008 kl. 00:39

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Var það ekki kl. 15, Jóhann?

Ekki nema þú ætlir á barinn fyrst?

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.10.2008 kl. 01:04

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

kl 14 á Hlemmi Gréta :)  15 á austurvelli... 

Óskar Þorkelsson, 29.10.2008 kl. 08:39

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jamms, las þetta eki nógu vel...

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.10.2008 kl. 12:03

13 Smámynd: Hallur Magnússon

Það hefði nú samt verið skemmtilegra að fara á barinn fyrst!

Hallur Magnússon, 29.10.2008 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband