Verður Colin Powell aftur utanríkisráðherra Bandaríkjanna?

Ætli Colin Powell verði aftur utanríkisráðherra Bandaríkjanna þegar Framsóknarmaðurinn Barack Obama tekur við í Hvíta húsinu? Ekki vantar Powell þekkingu og reynslu í utanríkismálum. Af hverju ekki?
mbl.is Powell styður Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Theódórsson

Hver er helsti munurinn á Framsókn og Samfylkingu?

Elías Theódórsson, 19.10.2008 kl. 15:04

2 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

Bjánaleg spurning Elías.

Og hefur ekkert með þetta mál að gera

Ingunn Guðnadóttir, 19.10.2008 kl. 15:44

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Afhverju ?.. mundi ég frekar spyrja Hallur.. það búa þarna um 300 milljónir manna og alger óþarfi að ná í afdankaðan hermann og repúblíkana í þokkabót sem utanríkissráðherra.. þar að auki stóð hann sig frekar illa sem utanríkisráðherra bandaríkjanna.. komst í stöðuna vegna frægðarljómans frá gulf War 1 en ekki vegna hæfileika sinna sem stjórnmálamanns.

Óskar Þorkelsson, 19.10.2008 kl. 17:07

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Colin Powell er virtur af mörgum á báðum vígstöðvum, ég tel það ekkert ólíklegt að hann eigi eftir að vinna eitthvað með Obama þegar að hann er orðin forseti.

Sporðdrekinn, 20.10.2008 kl. 00:26

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ef Obama er framsóknarmaður, þá er ég vinstri grænn. Hann er hins vegar einhver magnaðisti demókratinn frá því að Kennedy leið.

Gústaf Níelsson, 21.10.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband