... en Rasmussen segir dönsku krónuna Dönum dýr!

Davíð hefur viljað halda krónunni. Krónan hefur verið okkur dýrkeypt. Hefðum verið betur sett með evru og evrópska myntsamstarfið!

Danir naga nú neglurnar vegna þess þeir tóku ekki upp evru og evrópska myntsamstarfið.

Hvernig væri að við drægjum lærdóm af þessu?

Eftirvarandi frétt var á visir.is:

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að það sé Dönum dýrt að standa fyrir utan myntsamstarf Evrópusambandsins, það sýni atburðir liðinna daga.

Ráðherrann var í viðtali við Danska ríkisútvarpið í gær þar sem rætt var um samhæfðar aðgerðir evrulandanna gegn yfirstandandi bankakreppu. Danir komu ekki að þeim aðgerðum þar sem þeir nota enn dönsku krónuna.

Rasmussen segir það Dönum dýrt, bæði á hinu efnahagslega og pólitíska sviði, að standa utan myntsamstarfsins. Landið komi ekki að ákvörðunum sem komi til með að hafa áhrif á Danmörku og þá séu vextir í Danmörku nokkuð yfir vöxtum í evrulöndunum.

Rasmussen ítrekar þó að staða Danmerkur sé sterk og þeir séu Evrópumeistarar í hagstjórn. Danskt efnahagslíf sé opið en reynslan sé þó sú að lítil efnhagskerfi með litla gjaldmiðla gjaldi verr á tímum eins og þeim sem gangi yfir núna. Þess vegna sé það dýrt að standa utan evrusamstarfsins.


mbl.is Hvað sagði Davíð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli danska fréttin hafi ekki borist Mbl.is ? Hvaða fréttafílter er á ritstjórninni?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 15:36

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Morgunblaðið er nú sem endranær stikkfrí í pólitískri umræðu.  Þeir eru áróðursplagg en ekki fréttablað. 

G. Valdimar Valdemarsson, 13.10.2008 kl. 16:01

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég bíð spenntur eftir Gunnari danska núna.... 

Óskar Þorkelsson, 13.10.2008 kl. 16:26

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Skoðun Anders Fogh Rasmussen er ekki ný hvað varðar krónuna - meirihluti þjóðarinnar er hinsvegar á öðru máli. Þannig er það einnig í Svíþjóð og Noregi. Látum það okkur að kenningu verða og höldum íslensku krónunni.

Birgir Þór Bragason, 13.10.2008 kl. 18:25

5 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Já Birgir Íslenska krónan nýtur almenns trausts um allan heim og íslenskir ferðamenn, túristar og íslensk fyrirtæki upplifa traustið daglega í útlöndum núna.   Höldum henni endilega svo að þessi lýður haldi sig heima og sé ekki þvælast úr landi.   Eða er nokkur önnur skynsöm ástæða til að halda henni.

G. Valdimar Valdemarsson, 13.10.2008 kl. 19:32

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Það er hreint út sagt ótrúlegt hversu margir forystumenn Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, á Alþingi, í miðstjórn, í kjördæmaráðum, fulltrúaráðum og stjórnum sjálfstæðisfélaga eru enn á móti ESB og evrunni.

Það er fyrst þegar maður kemst á meðal almennra kjósenda flokksins, að maður sér að líklega eru 70-80% þeirra sem kjósa flokkinn hlynntir ESB aðildarviðræðum. Skoðanakönnun frá því í sumar sýndi að 60% voru þá hlynnt viðræðum og það hefur án efa aukist um 10-20%.

Það sem þarf núna er stór og áreiðanleg skoðanakönnun, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 12% fylgi og Samfylkingin með 43%, Framsókn með 20%, VG með 20% og Frjálslyndir með 5%. Þá yrði forystumönnum Sjálfstæðisflokksins ljóst hvað er að gerast og myndu hugsanlega skipta um skoðun varðandi ESB aðildarviðræður.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 13.10.2008 kl. 20:18

7 identicon

Danmörk er með sína krónu tengda við Evruna með stuðningi Evrópska Seðlabankans. Þeir eru því sama sem með evru.

Þeir sátu hinsvegar ekki á þessum bjögunarfundi myntbandalagsins. Þar voru engar sameiginlegar aðgerðir ákveðnar og engin sameiginlegur björgunarsjóður stofnaður. Ríkin komu sér saman um nokkur verkfæri sem þeim væri leyfilegt að nota sem vissulega dregur úr líkum á því að myntsamstarfið splundrist.

Ég veit ekki hvað Rasmussen hefur verið að fara með þessu. E.t.v hefur hann viljað nota eitthvað verkfæri sem ekki var sett í kassann. Kannski er hann bara að stunda pólitík. Hann ber jú ásamt öðrum ábyrgð á því að Danmörk er inni í þessu myntbatteríi.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 22:26

8 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hans: Þegar horft er til íslensku krónunnar falls hennar og þeirrar verðbólgu, sem geisað hefur hér á landi meira og minna síðastliðin 40 ár - með smá hléum þó - hlýtur öllum að vera ljóst að ESB aðild og evra er eini möguleikinn. Við ráðum ekki við að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil í opnu hagkerfi og opið hagkerfi er lausnin, þrátt fyrir þessa katastrófu, sem dunið hefur á okkur. Hvaða valkost höfum við? Eigum við að loka okkur af og taka upp fast gengi, jafnvel innflutningshöft og gjaldeyrisskömmtun til lengir tíma?

Ég sá ljósið fyrst fyrir tveimur árum, en nú hljóta allir smám saman að hafa séð það. Um suma hluti næst aldrei 100% samstaða og ef 60-70% landsmanna eru sammála um þetta núna - sem mig grunar - þá eigum við að kýla á að sækja um sem allra fyrst.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.10.2008 kl. 07:37

9 Smámynd: Atli Hermannsson.

"Þegar horft er til íslensku krónunnar falls hennar og þeirrar verðbólgu, sem geisað hefur hér á landi meira og minna síðastliðin 40 ár" - Veit um 250 fermetra einbýlishús sem byggt var 1970 í Lundahverfi í Garðabæ. Það kostaði fullbúið 1,8 milljónir gamlar krónur. 'i dag er gangverð á húsi sem þessu 6 milljarðar - gamlar.....

Atli Hermannsson., 14.10.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband