Hækkar Seðlabankinn stýrivexti 6. nóvember?

Ætli Seðlabankinn hækki stýrivexti 6. nóvember? 

Í ljósi aðgerða Seðlabankans undanfarnar vikur, mánuði og misseri kæmi mér það ekki á óvart. Það er ljóst að verðbólga verður há vegna hruns íslensku krónunnar. Það ætti að duga þessum herramönnum í forystu Seðlabankans sem rök fyrir því að hækka þurfi stýrivexti - óháð öllu öðru í efnahagslífinu. Slíkt væri í takt við röksemdafærslur þeirra undanfarið.

Ég er nánast farinn að óska þess að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn taki við efnahagsstjórninni og setji Seðlabankastjórana af - fyrst ríkisstjórnin hefur ekki döngun og kjark til þess.

En ég sagði næstum - því staðreyndin er sú að nýfrjálshyggjan eru trúarbrögð í Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Við þurfum ekki á henni að halda - en við höfum hins vegar á láni frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum að halda.

 


mbl.is Óbreyttur vaxtadagur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vigfús Davíðsson

þú verður nú bara að bíta í það súra epli Hallur minn. Að það voru þið Framsóknamennirnir sem komuð honum þangað inn.

Vigfús Davíðsson, 14.10.2008 kl. 09:17

2 identicon

Það er tvennt sem ganga má að sem vísu varðandi Alþjóða gjaldeyrissjóðinn:

i) Hann mun gera kröfu um hækkun skatta á einstaklinga, en lækkun skatta á fyrirtæki.

ii) Hans aðalskilyrði verður að Íslendingar og Bretar nái samkomulagi um hversu mikið okkur beri að greiða Bretum, hvenær og hvernig. Miðað við áhrif Breta innan sjóðsins, þá væri það hreinasta glapræði að setja okkur undir dómsvald IMF áður en búið er að fá botn í þessi skuldamál gagnvart Bretum. Meðal annars þess vegna hljóta íslenskir ráðamenn að gera allt sem mögulegt er til að reyna að tryggja sér norrænt lán. IMF er algjört loka-loka-neyðarúrræði.

Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband