Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Hækkar Seðlabankinn stýrivexti 6. nóvember?
14.10.2008 | 08:54
Ætli Seðlabankinn hækki stýrivexti 6. nóvember?
Í ljósi aðgerða Seðlabankans undanfarnar vikur, mánuði og misseri kæmi mér það ekki á óvart. Það er ljóst að verðbólga verður há vegna hruns íslensku krónunnar. Það ætti að duga þessum herramönnum í forystu Seðlabankans sem rök fyrir því að hækka þurfi stýrivexti - óháð öllu öðru í efnahagslífinu. Slíkt væri í takt við röksemdafærslur þeirra undanfarið.
Ég er nánast farinn að óska þess að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn taki við efnahagsstjórninni og setji Seðlabankastjórana af - fyrst ríkisstjórnin hefur ekki döngun og kjark til þess.
En ég sagði næstum - því staðreyndin er sú að nýfrjálshyggjan eru trúarbrögð í Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Við þurfum ekki á henni að halda - en við höfum hins vegar á láni frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum að halda.
Óbreyttur vaxtadagur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
... en Rasmussen segir dönsku krónuna Dönum dýr!
13.10.2008 | 15:01
Davíð hefur viljað halda krónunni. Krónan hefur verið okkur dýrkeypt. Hefðum verið betur sett með evru og evrópska myntsamstarfið!
Danir naga nú neglurnar vegna þess þeir tóku ekki upp evru og evrópska myntsamstarfið.
Hvernig væri að við drægjum lærdóm af þessu?
Eftirvarandi frétt var á visir.is:
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að það sé Dönum dýrt að standa fyrir utan myntsamstarf Evrópusambandsins, það sýni atburðir liðinna daga.
Ráðherrann var í viðtali við Danska ríkisútvarpið í gær þar sem rætt var um samhæfðar aðgerðir evrulandanna gegn yfirstandandi bankakreppu. Danir komu ekki að þeim aðgerðum þar sem þeir nota enn dönsku krónuna.
Rasmussen segir það Dönum dýrt, bæði á hinu efnahagslega og pólitíska sviði, að standa utan myntsamstarfsins. Landið komi ekki að ákvörðunum sem komi til með að hafa áhrif á Danmörku og þá séu vextir í Danmörku nokkuð yfir vöxtum í evrulöndunum.
Rasmussen ítrekar þó að staða Danmerkur sé sterk og þeir séu Evrópumeistarar í hagstjórn. Danskt efnahagslíf sé opið en reynslan sé þó sú að lítil efnhagskerfi með litla gjaldmiðla gjaldi verr á tímum eins og þeim sem gangi yfir núna. Þess vegna sé það dýrt að standa utan evrusamstarfsins.
Hvað sagði Davíð? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Já, tölum aðeins við Breta fyrir dómstólum !
13.10.2008 | 09:28
Já, ég er ekki fjarri því að við tölum aðeins við Breta fyrir dómstólum eins og Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins vill ef marka má viðtal við hann í DV:
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, telur eðlilegast að stefna breskum stjórnvöldum strax. Þeir beri ábyrgð á hruni Kaupþings í Bretlandi. Og þá ekki síður vegna hryðjuverkalaganna sem þeir virkjuðu gegn okkur. Þetta er svívirðilegt. Ef fulltrúar breskra stjórnvalda eru staddir hér á landi til samninga ætti að senda þá heim tafarlaust. Við höfum ekkert við þá að tala nema fyrir dómstólum,"
Gordon Brown og ríkisstjórn beittu umdeildum hryðjuverkalögum til þess að frysta eignir íslenskra banka og sökuðu okkur um að ætla ekki að ábyrgjast innistæður breskra þegna í íslenskum bönkum og dótturfyrirtækjum þeirra í Bretlandi. Þannig lögðu þeir einnig Kaupþing að velli og lögðu hald á Singer Friedlanderbankann í eigu bankans.
Ríkið íhugar að fara í mál vegna Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sammála Ingibjörgu Sólrúnu!
13.10.2008 | 07:50
Ég er sammála Ingibjörgu Sólrúnu um að við eigum að sækja ótrauð fram og búa til þær varnir sem við þurfum fyrir íslenskan almenning og íslensk fyrirtæki sem við þurfum í upphafi 21. aldar með því að fara til skamms tíma í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og til lengri tíma í aðild að ESB, upptöku evru og bakstuðningi Evrópska seðlabankans.
Ég er ekki hrifinn af hugmyndafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins - sem árlega hefur lagt til að leggja Íbúðalánasjóð niður í núverandi mynd - en okkur er nauðugur einnkosturinn hvað það varðar.
Ég veit það eru skiptar skoðanir um þetta innan Framsóknarflokksins - en mjög stór hluti flokksins er þessarar skoðunar.
Því er boltinn nú hjá Sjálfstæðisflokknum - sem væntanlega mun að stórum hluta fylgja stórum hluta Framsóknarflokksins og Samfylkingu í málinu þegar Þorgerður Katrín tekur við sem formaður.
Ingibjörg Sólrún: Fyrst IMF og svo ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisstjórnarflokkabankar frekar en ríkisbankar?
12.10.2008 | 21:03
Mér virðist allt stefna í að bankarnir verði ríkisstjórnarflokkabankar frekar en ríkisbankar! Á tímabili stefndi í að aðstoðarmenn ráðherra bæði Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks yrðu lykilmenn í stjórnum hinna nýju banka.
Jón Þór Sturluson hafði hins vegar vit á að ganga úr skaftinu á síðustu stundu!
Þóra er formaður Nýs Glitnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af gefnu tilefni þá fjallar fréttin ekki um seðlabankastjóra!
12.10.2008 | 16:10
Manni bjargað úr sjálfheldu!
Af gefnu tilefni þá fjallar fréttin ekki um seðlabankastjóra - hvorki Davíð né hina seðlabankastjórana sem eru í langtum hrikalegri sjálfheldu en þessi ágæti fjallgöngumaður sem Björgunarfélag Árborgar kom til hjálpar.
Það þarf miklu öflugri björgunarsveit en Björgunarfélag Árborgar - með fullri virðingu fyrir miklu og öflugu starfi þess félags - til að bjarga seðlabankastjórnunum úr sjálfheldu sem þeir - eins og heitið gefur til kynna - komu sér sjálfir í með mistökum sínum allt frá árinu 2003
Manni bjargað úr sjálfheldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bretar í fórspor Íslendinga í kreppunni?
12.10.2008 | 12:58
Upphrópanir og yfirgangur breskra stjórnvalda í garð Íslendinga hljóma dálítið holar þegar ljóst er að breska ríkisstjórnin sé að yfirtaka stóra og áður öfluga banka heima í Bretlandi! Ekki er fall þeirra banka Íslendingum að kenna?
Það skyldi þó aldrei enda svo að Ísland verði ofaná í umræðunni! Aðför Breta að Kaupthingi verði þeim hneysa og orðstí Íslendinga til bjargar?
Breskir bankar yfirteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Harðvítug innanflokksátök í Sjálfstæðisflokknum?
11.10.2008 | 23:33
Ekki ætla ég að blanda mér í harðvítug innanflokksátök í Sjálfstæðisflokknum. En bendi enn og aftur á náuðsyn þess að það virðist vera nauðsyn á Skilanefnd á Sjálfstæðisflokkinn?
Birti kúnstuga frétt úr DV:
"Kjartan Gunnarsson, fyrrum bankaráðsmaður Landsbankans, hefur sent yfirlýsingu frá sér þar sem hann þvertekur fyrir að hafa verið að tala um Davíð Oddsson í ræðu sinni.
Kjartan lýsti því að hann væri ekki óreiðumaður eins og Davíð hafði lýst honum.
Á mbl.is er því lýst að Kjartans hafi sagt að hann ,,treysti engum manni betur fyrir framtíð sonar síns en Geir H. Haarde. Nú væru erfiðleikatímar og Ísland hefði einmitt leiðtogann sem það þyrfti, rólegan og yfirvegaðan mann sem ekki talaði í fyrirsögnum.
Hins vegar þyrfti landið ekki leiðtoga, sem uppnefndi menn, léti mál snúast um sjálfan sig og kallaði fólk óreiðumenn. Samkvæmt upplýsingum (Morgun)blaðsins setti fundarmenn hljóða. Þegar Geir og Kjartan féllust í faðma í lok ræðu þess síðarnefnda, felldu margir fundarmenn tár."
Nú hefur Kjartan mótmælt því að hann hafi verið að sneiða að Davíð með því að lýsa því að landið þyrfti ekki á halda leiðtoga sem uppnefndi menn, léti mál snúast um sjálfan sig og kallaði fólk óreiðumenn.
DV hefur ekki heimildir um að aðrir núverandi eða fyrrverandi leiðtogar en Davíð Oddsson hafi notað orðið óreiðumenn um Kjartan og aðra í hans stöðu. Þá er alæþekkt að Davíð hefur uppnefnt fólk."
Ekki gagnrýni á Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Seint í rassinn gripið!
11.10.2008 | 15:47
Það er seint í rassinn gripið af ríkisstjórn og Alþingi að herða nú viðurlögum við brotum, sem Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið komist á snoðir um.
Geir Haarde og Sjálfstæðisflokkurinn hefði farið að vilja Framsóknar í síðustu ríkisstjórn sem vildu stórefla eftirlitsaðila með auknum fjárveitingum og herða lagaramman sem bankar og önnur fjármálafyritæki vinna eftir. Í stað þess dró Sjálfstæðisflokkurinn lappirnar með afleiðingum sem við horfum upp á í dag!
En ég mun að sjálfsögðu styðja Geir og ríkisstjórnina í því að ganga nú í það verk sem Framsóknarflokkurinn hafði ekki styrk til að fylgja eftir á sínum tíma nema að litlu leiti þegar Jón Sigurðsson náði því fram að unnt sé að sækja forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga með sér samráð til saka.
Sjálfstæðisflokkurinn ber meginábyrgð á því ástandi sem við upplifum nú. Samfylkingin er samsek þar sem hún hefur gert nær allt vitlaust í efnahagsmálum frá því hún tók við. Framsóknarflokkurinn ber einnig ákveðna sök vegna ákveðins dugleysis gagnvart Sjálfstæðisflokknum í síðustu ríkisstjórn eins og að framan greinir!
Vinstri grænir og Frjálslyndir eru náttúrlega stikkfrí þar sem þessir flokkar hafa ekki komið að landsstjórninni. Hins vegar eru þessir flokkar haldnir alvarlegri ábyrgðarfælni eins og glöggt kom fram í hjásetu þeirra um nauðsynleg neyðarlög vegna efnahagsástandsins á dögunum!
Að lokum:
Skilanefnd á Sjálfstæðisflokkinn?
Geir: Herða beri viðurlög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skilanefnd á Sjálfstæðisflokkinn?
11.10.2008 | 12:28
Ég er sammála Geir Haarde að bresk stjórnvöld hafi með valdníðslu knésett stærsta fyrirtæki Íslendinga í vikunni og Ísland hljóti að skoða það í fullri alvöru að leita réttar síns vegna þessa.
En það eru lykilmenn úr Sjálfstæðisflokknum sem bera mikla ábyrgð á því að bresk stjórnvöld ákváðu að níðast á okkur Íslendingum á þennan hátt!
Þótt fleiri stjórnamálaöfl beri ábyrgð á ástandinu en Sjálfstæðisflokkurinn - sérstaklega Samfylkingin vegna aðgerðar og aðgerðarleysis undanfarinna missera og þá einnig Framsóknarflokkurinn að hluta fyrir að hafa ekki staðið harðar á því að þétta regluverk og styrkja heimildir eftirlitsstofnanna í andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn í síðustu ríkisstjórn - þá er ábyrgð Sjálfstæðisflokksins mest. Í raun er stefna hans algerlega gjaldþrota!
Þarf þá ekki að setja skilanefnd á Sjálfstæðisflokkinn?
Geri ráð fyrir að skilanefndin myndi fela Geir að vera áfram í brúnni þar til það versta er afstaðið - en í kjölfarið verði málefnalega gjaldþrota flokkur gerður upp!
Bretar knésettu stærsta fyrirtæki Íslendinga með valdníðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |