Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Guðni hafði rétt fyrir sér - að lækka stýrivexti í 5% fyrir jól!

Guðni Ágústsson hafði rétt fyrir sér í ræðu sinni við stefnuleysisræðu forsætisráðherra þegar hann vildi lækkun stýrivaxta í 5% fyrir jól. Á þeim tíma hafði einungis Glitnir verið yfirtekinn.

Mér fannst Guðni brattur að nefna svo lága tölu svo fljótt. En mín skoðun er sú að Seðlabankinn lækki stýrivexti stras á mánudaginn í 7% - 8% og haldi vaxtaferlinu áfram þar til við kom niður í 5% fyrir jól:

Guðni sagði meðal annars í ræðu sinni:

"Við núverandi aðstæður í peningamálum, eigum við Íslendingar aðeins einn kost, skapa jafnvægi og stöðugleika. Verja íslensku krónuna til skemmri tíma. Evra og gjaldmiðilssamstarf er svo ákvörðun sem tekin verður síðar.

Brýnasta af öllu er að keyra stýrivextina úr 15,5% í 5% fyrir jól.


Ég tel að Maastricht skilyrðin, sem ríki verða að uppfylla til að taka upp Evru, séu hagsældar leið, horft til framtíðar. Við eigum enga aðra leið nú en að verja krónuna. Hins vegar  eigum að vinna í okkar peningamálastefnu, eins og við séum á leið inn í myntbandalagið."

Guðni vildi semsagt í síðustu viku halda krónunni að minsnta kosti til skamms tíma en vera klár í að taka upp Evru síðar ef hann teldi það æskilegt.


mbl.is Lausn á deilum forsenda IMF-aðstoðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komplexaðir embættismenn fyrrverandi heimsveldis!

Það er fróðleg lesnings að lesa vælið í Roy Hattersley sem reyndar gefur innsýn í hugarheim komplexaðra embættismanna sem finnst vont að vera í forystu fyrrverandi heimsveldis þar sem þeir gátu nánast hagað sér eins og þeim hugnaðist með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir þáverandi nýlendur þeirra. Mikið langaði Hattersley greinilega að vera aðstoðarutanríkisráðherra í heimsveldi - sem hann var ekki.

Hattersley heldur fram að málstaður hans hefði verið réttlátur - enda væntanlega alinn upp í arfleifð um að hann byggi í heimsveldi sem alltaf hefði rétt fyrir sér! 

Svipaðir komplexar virðast hrjá  "Samfylkingarmanninn" Gordon Brown í samskiptum sínum við okkur Íslendinga. Einhverra hluta vegna vill hann láta til sín taka gagnvart litla Íslandi eins og hann sé leiðtogi heimsveldis - sem hann er ekki.  Brown heldur fram að málstaður hans sé réttlátur - þótt hann sé væntanlega ekki alinn upp í arfleifð um að hann byggi í heimsveldi sem alltaf hefði rétt fyrir sér! 

Það er erfitt fyrir Breta að sætta sig við að heimsveldi þeirra er að baki.

Hefur Samfylkingin ekki annars reynt að eigna sér Gordon Brown og áður Tony Blair? 'Eg man ekki betur!

Fyrir okkur íslendinga er gott að rifja upp að við erum þrjóskir og ósveigjanlegir og komumst því þangað sem við ætlum okkur. Og við ætlum okkur út úr núverandi krísu.

Miðað við þróun mála í Bretlandi og stöðu pundsins - þá skyldi þó aldrei fara svo að Breta taki upp Evru á sama tíma og Íslendingar?

Æi, ég bara segi svona!


mbl.is Íslendingar þrjóskir og ósveigjanlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparisjóður Hafnarfjarðar endurreistur í upphaflegri mynd?

Það er jákvætt að fyrrverandi starfsfólks Landsbanka sé eitthvað öruggara með sín mál en áður, en það hefði verið afar sérstakt ef ríkisvaldið hefði ekki tryggt að staðið yrði við alla kjarasamningar í kjölfar þjóðnýtingar.

En það eru fleiri óöruggir en starfsfólk þeirra banka sem þegar hafa verið þjóðnýttir. Starfsfólk Sparisjóðana horfir væntanlega með kvíða fram á veginn. Hvenær kemur að þeim?

Sparisjóðurinn Byr var nýlega breytt í hlutafélag og stóð í sameiningarviðræðum við Glitni þegar ósköpin dundu yfir. Að sjálfsögðu eru menn smeykir um að BYR geti lent í sambærilegum vandræðum.

Einn af stofnaðiljum Byrs var Sparisjóður Hafnarfjarðar. Ég var að lesa athyglisvert blogg hjá Gaflaaranum Gunnari Axel Axelssyni þar sem hann leggur til að ef Byr fer í þrot verði Sparisjóður Hafnarfjarðar endurreistur með fé sem lagt var til hliðar til samfélagslegra verkefna við stofnun Byrs.

 Þetta athyglisverða blogg er á slóðinni:

Sparisjóður Hafnarfjarðar endurreistur


mbl.is ,,Mikill léttir að hafa fast land undir fótum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jeg ønsker å Norge kjøper Glitnir med mann og mus!

Getum við ekki bara selt Norðmönnum Glitni með manni og mús? Ekki einungis norska hlutann heldur einnig þann íslenska?  Með því værum við loksins komin með alvöru erlendan banka á Íslandi!

Glitnir er mjög öflugur í Noregi og kaupendur að þeim hluta eru til staðar. Eigumvið ekki að bjóða Halvorsen að taka bara allan bankann! Það mun ekki sjá högg á vatni í olíusjóðum Norðmanna þótt þeir gangi í málið.


mbl.is Vilja kaupa Glitni í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breska pundið að veikjast vegna átaka Breta og Íslendinga?

Svo virðist sem Gordon Brown sé að fá á baukinn vegna harkalegra aðgerða gagnvart Íslandi, því gengi pundsins hefur fallið töluvert gagnvart dollaranum og japanska jeninu. Skýringin er sögð sú að menn hafi áhyggjur af því að milliríkjadeila Breta við Ísland muni magnast á næstunni.

Það er með ólíkindum að Bandaríkjamenn og Evrópuríkin hafi neitað Íslandi um fjögurra milljarða evra skyndilán á dögunum.  Það hljóta að vera einhverjar vitrænar skýringar á því.

Innkoma Rússanna hefur greinilega hrist í liðinu - en Gordan Brown virðist lítið pæla í því þessa dagana!  Nú er bara að bíða og sjá hvernig úr þessu spilast - hvort Bandaríkjamenn og Evrópuríki séu reiðubúin að aðstoða okkur í kreppunni - eða hvort þau halda áfram að hjóla í okkur á fullum krafti eins og Bretar og jafnvel Hollendingar hafa gert á undanförnum dögum.

En ég gerðist vinur Vladimír Vladimíróvits Pútín á Facebook í gær!


mbl.is Mestu mistökin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin hækki húsnæðisbætur!

Það er skynsamlegt að frysta gjaldeyrislán heimilanna þar til íslenska krónan styrkist á ný - ef hún á annað borð gerir það.  En það er alveg ljóst að greiðslubyrði heimilanna af íbúðalánum mun aukast all verulega - hvort sem fólk er rmeð gjaldeyrislán eða verðtryggt lán.

Ríkisstjórnin verður að bregðast við með hækkun húsnæðisbóta - hvort sem um er að ræða vaxtabætur eða húsaleigubætur.

Reyndar væri rétt að endurskipuleggja húsnæðisbótakerfið þannig að um verði að ræða eitt húsnæðisbótakerfi sem gerir ekki greinarbun á búsetuformum, það er húsnæðisbæturnar séu þær sömu hvirt sem um er að ræða fjölskyldur sem búa í eigin húsnæði, í leiguhúsæði eða búseturéttarhúsnæði. Slíkt húsnæðisbótakerfi á að sjálfsögðu að taka mið af tekjum fólk hverju sinni.

Meira um það síðar! 


mbl.is Gengistryggð lán verði fryst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oft má satt kjurrt liggja!!!

Geir Haarde!  Oft má satt kjurrt liggja!
mbl.is „Opinn" hljóðnemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er orðinn vinur Vladimír Vladimíróvits Pútín!

Ég er orðinn Vladimír Vladimíróvits Pútín!

Reyndar á "Facebook". Sé að 1826 Íslendingar eru skráðir vinir Pútíns. Hver ætli hafi verið svona skemmtilega hugvitssamur að búa til prófíl á Pútín?

Skemmtilegur brandari!

Hins vegar finn ég ekki fýlupúkan Gordon Brown í Facebook. Né Íslandsvininn Darling!

Hlekkur á Pútín: http://www.facebook.com/s.php?q=p%C3%BAt%C3%ADn&n=-1&k=400000000010&sf=r&init=q&sid=dcd283d5ecdcb76f23e6260e5665b941


mbl.is Brown: Viðhorf íslenskra stjórnvalda óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glerþakið rofið? Loksins kona bankastjóri!

Vonandi er glerþakið rofið með skipan konu í banakstjórastöðu eins af stærstu bönkum landsins. Það er löngu tími tilkominn!

Nú er bara að skipta Davíð út og skipa Eddu Rós seðlabankastjóra!


mbl.is Nýi Landsbanki tekur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópusambandið vill flýtimeðferð á mögulegri umsókn Íslands!

Ég átti mér þann draum að Íslendingar gætu farið í aðildarviðræður við Evrópusambandið í styrkleika og að við Íslendingar gætum tekið afstöðu til niðurstöðu samninga við ESB þannig að við hefðum raunverulegan valkost. Mér er illa við að taka upp málið núna - en það er því miður nauðsynlegt. Við verðum að ganga til viðræðna við ESB - því miður í veikleika! En það er því miður nauðsynlegt að reifa málið!

Það verður að kjósa umaðildarviðaræður þegar við kjósum til Alþingis  í vor. Því við verðum að ganga til kosninga í vor - annað er óásættanlegt fyrir Íslendingar - ríkisstjórnin hefur einungis raunverulegt umboð frá þjóðinni til að ganga frá nauðsynlegum aðgerðurm vegna efnahagsmála - síðan ber að ganga til kosninga. Tæknilega hefur ríkisstjórnin umboð út kjörtímabilið - en ekki raunverulega í hugum fólks.

Sem betur fer er Evrópusambandið reiðubúið að taka Ísland inn í sambandið með flýti eins og sjá má á frétt besta vefmiðils landsins, www.eyjan.is:

"Fréttablaðið segir frá því í dag að einn af varaforsetum Evrópuþingsins, Diana Wallis, hafi sent Olli Rehn, stækkunarmálastjóra Evrópusambandsins, bréf þar sem hún skori á hann að aðildarumsókn frá Íslandi fengi flýtimeðferð gegnum ESB-kerfið.

Ef Ísland væri tekið með hraði inn í Evrópusambandið gæti það orðið landinu styrkur í efnahagsþrengingunum, segir í tilkynningu frá skrifstofu Wallis.

Rehn mun hafa sagt að aðildarviðræður við Ísland gætu tekið hátt í ár,  en Wallis kveðst hafa eftir öðrum heimildum að hugsanlega væri hægt að ljúka viðræðum á hálfu ári og jafnvel á skemmri tíma.

Það er tekið fram, að auðviað sé það undir Íslendingum komið hvort þeir sæki um aðild, en Wallis segist gruna að “athafnasvigrúm ríkisstjórnarinnar í Reykjavík þrengist nú snöggt í ljósi efnahagsástandsins í landinu. Svo virðist sem köll eftir inngöngu í ESB úr öllum áttum stjórnmálaumræðunnar og frá leiðtogum atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar séu að ná hámarki”.

Wallis segir sína tilfinningu að með sérreglum um sjávarútveg væri hægt að semja um fulla aðild Íslands að ESB á nokkrum vikum frekar en mánuðum og hún telur þetta hljóta að vera góð tíðindi fyrir Ísland þar sem svo skjót afgreiðsla myndi að talsverðu leyti binda enda á efnahagsóvissuna í landinu.

Leitað var viðbragða frá skrifstofu Ollis Rehn í Brussel, og talsmaður hans, Anna-Kaisa Itkonen, ítrekaði fyrri ummæli hans um að aðildarumsókn frá Íslandi yrði vel tekið."

 

Vinur minn - Framsóknarmaðurinn Olli Rehn klikkar náttúrlega ekki!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband