Eddu Rós í stað Davíðs í Seðlabankann!!

Það ber að skipa Eddu Rós í stað Davíðs Oddssonar í Seðlabankans - strax í dag. Aðrir seðlabankastjórar eiga að sitja þar til efnahagslega gjörningaveðrið gengur niður. Þá eiga þeir að víkja - enda verður ríkissjórnin að breyta lögum um Seðlabanka þannig að Seðlabankastjóri sé einn. Einn, faglegur bankastjóri.

Ástæða þess að "litlu" bankastjórarnir þurfa að vera bankastjórar næstu vikurnar liggja í þekkingu þeirra og menntun. Þrátt fyrir allt uppfylla þeir lágmarksskilyrði ummenntun og reynslu þótt þeir séu samábyrgir aðalbankastjórnunum í endalausum mistökum undanfarinna ára - og þá sérstaklega undanfarinna daga!

Björgvin G. Sigurðurðsson hinn ungi bankamálaráðherra Samfylkingarinnar hefur gert fullt af mistökum undanfarna daga. En þrátt fyrir það - heilt yfir - finnst mér hann hafa staðið sig afar vel. Það er alveg ljóst hver á að vera arftaki Ingibjargar Sólrunar. Því miður fyrir land og þjóð var Ingibjörg Sólrún ekki með heilsu til að takast á við verkefni líðandi stundar. Það hefur veikt forsætisráðherrann Geir Haarde.

Geir Haarde forsætisráðherra ber mikkla ábyrgð á núverandi ástandi vegna aðgerðarleysis undanfarinna missera. Ég hef gangrýnt hann afar harkalega.

Hins vegar hefði engu skipt hver hefði verið forsætisráðherra undanfarna daga - eftir að bornlokunum var kippt úr þjóðarskútunni fyrir 11 dögum. Auðvitað átti Geir að taka í taumanna - en því miður hafði hann ekki afl til þess gagnvart embættismönnum - eða manni - sem starfa eftir úreltumlögumum Seðlabanka Íslands.

Mér hefur þótt Geir hafa staðið sig betur eftir því sem liðið hefur á þessa ótrúlega atburðarráðs. VIð eigum að standa að baki honum næstu daga og vikur á meðan gjörningaveðrið gengur yfir. En í kjölfar þess ber honum að boða til kosninga - og skila af sér keflinu.

PS. Rakst á þessa merkilegu færslu sjálfstæðismannsins Guðmundar Magnússonar: Davíð verður að víkja


mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Bið að heilsa mömmu þinni að venju.  Þú hefur að mínu viti sagt margt skynsamlegt eftir að þú hættir að vinna.  Væri kannski best að reka sína bestu menn og ráða okkur í staðinn?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 9.10.2008 kl. 08:49

2 Smámynd: Hallur Magnússon

takk fyrir þetta Benedikt!

En ég er nú ennþá að dunda mér ýmislegt - og fæ greiðslu fyrir! Það heitir víst að vinna :)

 Enda ekki kominn á þann aldur að geta sest í helgan stein!

Hallur Magnússon, 9.10.2008 kl. 08:54

3 identicon

Já þannig er það nú, eftir gandreið strákanna og ráðsnilld hálfguðsins í svörtuloftum,- þá þarf að setja konur í að bjarga því sem bjargað verður....Guð láti gott á vita!

Halla (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 10:53

4 identicon

Kapítalisminn er hruninn !!!!

Jessss.....brosið hringinn með roð í kinnum!!!!

Dís

Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband