Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Áfengissmygl til útlanda?
9.10.2008 | 08:52
Ég hef heyrt að nú sé stundað áfengissmygl til útlanda. Ekki að undra þegar bjórinn kostar 1250,- á Strikinu - og þá væntanlega marga þúsundkalla í miðborg Parísar! Bjórinn kostar hins vegar ennþá 600 -700 kall á Íslandi á veitingastað skilst mér.
Hitti rússneskan barþjón í ræktinni í gær. Hann er á leið heim. Hafði vit á því að skipta hýrunni sinni jafnóðum í Evrur þessi ár sem hann hefur búið á Íslandi.
Hann sagði mér að áður fyrr hefðu norskir ferðamenn verið þeir einu sem höfðu efni á því að kaupa sér bjór á Íslandi. Undanfarna daga hafi þetta hins vegar breyst! Nú séu allir útlendingar svo glaðir og ánægðir yfir því hvað bjórinn sé ódýr á Íslandi að þeir eigi það til að panta sér staup af köldu, íslensku brennivíni með bjórnum - og það með bros á vör!
Öðru vísi mér áður brá.
Eddu Rós í stað Davíðs í Seðlabankann!!
9.10.2008 | 08:32
Það ber að skipa Eddu Rós í stað Davíðs Oddssonar í Seðlabankans - strax í dag. Aðrir seðlabankastjórar eiga að sitja þar til efnahagslega gjörningaveðrið gengur niður. Þá eiga þeir að víkja - enda verður ríkissjórnin að breyta lögum um Seðlabanka þannig að Seðlabankastjóri sé einn. Einn, faglegur bankastjóri.
Ástæða þess að "litlu" bankastjórarnir þurfa að vera bankastjórar næstu vikurnar liggja í þekkingu þeirra og menntun. Þrátt fyrir allt uppfylla þeir lágmarksskilyrði ummenntun og reynslu þótt þeir séu samábyrgir aðalbankastjórnunum í endalausum mistökum undanfarinna ára - og þá sérstaklega undanfarinna daga!
Björgvin G. Sigurðurðsson hinn ungi bankamálaráðherra Samfylkingarinnar hefur gert fullt af mistökum undanfarna daga. En þrátt fyrir það - heilt yfir - finnst mér hann hafa staðið sig afar vel. Það er alveg ljóst hver á að vera arftaki Ingibjargar Sólrunar. Því miður fyrir land og þjóð var Ingibjörg Sólrún ekki með heilsu til að takast á við verkefni líðandi stundar. Það hefur veikt forsætisráðherrann Geir Haarde.
Geir Haarde forsætisráðherra ber mikkla ábyrgð á núverandi ástandi vegna aðgerðarleysis undanfarinna missera. Ég hef gangrýnt hann afar harkalega.
Hins vegar hefði engu skipt hver hefði verið forsætisráðherra undanfarna daga - eftir að bornlokunum var kippt úr þjóðarskútunni fyrir 11 dögum. Auðvitað átti Geir að taka í taumanna - en því miður hafði hann ekki afl til þess gagnvart embættismönnum - eða manni - sem starfa eftir úreltumlögumum Seðlabanka Íslands.
Mér hefur þótt Geir hafa staðið sig betur eftir því sem liðið hefur á þessa ótrúlega atburðarráðs. VIð eigum að standa að baki honum næstu daga og vikur á meðan gjörningaveðrið gengur yfir. En í kjölfar þess ber honum að boða til kosninga - og skila af sér keflinu.
PS. Rakst á þessa merkilegu færslu sjálfstæðismannsins Guðmundar Magnússonar: Davíð verður að víkja
FME yfirtekur Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Saknar einhver dollaranna og hersins á Miðnesheiði?
8.10.2008 | 19:37
Æskuminningu skaut upp í huga mér í dag þegar enginn möguleiki var á að afl ferðaeyris í erlendri mynt í íselnskum bönkum. Mundi eftir gamla tímanum þegar ferðaeyrir var mjög naumlega skammtaður - og íslenskri ferðalangar voru í sambandi við vel tengda Keflvíkinga sem gátu reddað dollurum ofan af velli. Á ofurkjörum náttúrlega!
Saknar einhver dollarana og hersins á Miðnesheiði?
Útrás fyrir 450 evrur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Geir Haarde og Björgvin allir að koma til!
8.10.2008 | 16:28
Geir Haarde og Björgvin G. Sigurðssonar eru allir að koma til á blaðamannafundum - enda búnir að fá smá þjálfun undanfarið!
Mér fannst þeir barast ágætir á blaðamannafundinum sem nú stendur yfir - fyrir utan það að boðskapur þeirra var hughreystandi. Hvað þetta varðar er Geir að nota það andrými sem þjóðin hefur veitt honum til að takast á við efnahagsvandann.
Ætla ekki að ræða Seðlabankastjórana að þessu sinni!
Viðskipti milli landa verða tryggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ánægjuleg samvera með heilbrigðisráðherra og borgarstjóra!
8.10.2008 | 11:40
Það er því miður ekki allt of mikið af góðum fréttum frá ríkisstjórninni þessa dagana og klukkustundirnar - þannig að ég vildi koma á framfæri góðum fréttum - og deila því með ykkur að ég átti ásamt fleirum afar ánægjulega samveru með heilbrigðisráðherra og borgarstjóra á Kjarvalstöðum í morgun!
Heilbrigðisráðherra og borgarstjóri undirrituðu nefnilega tímamótayfirlýsingu þar sem lýst er yfir vilja til þess að sameina félagslega heimaþjónustu og heimahjúkrun í Reykjavík undir einn hatt. Sameiningin mun taka gildi um áramótin en undirbúningur þessa hefur staðið um nokkurt skeið.
Með þessu mun heimahjúkrun færast af forræði ríkisins yfir til Reykjavíkurborgar.
Sameining og samþætting þessi er mjög mikilvæg fyrir þá sem njóta heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu í Reykjavík. Með sameiningunni er unnt að skipuleggja enn betur samvinnu þeirra aðilja sem koma að heimaþjónustu og heimahjúkrun. Vinnan verður markvissari og betri.
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að heimahjúkrun og félagsleg heimaþjónusta eigi að vera á einni hendi hjá sveitarfélögunum - enda stóð ég að slíkri samþættingu er ég starfaði á Hornafirði. Þar sá ég og sannfærist um að slíkt fyrirkomuleg geti verið til miklla bóta.
Já, það er afar ánægjulegt að taka þátt í svona jákvæðu verkefni - og að sjá viljayfirlýsingu undirritaða mitt í þeim élum sem dynja á okkur í efnahagsmálunum.
Nú verð ég að rjúka af stað - því það er fundur í stjórn Velferðarráðs - þar sem meðal annars verður fjallað um sameiningu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu - því framundan eru spennandi verkefni á því sviði!
PS:
Ég vona að þið fyrirgefið mér að tengja þetta við frekar neikvæða frétt um Geir Haarde, Gordon Brown og Alistairs Darlings, en mig langaði svo að koma jákvæðri frétt á framfæri í efnahagsélunum!
Geir tjáir sig ekki um ummælin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Neyðarlög á Seðlabankann!
8.10.2008 | 09:37
Það verður að setja neyðarlög á Seðlabanka Íslands. Aðalabankastjóri Seðlabankans tók botnlokuna úr íslenska bankakerfinu fyrir 10 dögum síðar með hrikalegum efnahagslegum afleiðingum fyrir Ísland. Í stað þess að taka við björgunalínum sem til staðar eru til að draga skútuna að landi - þá situr hann glaðhlakkalegur í stýrishúsinu og bíður þess að skútan sökkvi!
Þjóðin hefur gefið Geir Haarde forsætisráðherra andrými til þess að taka á egnahagsvandanum og bankakrísunni. Geir reynir að róa. En það er ekki hægt með núverandi áhöfn í Seðlabankanum.
Geir verður því að leggja fram frumvarp um neyðarlög sem kveða á um að setja bankastjóra og núverandi bankastjórn Seðlabankans frá - og að ráðinn verði einn, faglegur bankastjóri sem hefur traust erlendis og innanlands. Núverandi bankastjórar eru rúnir öllu trausti.
Ég veit að stjórnarandstaðan mun aðstoða stjórnina við að koma slíku frumvarpi með methraða í gegnum þingið. Þjóðarhagur er í húfi!
Brown hótar aðgerðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Seljum Norðmönnum Glitni með manni og mús!
7.10.2008 | 22:44
Getum við ekki bara selt Norðmönnum Glitni með manni og mús? Eigum við ekki að bjóða þeim að ganga inn í tilboð íslenska ríkisins? Glitnir er mjög öflugur í Noregi þannig að tengslin eru til staðar. Með því værum við loksins komin með alveöru erlendan banka á Íslandi!
Það mun ekki sjá högg á vatni í olíusjóðum Norðmanna þótt þeir gangi í málið.
Norðmenn fylgjast grannt með | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er farsælast að Íbúðalánasjóður stofni dótturfélag í hlutafélagsformi um íbúðalán bankanna en setji þau ekki undir sama hatt og hefðbundin íbúðalán sjóðsins. Fyrir þessu má færa ýmis rök.
Það er ekki ástæða til að hætta mikilvægu jafnvægi sem ríkir í fjárstýringu núverandi lánasafns Íbúðalánasjóðs. Rík áhersla hefur verið lögð á að afborganir af lánum Íbúðalánsjóðs haldist í hendur við greiðslur Íbúðalánasjóðs af fjármögnunarlánum sjóðsins. Með öðru öðrum orðum þá er beint samband á milli lengdar og ávöxtunarkröfu fjármögnunarlána og útlána Íbúðalánasjóðs.
Bankarnir lentu hins vegar meðal annars í krísu vegna þess að langtímalán þeirra á tiltölulega lágum vöxtum voru fjármögnuð með skammtímalánun. Nú síðustu mánuði gátu bankarnir ekki endurfjármagnað langtímaútlán sín á tiltölulega lágum vöxtum með nýjum lánum á sambærilegum vöxtum eða lánum yfirleitt!
Núverandi útlán Íbúðalánasjóðs eru einsleit. Þau eru verðtryggð annúitetslán með föstum vöxtum í íslenskum krónum. Fjármögnun þeirra er einnig einsleit. Verðtryggð íbúðabréf í íslenskum krónum.
Íbúðalán bankanna eru hins vegar margskonar. Verðtryggð annuitetslán í íslenskum krónum til langs tíma með föstum vöxtum, verðtryggð lán í íslenskum krónum með rétti til breytinga á vöxtum á 5 ára fresti og ýmsar útfærslur á erlendum lánum.
Þá er ekki ljóst hvernig og á hvaða kjörum þessi lán verða tekin yfir. Það er ákvörðunarefni út af fyrir sig, eins og talsmaður neytenda hefur bent á í pistli: Hagur neytenda verði tryggður við yfirtöku á erlendum íbúðarlánum
Ef Íbúðalánasjóður tekur þessi lán yfir þá verður núverandi jafnvægi í fjárstýringu fyrir bí og sjóðurinn veikist í kjölfarið.
Íbúðalánasjóður er hreint ríkisfyrirtæki með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgir.
Þótt stór hluti fjármálakerfisins verði ríkisvæddur á næstu vikum og mánuðum til þess að bjarga efnahagslífi þjóðarinnar, þá verðum við að líta til lengri framtíðar. Það er engin ástæða til þess að hafa öll íbúðalán landsmanna í ríkisfyrirtæki og með ríkisábyrgð um alla framtíð.
Við hljótum því að miða aðgerðir okkar við að ríkið muni aftur draga sig til hlés í fjármálalífinu, en tryggi þess í stað tryggar og öruggari leikreglur á þeim markaði. Mikilvægt skref í endurreisn fjármálamarkaða og hlutabréfamarkaðar getur verið endurkoma bankanna á íbúðalánamarkaði.
Ein leið gæti einmitt verið sú að endurreistir bankar kaupi hlut í dótturfélagi Íbúðalánasjóðs þótt ríkið haldi meirihluta sínum um einhverja hríð. Slíkt fyrirtæki í sameiginlegri eigu ríkisfyrirtækisins Íbúðalánasjóðs og bankanna gæti í framtíðinni orðið traustur fjármögnunaraðili fyrir vönduð íbúðalán á Íslandi án beinnar ríkisábyrgðar.
Rökin fyrir því að Íbúðalánasjóður stofni dótturfélag í hlutafélagsformi um íbúðalán bankanna eru fleiri - en ég læt staðar numið hér að sinni.
Ernst&Young tekur yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Styðjum við bak Geirs Haarde og ríkisstjórnarinnar
7.10.2008 | 11:56
Styðjum við bak Geirs Haarde og ríkisstjórnarinnar í aðgerðum næstu daga og vikur. Við verðum nú að standa saman við að koma okkur út úr þeim erfiðu efnahagslegu aðstæðum sem við erum komin í. Við verðum jafnframt að treysta því að Geir Haarde hafi lært af mistökum sínum, skipti um gír og taki af skarið sem sá trausti leiðtogi sem hann þarf að vera.
Ég hef gagnrýnt Geir Haarde forsætisráðherra harðlega að undanförnu vegna ítrekaðra mistaka sem hann og Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn og í Seðlabanka hafa gert í efnahagsmálum.
En úr því sem komið er verður Geir og ríkisstjórnin að klára nauðsynlegar efnahagsaðgerðir. Gefum þeim andrými til þess. Hins vegar verður Geir Haarde að sýna okkur að hann er traustsins verður. Ef ekki þá verður hann að yfirgefa sviðið.
Stjórnarandstaðan verður að leika lykilhlutverk á næstu vikum með því að styðja við ríkisstjórnina með ábyrgri, en gagnrýnni stjórnarandstöðu - og ríkisstjórnin að taka slíku aðhaldi vel - því það er nauðsynlegt að eiga í gagnrýnni umræðu um þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kýs mun leggja til. Slík umræða - þar sem ríkisstjórnin leggur við hlustir - mun einungis auka gæði aðgerðanna.
Þá ætti Geir strax að setja á formlegt Samvinnuráð um efnahagsmál sér og ríkisstjórninni til ráðgjafar þar sem verkalýðshreyfingin, helstu aðiljar atvinnulífs, fjármálalífs og stjórnmálalífs eiga sæti.
Annað mál er með stjórn Seðlabankans. Hún er rúin öllu trausti innanlands sem utan. Það er forgangsatriði að skipta út öllum Seðlabankastjórunum og ráða einn öflugan Seðlabankastjóra sem hefur menntun, reynslu og traust til að stjórna bankanum á þessum erfiðu tímum. Það er einnig mikilvægt að skipta jafnframt um kjörna stjórn Seðlabankans til að endurheimta trúnað bankans.
Ný eining sér um innlenda starfsemi Landsbankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eigum við kannske að taka upp rúblur?
7.10.2008 | 09:17
Eigum við kannske að taka upp rúblur - nú þegar ljóst er að krónan er ónýt? Ég mæli reyndar ekki með því - en það að Rússar hafi nú veitt Íslandi lánafyrirgreiðslu á afar góðum kjörum - eru náttúrlega stórtíðindi.
Það er hætt við að einhverjum hafi svelgst á morgunkaffinu sínu við þessi tíðindi.
En fyrst við erum búin að leita til Rússa með góðum árangri - af hverju ekki að leita ekki aðeins lengra til þeirra sem eiga langstærsta dollaraforða utan Bandaríkjanna - vina okkar í Kína?
Hver veit nema við gætum leyst lausafjárkrísuna og gjaldeyriskrísuna á Íslandi á einu bretti með aðstoð Kínverja - og losa okkur þannig við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn?
Allavega er það umhugsunarinnar virði!
Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)