Evrópusambandið vill flýtimeðferð á mögulegri umsókn Íslands!

Ég átti mér þann draum að Íslendingar gætu farið í aðildarviðræður við Evrópusambandið í styrkleika og að við Íslendingar gætum tekið afstöðu til niðurstöðu samninga við ESB þannig að við hefðum raunverulegan valkost. Mér er illa við að taka upp málið núna - en það er því miður nauðsynlegt. Við verðum að ganga til viðræðna við ESB - því miður í veikleika! En það er því miður nauðsynlegt að reifa málið!

Það verður að kjósa umaðildarviðaræður þegar við kjósum til Alþingis  í vor. Því við verðum að ganga til kosninga í vor - annað er óásættanlegt fyrir Íslendingar - ríkisstjórnin hefur einungis raunverulegt umboð frá þjóðinni til að ganga frá nauðsynlegum aðgerðurm vegna efnahagsmála - síðan ber að ganga til kosninga. Tæknilega hefur ríkisstjórnin umboð út kjörtímabilið - en ekki raunverulega í hugum fólks.

Sem betur fer er Evrópusambandið reiðubúið að taka Ísland inn í sambandið með flýti eins og sjá má á frétt besta vefmiðils landsins, www.eyjan.is:

"Fréttablaðið segir frá því í dag að einn af varaforsetum Evrópuþingsins, Diana Wallis, hafi sent Olli Rehn, stækkunarmálastjóra Evrópusambandsins, bréf þar sem hún skori á hann að aðildarumsókn frá Íslandi fengi flýtimeðferð gegnum ESB-kerfið.

Ef Ísland væri tekið með hraði inn í Evrópusambandið gæti það orðið landinu styrkur í efnahagsþrengingunum, segir í tilkynningu frá skrifstofu Wallis.

Rehn mun hafa sagt að aðildarviðræður við Ísland gætu tekið hátt í ár,  en Wallis kveðst hafa eftir öðrum heimildum að hugsanlega væri hægt að ljúka viðræðum á hálfu ári og jafnvel á skemmri tíma.

Það er tekið fram, að auðviað sé það undir Íslendingum komið hvort þeir sæki um aðild, en Wallis segist gruna að “athafnasvigrúm ríkisstjórnarinnar í Reykjavík þrengist nú snöggt í ljósi efnahagsástandsins í landinu. Svo virðist sem köll eftir inngöngu í ESB úr öllum áttum stjórnmálaumræðunnar og frá leiðtogum atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar séu að ná hámarki”.

Wallis segir sína tilfinningu að með sérreglum um sjávarútveg væri hægt að semja um fulla aðild Íslands að ESB á nokkrum vikum frekar en mánuðum og hún telur þetta hljóta að vera góð tíðindi fyrir Ísland þar sem svo skjót afgreiðsla myndi að talsverðu leyti binda enda á efnahagsóvissuna í landinu.

Leitað var viðbragða frá skrifstofu Ollis Rehn í Brussel, og talsmaður hans, Anna-Kaisa Itkonen, ítrekaði fyrri ummæli hans um að aðildarumsókn frá Íslandi yrði vel tekið."

 

Vinur minn - Framsóknarmaðurinn Olli Rehn klikkar náttúrlega ekki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband