Komplexaðir embættismenn fyrrverandi heimsveldis!

Það er fróðleg lesnings að lesa vælið í Roy Hattersley sem reyndar gefur innsýn í hugarheim komplexaðra embættismanna sem finnst vont að vera í forystu fyrrverandi heimsveldis þar sem þeir gátu nánast hagað sér eins og þeim hugnaðist með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir þáverandi nýlendur þeirra. Mikið langaði Hattersley greinilega að vera aðstoðarutanríkisráðherra í heimsveldi - sem hann var ekki.

Hattersley heldur fram að málstaður hans hefði verið réttlátur - enda væntanlega alinn upp í arfleifð um að hann byggi í heimsveldi sem alltaf hefði rétt fyrir sér! 

Svipaðir komplexar virðast hrjá  "Samfylkingarmanninn" Gordon Brown í samskiptum sínum við okkur Íslendinga. Einhverra hluta vegna vill hann láta til sín taka gagnvart litla Íslandi eins og hann sé leiðtogi heimsveldis - sem hann er ekki.  Brown heldur fram að málstaður hans sé réttlátur - þótt hann sé væntanlega ekki alinn upp í arfleifð um að hann byggi í heimsveldi sem alltaf hefði rétt fyrir sér! 

Það er erfitt fyrir Breta að sætta sig við að heimsveldi þeirra er að baki.

Hefur Samfylkingin ekki annars reynt að eigna sér Gordon Brown og áður Tony Blair? 'Eg man ekki betur!

Fyrir okkur íslendinga er gott að rifja upp að við erum þrjóskir og ósveigjanlegir og komumst því þangað sem við ætlum okkur. Og við ætlum okkur út úr núverandi krísu.

Miðað við þróun mála í Bretlandi og stöðu pundsins - þá skyldi þó aldrei fara svo að Breta taki upp Evru á sama tíma og Íslendingar?

Æi, ég bara segi svona!


mbl.is Íslendingar þrjóskir og ósveigjanlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jú, þetta er verðug upprifjun, Samfylkingin eignar sér Gordon Brown og Össur kallaði hann um daginn "minn ágæti flokksbróðir", og vísaði til þess að hann er skráður í Verkamannaflokkinn og ef ég man rétt er hann ekki eini ráðherrann sem svo er statt um.

Sigurður Þórðarson, 11.10.2008 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband