Sammála Ingibjörgu Sólrúnu!

Ég er sammála Ingibjörgu Sólrúnu um að við eigum að sækja ótrauð fram og búa til þær varnir sem við þurfum fyrir íslenskan almenning og íslensk fyrirtæki sem við þurfum í upphafi 21. aldar með því að fara til skamms tíma í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og til lengri tíma í aðild að ESB, upptöku evru og bakstuðningi Evrópska seðlabankans.

Ég er ekki hrifinn af hugmyndafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins - sem árlega hefur lagt til að leggja Íbúðalánasjóð niður í núverandi mynd - en okkur er nauðugur einnkosturinn hvað það varðar.

Ég veit það eru skiptar skoðanir um þetta innan Framsóknarflokksins - en mjög stór hluti flokksins er þessarar skoðunar.

Því er boltinn nú hjá Sjálfstæðisflokknum - sem væntanlega mun að stórum hluta fylgja stórum hluta Framsóknarflokksins og Samfylkingu í málinu þegar Þorgerður Katrín tekur við sem formaður.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Fyrst IMF og svo ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Sálfstæðisflokkurinn er það stjórnmálasafn sem nú er gjaldþrota. Málefnalega hefur hann ekkert annað hlutverk en að hluta sundur og bjóða upp hugmyndir sínar í Kolaporti fyrrverandi hugsjóna. Frjálshyggjan verður fyrst til að fara á verði sem mun ekki koma þeim til valda eftir kosningar. Andstaða þeirra við evru og evrópusamstarf gerir flokkinn að Nýja Alþýðubandalaginu. Andstaða þeirra við opna og frjálsa umræðu hlýtur að verða þeirra bautasteinn.( les nú er ekki rétti tíminn til að ræða þessi mál). Í raun á Sjálfstæðisflokkurinn eftir að klofna varanlega. Minni flokkurinn verður byggður utanum leifarnar af "stefnu Davíðs" líkt og kommúnistarnir sem klöppuðu fyrir stefnu Stalíns í áratugi engum til gagns ogf varla til tjóns heldur þar sem þetta var svo vita áhrifalaust hjal. Það sem gerir Geiri Haarde fært um að sitja í stjórn í dag ( les hann stjórnar engu) er að ekkert nýtt forystuafl sést á sjóndeildarhringnum.

Gísli Ingvarsson, 13.10.2008 kl. 09:49

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

ESB, nei takk. Hefurðu séð sundrungina innan ESB undanfarið? Af hverju er Framsókn alltaf úti á túni?

Villi Asgeirsson, 13.10.2008 kl. 09:59

3 identicon

Sammála síðasta ræðumanni. ESB, nei takk.

Viljum við virkilega kalla yfir okkur frekari hörmungar (í annarri mynd kannski) til þess eins og geta eytt aðeins meira, aðeins lengur? Þetta verður kannski voða gaman í upphafi en svo þegar við vöknum einn morguninn hvar verða þá auðlindir okkar? Hvað verður um sjávarútveginn, jarðhitann og vatnsorkuna? Jah við höfum amk. lítið um þær að segja þegar öll evrópa hefur kosningarétt um hvað gera skal við þær.

Það síðasta sem við ættum að gera er að ganga í þetta "vinabandalag" ESB. Auk þess sýnist mér á þessum erfiðu tímum að við eigum fáa vini. Amk. eru sumir af þeim sem við tölum vini okkar allt í einu orðnir óvinir okkar. Maður veit hverjir eru vinir sínir þegar á reynir... ekki satt?

Sigrún (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 11:11

4 identicon

Gott innlegg Hallur. En andstæðingar skrækja og rífa klæði sín.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband