Já, tölum aðeins við Breta fyrir dómstólum !

Já, ég er ekki fjarri því að við tölum aðeins við Breta fyrir dómstólum eins og Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins vill ef marka má viðtal við hann í DV:

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, telur eðlilegast að stefna breskum stjórnvöldum strax. Þeir beri ábyrgð á hruni Kaupþings í Bretlandi. „Og þá ekki síður vegna hryðjuverkalaganna sem þeir virkjuðu gegn okkur. Þetta er svívirðilegt. Ef fulltrúar breskra stjórnvalda eru staddir hér á landi til samninga ætti að senda þá heim tafarlaust. Við höfum ekkert við þá að tala nema fyrir dómstólum,"

„Gordon Brown og ríkisstjórn beittu umdeildum hryðjuverkalögum til þess að frysta eignir íslenskra banka og sökuðu okkur um að ætla ekki að ábyrgjast innistæður breskra þegna í íslenskum bönkum og dótturfyrirtækjum þeirra í Bretlandi. Þannig lögðu þeir einnig Kaupþing að velli og lögðu hald á Singer Friedlanderbankann í eigu bankans. „


mbl.is Ríkið íhugar að fara í mál vegna Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þá skal það vera Stríðglæpadómstóllinn, og hana nú!

Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2008 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband