Harðvítug innanflokksátök í Sjálfstæðisflokknum?

Ekki ætla ég að blanda mér í harðvítug innanflokksátök í Sjálfstæðisflokknum. En bendi enn og aftur á náuðsyn þess að það virðist vera nauðsyn á Skilanefnd á Sjálfstæðisflokkinn?

Birti kúnstuga frétt úr DV:

"Kjartan Gunnarsson, fyrrum bankaráðsmaður Landsbankans, hefur sent yfirlýsingu frá sér þar sem hann þvertekur fyrir að hafa verið að tala um Davíð Oddsson í ræðu sinni.

Kjartan lýsti því að hann væri ekki óreiðumaður eins og Davíð hafði lýst honum.

Á mbl.is er því lýst að Kjartans hafi sagt að hann ,,treysti engum manni betur fyrir framtíð sonar síns en Geir H. Haarde. Nú væru erfiðleikatímar og Ísland hefði einmitt leiðtogann sem það þyrfti, rólegan og yfirvegaðan mann sem ekki talaði í fyrirsögnum.

Hins vegar þyrfti landið ekki leiðtoga, sem uppnefndi menn, léti mál snúast um sjálfan sig og kallaði fólk óreiðumenn. Samkvæmt upplýsingum (Morgun)blaðsins setti fundarmenn hljóða. Þegar Geir og Kjartan féllust í faðma í lok ræðu þess síðarnefnda, felldu margir fundarmenn tár."
Nú hefur Kjartan mótmælt því að hann hafi verið að sneiða að Davíð með því að lýsa því að landið þyrfti ekki á halda leiðtoga sem uppnefndi menn, léti mál snúast um sjálfan sig og kallaði fólk óreiðumenn. 

DV hefur ekki heimildir um að aðrir núverandi eða fyrrverandi leiðtogar en Davíð Oddsson hafi notað orðið óreiðumenn um Kjartan og aðra í hans stöðu. Þá er alæþekkt að Davíð hefur uppnefnt fólk."


mbl.is Ekki gagnrýni á Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Samkvæmt þessari frétt sem þú vísar í hefur Kjartan sjálfur hafnað þessu.  Þar að auki er lýst mikilli samstöðu innan flokksins.  Menn að fallast í faðmlög og hvað eina.

TómasHa, 11.10.2008 kl. 23:52

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

allir í Glitni féllust í faðma um daginn.... 

Óskar Þorkelsson, 12.10.2008 kl. 00:43

3 Smámynd: haraldurhar

   Ragnar Reykás

haraldurhar, 12.10.2008 kl. 01:41

4 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Hvernig var þetta nú aftur: innvígðir og innmúraðir eitthvað!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 12.10.2008 kl. 07:08

5 Smámynd: H G

Er það bara ég sem held að Kjartan hafi neyðst til að draga gagnrýni sína til baka?   HHG hljóp hratt af fundi. Lá etv á að gefa skýsrlu til strengbrúðustjóra.

H G, 12.10.2008 kl. 07:39

6 Smámynd: Guðmundur Björn

Hvar sérð þú átök?

Guðmundur Björn, 12.10.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband