Hlutafélag Íbúðalánasjóðs um húsnæðislán bankanna!

Tilmæli ríkisstjórnarinnar eru góð svo fremi sem unnt sé að verða við þeim. Við verðum að vona að gengi íslensku krónunnar skáni svo greiðslubyrði þeirri verði þolanleg fyrir íbúðaeigendur. En það má ekki heldur gleyma því að greiðslubyrði þeirra sem eru með verðtryggð lán hefur einnig hækkað verulega.

Það er óvarlegt að henda húsnæðislánum bankanna inn í núverandi Íbúðalánasjóð. Það gæti ógnað því jafnvægi sem ríkir á núverandi rekstri Íbúðalánasjóðs. Mín tillaga er að Íbúðalánasjóður stofni dótturfélag í hlutafélagsformi til að taka við húsnæðislánunum. Þegar bankakerfið hefur náð sé á ný geta bankarnir komið inn í það hlutafélag ásamt Íbúðalánsjóði og hlutafélagið séð um fjámögnun íbúðalána bankanna með öflugri neytendavernd.

Það er deginum ljósar að ríkisstjórnin verður að endurskoða húsnæðisbótakerfið og stórauka húsnæðisbætur vegna efnahagsástandsins.


mbl.is Afborganir verði frystar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Sammála þér Hallur það er engin ástæða til þess að leggja Íbúðalánasjóð undir í þessum björgunaraðgerðum.  Maður spyr sig reyndar tilhvers ríkið er að færa þessi lán úr vinstri vasanum í þann hægri.  Bankarnir eru jú í eigu ríkisins í dag og félagsmálaráðherra í lófa lagið að eiga orð við viðskiptaráðherra um að reglur og úrræði Íbúðalánasjóðs fyrir þá sem eru í greiðsluerfileikum gildi líka í bönkunum.   Treystir félagsmálaráðherra ekki viðskiptaráðherra?  Eru þau kannski ekki í sama flokki?   Hér er kannski komin enn ein staðfesting þess að Samfylkingin er kosningabandalag úr fjórum flokkum sem nota sömu auglýsingastofuna í aðdraganda kosninga.

G. Valdimar Valdemarsson, 15.10.2008 kl. 10:08

2 Smámynd: Hallur Magnússon

GVald.

Málið er væntanlega endurfjármögnun íbúðalánanna sem að líkindum er hagkvæmara að gera á einum stað með ríkið sem bakhjarl frekar en í hverjum banka fyrir sig.

Með þessufá bankarnir lausafé til að endurlána. Ekki veitir af!

Hallur Magnússon, 15.10.2008 kl. 10:19

3 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Hallur

Er þá ekki komin tími til að dusta rykið af hugmyndum um heildsölubanka fyrir íbúðarlán í væntanlegu hlutafélagi í eigu Íbúðalánasjóðs og bankana í stað þess að setja þetta beint inn í sjóðinn?

G. Valdimar Valdemarsson, 15.10.2008 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband