Þjóðstjórn kvenna lausnin?

Það er gott að fá Ingibjörgu Sólrúnu heim. Er ekki málið að fá hana til þess að leiða öfluga þjóðstjórn kvenna til að leiða okkur út úr erfiðleikunum?

Ein öflugasta stjórnmálakona Íslands, Valgerður Sverrisdóttir, lýsir því sem nú er að gerast í frábærum bloggpistli sínum:

"Það er dálítið athyglisvert að þegar allt er í rúst á fjármálamarkaði er leitað til kvenna. Í ráðherratíð minni reyndi ég að opna augu eigenda og stjórnenda á markaði á þeim möguleikum sem fælust í að gefa konum aukin tækifæri í stjórnun fyrirtækja.

Satt að segja náði ég litlum árangri.

Nú er annað uppi á teningnum þegar frábærar konur verða bankastjórar Landsbanka og Glitnis. Kannski gerist það sama hjá Kaupþingi. Við skulum vera jákvæð gagnvart þessari nýbreytni og ekki fjasa um að þær séu bara fengnar til að hreinsa upp eftir karlana og hleypa vindlareyknum út."

Ég held að leið Valgerðar sé hin rétt í stöðunni í dag. Hún stingur reyndar sjálf upp á slíkri þjóðstjórn - þótt í léttum dúr sé:

"Nú velta ýmsir fyrir sér hvort þær ættu að hafa enn meiri völd og hvort hugsanlegt sé að "þjóðstjórn kvenna" sé framundan.

Þess má geta að varaformenn Vinstri grænna og Framsóknar eru líka konur.

Svo gæti Edda Rós Karlsdóttir orðið seðlabankastjóri.

Ég segi nú bara si svona."

En öllu gamni fylgir nokkur alvara - og ég kýs að taka Valgerði alvarlega - og ég sting upp á eftirfarandi þjóðstjórn kvenna:

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir forsætisráðherra

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fjármálaráðherra, dóms- og kirkjumálaráðherra

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra

Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingarmálaráðherra

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra

Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra

Þuríður Backmann umhverfisráðherra

Steinunn Valdís Óskarsdóttir samgönguráðherra

Arnbjörg Sveinsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

... og að sjálfsögðu Eddu Rós sem seðlabankastjóra eins og ég hef margoft bent á!

PS.

Glöggt fólk sem fylgir með öllum smáatriðum í pólitík hafa eflaust tekið eftir að enginn fulltrúi Frjálslyndaflokksins er í þjóðstjórninni. Það er náttúrlega vegna þess að Frjálslyndiflokkurinn virðist karllægastur flokka á Alþingi. Það er bara engin kona í þingflokknum. En svona til að hafa þetta ekki allt of einhæft kynjalega séð - þótt konurnar eigi það alveg inni - þá gæti Guðjón Arnar tekið að sér að vera forseti Alþingis!


mbl.is Ingibjörg Sólrún á leið heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þjóðstjórn getur vel komið til greina, hvort sem hún yrði skipuð konum, körlum eða blönduð.

En ertu virkilega þeirrar skoðunar að Greiningardeild Landsbanka Íslands eigi virkilega inni fyrir að þaðan komi Seðlabankastjóri?

G. Tómas Gunnarsson, 14.10.2008 kl. 23:52

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þessi stjórn fær mitt atkvæði

Óskar Þorkelsson, 14.10.2008 kl. 23:56

3 Smámynd: Hallur Magnússon

G.Tómas

Ég hef fylgst með greiningardeildum bankanna frá upphafi. Greiningardeild Búnaðarbankans var sú besta og vandaðasta til að byrja með. Við sameiningu Búnaðarbanka og Kaupþings fóru margir lykilstjórnendur BÍ yfir til Landsbankans. Þar með talin Edda Rós, Björn Rúnar og fleiri af greiningardeild BÍ - sedmmig minnir að hafa heitið eitthvað annað þá.  Eftir það hefur greiningardeild LÍ borið af hinum deildunum.

 Grunnar að starfi greiningardeildanna á að vera hlutlægni og fagmennska. Deildirnar áttu að greina markaði og helstu hagstærðir án tillits til hagsmuna þeirra banka sem þær starfa innan. Greiningardeild LÍ var sú eina sem hefur haldið þessari hlutlægni. Þá er ég ekki að kasta rýrð á hinar greiningadeildirnar almennt - en get nefnt nokkur dæmi þar sem þær misstu sig fyrir hagsmuni eigendanna.

Á þessum grunni tel ég Eddu Rós yfir gagnrýni eignatengsla hafin.

... og hún er kílómetrum framar núverandi Seðlabankastjórum í fagmennsku.

Já, ég tel að við eigum að setja Eddu Rós í sæti Seðlabankastjóra

En ég skil tortryggni þína

Hallur Magnússon, 15.10.2008 kl. 00:11

4 Smámynd: Gísli Tryggvason

Sammála'ðessu. PS Mér fannst greiningardeild Glitnis (einkum í tíð Íslandsbanka) spá skást (raunhæfast) um verðbólgu.

Gísli Tryggvason, 15.10.2008 kl. 00:51

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er ekki viss um að það þyki há einkunn að vera "best" af greiningardeildunum.

Aðalatriðið er að ef að nauðsynlegt er talið að skipta um Seðlabankastjóra að velja hæfa, lítt umdeilda og "low profile" aðila.

Mér dettur í hug aðilar eins og t.d. Gylfi Zoega, hvers vegna ekki að leita til Jóns Daníelssonar, Gauta Eggertssonar, það eru ýmsir möguleikar í stöðunni.

Skipta um gír, setja til þess að gera óþekkt andlit í Seðlabankann og reyna að róa hlutina niður og skapa sátt.

Það er þó líklega bjartsýni, því að þó að það kunni að verða skortur á ýmsu á Íslandi á næstu vikum og misserum, eru besservissarar ekki þar á meðal.

G. Tómas Gunnarsson, 15.10.2008 kl. 02:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband