Geir flottur í viðtali við bresku pressuna!

Geir Haarde forsætisráðherra var afar flottur í viðtali við bresku pressuna þegar hann var spurður út í hvort Ísland væri gjaldþrota.

Geir var mjög ákveðinn þegar hann sagði að slíkt væri fjarstæða og sagði meðal annars af mikilli ákveðni:

"The Government is honouring all its obligations like we always have. There has never been default on the behalf of the Icelandic Government there never will be“

Ég hefði viljað sjá meira af þessum Geir undanfarna mánuði!

Ég vildi einnig sjá meira af þessum Geir gagnvart Seðlabankanum!


mbl.is Vill lífeyrissjóði í Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Saddam og (sérstaklega) upplýsingamálaráðherrann, Muhammed Saeed al-Sahaf voru líka flottir. 

Hættið nú að trúa á jólasveina og frelsara úr hópi þeirra sem komu okkur í þessi vandræði frá byrjun.  Við þurfum annað fólk þarna, einhverja sem hafa snefil af heiðarleika takk fyrir.

Hér er einn ódauðlegur frá MSS:

"My feelings - as usual - we will slaughter them all"

Gullvagninn (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 16:28

2 Smámynd: corvus corax

Eftirfarandi er tekið af eyjan.is: Starfsmaður Landsbankans varar nú við því í bréfi sem hann hefur sent frá sér, að framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Landsbankans, Brynjólfur Helgason, skuli hafa verið gerður að forstöðumanni Innri endurskoðunar Nýja Landsbankans.
Icesave í Englandi og Hollandi var stjórnað sem sérverkefni undir Alþjóðasviði.
Starfsmaðurinn telur að þarna sé farið inn á hættulega braut – að gjörningsaðili eða a.m.k. hluti hans sé farinn að rannsaka sjálfan sig, jafnvel breiða yfir fyrri gjörðir.
Hann vill meina að mjög mikilvægt sé að stöðva slíka gjörninga áður en þeir nái að festa sig í sessi. Hann hefur sent bréf sitt til fjölmiðla og sett sig í samband við þingmenn allra flokka vegna málsins. Athugasemdum hans mun ekki beint að Brynjólfi persónulega.
Þetta er mjög athyglisvert en engin hætta á að Geiri gunga eða Ceaucescu Oddsson hafi neitt við þetta að athuga. Og smáfylkingarhyskið þegir þunnu hljóði af því að þeim er sagt að þegja og láta Geira gungu um stjórnina.

corvus corax, 14.10.2008 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband