Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Lilja Mósesdóttir byrjar vel sem þingmaður VG

Lilja Mósesdóttir byrjar afar vel sem þingmaður VG og greinilegt að hún styrkir þingflokk VG verulega. Ef ríkisstjórnin lafir fram að áramótum þá er einsýnt að Lilja er rétti aðilinn til að taka við viðskipta- og efnahagsráðuneytinu.

Það er afar mikilvægt að ríkisstjórnin brjóstist út úr 1983 hugsunarhætti Steingríms J. og Jóhönnu Sig. og taki upp nútímaleg vinnubrögð sem kalla á heildstæða hugsun en ekki þröngar aðgerðir sem hver og ein skaðar meira en hún leysir.

Því fagna ég sérstaklega þeirri afstöði Lilju að hafa ekki sætt sig við frumvarp fjármálaráðherra um hækkun á búsi og bensínu - fyrr en heildaráhrif skattahækkananna liggja fyrir.

Reyndar eru líkur á því að álögur á íslensk heimili og atvinnulíf aukust margfalt skattahækkuninni og tekjur ríkissjóðs verði miklu minni en talið er í fyrstu - en látum það liggja milli hluta.

Það er náttúrelga sjálfsagt mál að hafa það sem reglu á Alþingi að við mat á breytingum verði ávallt verði tekið tillit til óbeinna áhrifa, t.d. hvað varðar skattahækkanir eða niðurskurð í ríkisútgjöldum, eins og Lilja vill.

Það hefur nefnilega loðað við "sparnaðaraðgerðir" gegnum tíðina að þær hafa kostað ríkið oft miklu meira þegar upp var staðið en þær hafa sparað.


mbl.is Allt tekið með í reikninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorvaldur á Íslensku menntaverðlaunin svo sannarlega skilin!

Hinn frábæri kennari Þorvaldur Jónsson fékk Íslensku menntaverðlaunin í dag fyrir merkt ævistarf. Þorvaldur sem lengst var myndamennta- og skriftarkennari við Réttarholtsskóla hefur alla tíð verið frábær kennari og haft mikil og góð áhrif á nemendur sína.

Ég er svo heppinn að hafa bæði verið nemandi Þorvaldar og kennt með honum sem forfallakennari í Réttarholtsskóla. Þá hefur Þorvaldur kennt yngri systkynum mínum og eldri dóttur minni svo ég veit vel um hvað ég tala.

Ég leyfi mér að birta umsögn dómnefndar Íslensku menntaverðlaunanna um Þorvald:

Þorvaldur Jónasson er fæddur í Ólafsvík 10. apríl 1942. Hann lauk kennaraprófi frá KÍ1964 og hóf það sama ár störf sem myndmennta- og skriftarkennari við Réttarholtsskóla íReykjavík og starfaði þar allar götur til ársins 2008, að undanskildu skólaárinu 1976-77 þegarhann stundaði nám við Statens Lærarhögskole og Kunst- og håndverksskolen í Osló.

Um árabil var Þorvaldur stundakennari við KÍ (síðar KHÍ) og leiðbeindi þar ófáum íslenskum kennaraefnum um skriftarkennslu. Auk þess hefur Þorvaldur sinntfullorðinsfræðslu um árabil, m.a. á vegum Námsflokka Hafnarfjarðar og Tómstundaskólans í Reykjavík.

Þorvaldur hefur alla tíð haft einkar skýra sýn á kennslu sína, markmið hennar og innihald og verið fundvís á leiðir til að vekja áhuga og metnað nemenda og skapa andrúmsloft vinnusemi, vandvirkni og glaðværðar. Hann hefur haldið á loft gildum klassískra og agaðra vinnubragða en jafnframt verið laginn við að ýta undir sköpunargleði nemenda og nýta sér strauma í unglingamenningu hvers tíma kennslu sinni til framdráttar. Margir nemenda hans fóru í framhaldsnám í myndlist að hans hvatningu og með hans stuðningi.

Þorvaldur var einnig umsjónarkennari og var sérstaklega laginn við að vinna með nemendum sem þurftu á sértækum stuðningi að halda. Hann lagði rækt við að kynna nemendum sínum lífið utan skólans, fara á söfn og í hverskonar kynnisferðir og fyrir allnokkrum árum hafði Þorvaldur forgöngu um það ásamt fleirum að Réttarholtsskóli hóf markvissa kennslu fyrir 10. bekkinga um ýmis þjóðfélagsmálefni líðandi stundar; stjórnmál, vinnumarkaðsmál, fjármál, menningu og listir. Þessi kennsla má með nokkrum sanni heita forveri þess sem nú er kennt við lífsleikni og ákvæði eru um í aðalnámskrá grunnskóla.

Þorvaldur hefur alla tíð lagt sig fram um að skapa persónuleg tengsl við nemendur og verið einkar laginn við að laða fram það besta í hverjum og einum. Umhyggju Þorvaldar og virðingu fyrir nemendum og velferð þeirra er við brugðið. Í frásögur er fært hversu minnugur hann er á gamla nemendur sína og áhugasamur um að fylgjast með gengi þeirra og halda við þá tengslum.

Kennsla Þorvaldar hefur einkennst af mannrækt í víðasta skilningi og fullyrða má að uppskera hans hafi verið drjúg á 44 ára kennsluferli.


mbl.is Þorvaldur Jónasson verðlaunaður fyrir ævistarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breið samstaða um aðildarviðræður að ESB mikilvæg

Breið samstaða um aðildarviðræður að ESB er afar mikilvægg svo tryggt verði að viðræðuferlið verði vandað og besta mögulega niðurstaða verði lögð fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það lofar góðu að Össur Skarphéðinsson taki vel í tillögu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um aðferðafræði við undirbúning aðildarumsóknar.

Ég treysti því að þingið nái breiðu samkomulagi um aðferðafræðina - þjóðin á það skilið og þarf á því að halda.


mbl.is Hægt að ná samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðbótarstund í leikskóla dýrari svo unnt sé að verja grunnþjónustuna

Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn hefur í góðri samvinnu við minnihlutann og ekki síður í góðri samvinnu við ötult starfsfólk Reykjavíkurborgar náð að spara verulega í rekstri borgarinna án þess það hafi skert grunnþjónustu sveitarfélagsins.

Í leikskólamálum er áfram tryggð sú grunnþjónusta sem felst í 8 tíma leikskóladvöl barna án þess að gjaldskrá fyrir 8 tíma dvöl sé hækkuð.  Því miður er ekki lengur svigrúm til þess að greiða niður viðbótarstund við 8 tíma leikskóladvöl á sama hátt og áður. Þetta þýðir hækkun greiðslu þeirra foreldara sem nýta sér viðbótarstund á leikskóla umfram 8 stunda grunnþjónustuna.

Þessi ákvörðun er afar erfið. En valið stóð á milli þess að tryggja áfram óbreytta gjaldskrá fyrir grunnþjónustuna á leikskólunum sem felst í 8 stunda leikskóladvöl og hækka viðbótarstund í leikskóla - eða að hækka gjaldskrá grunnþjónustunnar.

Því miður er hætt við að víða í opinberum rekstri verði grunnþjónustan ekki varin og gjaldskrár hækkaðar. En meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks mun að sjálfsögðu áfram verja grunnþjónustuna í borginni. Það þýðir þó ekki að meirihlutinn þurfi að taka erfiðar ákvarðanir á ýmsum sviðum sem borgarbúar hafa vanist góðu frá borgarinnar hendi - en telst ekki til grunnþjónustu borgarinnar. Slíkar ákvarðanir eru óhjákvæmilegar.


mbl.is Mótmælir fyrirhugaðri hækkun leiksskólagjalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarga bæjarstjóraskipti meirihlutanum í Kópavogi?

Bjarga bæjarstjóraskipti meirihlutanum í Kópavogi?

Að óbreyttu munu Framsóknarmenn að líkindum neyðast til að slíta 19 ára meirihlutasamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi - því þótt einhverjir kunna að komast að þeirri niðurstöðu að bæjarstjórinn hafi ekki brotið lög með milljónagreiðslum Kópavogsbæjar til fyrirtækis dóttur hans  - þá er það greinilegur dómgreindarbrestur, einhverjir myndu segja siðferðisbrestur bæjarstjórans að láta slíkt viðgangast.

Ný Framsókn líður ekki spillingu. Svo einfalt er það. Því bendir allt til meirihlutaslita í Kópavogi - nema Sjálfstæðismenn taki til í sínum ranni og geri annan mann á D-lista - Gunnstein Gunnsteinsson að bæjarstjóra í stað Gunnars Birgissonar - eins og ýjað er að á Eyjunni að sé inn í myndinni.

Með slíkri hrókeringu hafa Framsóknarmenn raunverulegt val í Kópavogi. Val um að halda áfram meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn fram að kosningum - enda ekki æskilegt að vera að róta með meirihluta síðustu mánuðina fyrir kosningar - eða val um að hætta samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn vegna dómgreindarbrests núverandi bæjarstjóra þrátt fyrir að hann víki.

Víki bæjarstjórinn ekki - þá hafa Framsóknarmenn í Kópavogi ekkert val. Þeir verða að slíta samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn - því Framsóknarmenn geta ekki liðið svo víðtækt dómgreindarleysi bæjarstjórans - hvað þá ef um siðferðisbrest er að ræða.

Reyndar ákváðu Framsóknarmenn í Kópavogi að láta Gunnar Birgisson njóta vafans og bíða niðurstöðu úttektar endurskoðenda bæjarins. Það var drengilegt á þeim tíma - en skiptir ekki öllu máli lengur. Dómgreindarleysið blasir svo við.

Reyndar eru endurskoðendur Kópavogsbæjar í ákveðnum vanda - því eftir því sem ég kemst næst þá er annar aðalendurskoðandi bæjarins fyrrum bókari Klæðningar. Ef svo er þá skiptir ekki máli hversu vönduð og góð úttekt þeirra verður - andstæðingar bæjarstjórans geta alltaf véfengt niðurstöðuna þótt það sé algjörlega að ósekju.

Mér finnst reyndar að ef þetta er rétt - þá eigi viðkomandi aðili að segja sig frá málinu vegna vanhæfis. Það væri heiðarlegast bæði gagnvart sjálfum sér og bæjarstjóranum.


Fastgengi í 170 áhugaverð hugmynd - ef hún gengur

Fastengi krónunnar í gegnisvísitölu 170 er áhugaverð hugmynd - en gengur hún í raunveruleikanum? Hvernig ætla menn að halda genginu föstu á þessu gengi? Hvað mun það kosta Seðlabankann? Erum við að tala um gengishöft til margra ára - þar sem opinbera gengið á Íslandi er gengisvísitala 170 - en gengið erlendis 300?

Margar spurningar sem þarf að svara - en hugmyndin áhugaverð.

Annars er einfaldast að ganga í Evrópusambandið náist ásættanlegir samningar og fá evrópska seðlabankann til að verja gengið - og taka upp evruna í kjölfarið!

... og víst er hægt að gera það á skömmum tíma!


mbl.is Festa gengið í 160 - 170
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvæðar breytingar hjá ríkisstjórninni

Breytingar á stjórnarráðinu eru afar jákvæðar og skynsamlegar. Skil reyndar ekki af hverju innanríkisráðuneytið er ekki sett á fót strax um áramót - en væntanlega er ástæðan sú að Möllerinn mun sitja út kjörtímabilið sem samgöngu- og sveitamálaráðherra. Samfylkingin hefur ekki treyst honum í að taka við dómsmálunum.

Nema að leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafi ekki styrk til að fækka ráðherrum eins og þyrfti.

En  - enn og aftur. Þessar breytingar á stjórnarráðinu eru afar skynsamlegar hjá ríkisstjórninni. Vonandi fer að glitta í skynsemina á öðrum sviðum einnig!


mbl.is Ráðuneyti skipta um nöfn og hlutverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætti að leggja niður háskólana í Oxford og Harvard?

Væri ekki réttast að leggja niður dreifbýlisskólana í Oxford og Harvard sem sjálfstæða háskóla og gera þá að dreifbýlisútibúum fyrir háskóla í London og San Fransisco?

Ætti ekki að gera alla háskóla í Evrópu einsleita hálfríkisrekna háskóla?

Það sýnist mér að yrði niðurstaða nefndar "alþjóðlegra sérfræðinga" sem hafa skilað tillögum um "endurskipulagningu" háskólakerfisins á Íslandi ætti nefndin að vera sjálfri sér samkvæm.

Vænti þess að menntamálaráðherra átti sig á ranghugmyndunum - þótt þær kunni að spara peninga - sem ég er reyndar efins um.


mbl.is Mæla með tveggja háskóla kerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðaleysi ríkisstjórnar í efnahagsmálum enn staðfest

Ráðaleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum er enn staðfest. Nú er það sænski bankasérfræðingurinn Mats Josefsson formaður nefndar um endurreisn fjármálakerfisins sem staðfestir

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er jafn úrræðalaus og máttlaus og ríkisstjórn Geirs Haarde. Efnahagsleg framtíð Íslands er svört.

Hvað er til ráða?


mbl.is Josefsson hótaði að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær árangur hjá ofurmaraþonhlauparanum Gunnlaugi Júlíussyni!

Það er óhætt að segja Gunnlaugur Júlíusson hafi unnið mikið þrekvirki þegar hann sigraði í ofurmaraþoni í Borgundarhólmi um helgina - þar sem hann hljóp 334 kílómetra á 48 tímum!

Þessi árangur kemur mér reyndar ekki á óvart - enda fylgst með Gunnlaugi "skokka" gegnum árin. Fyrst þegar við vorum á pæjumóti á Siglufirði með stelpurnar okkar fyrir mörgum árum síðan - en þá tók hann létt upphitunarskokk með því að hlaupa upp Siglufjarðarskarð og koma Strákagöngin til baka!

Mér skilst að hin 56 ára Gunnlaugur sé nú kominn 3 sæti heimslistans í ofurmaraþoni fyrir árið 2009 - enda hljóp hann 11 km lengra en næsti maður á þessum 48 tímum í Borgundarhólmi!

Verð að segja að einkunnarorð Gunnlaugar á blogg og ljósmyndasíðu hans segi allt sem þarf :  

"Sársauki er tí­mabundinn, upplifunin eilíf." --

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband