Viðbótarstund í leikskóla dýrari svo unnt sé að verja grunnþjónustuna

Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn hefur í góðri samvinnu við minnihlutann og ekki síður í góðri samvinnu við ötult starfsfólk Reykjavíkurborgar náð að spara verulega í rekstri borgarinna án þess það hafi skert grunnþjónustu sveitarfélagsins.

Í leikskólamálum er áfram tryggð sú grunnþjónusta sem felst í 8 tíma leikskóladvöl barna án þess að gjaldskrá fyrir 8 tíma dvöl sé hækkuð.  Því miður er ekki lengur svigrúm til þess að greiða niður viðbótarstund við 8 tíma leikskóladvöl á sama hátt og áður. Þetta þýðir hækkun greiðslu þeirra foreldara sem nýta sér viðbótarstund á leikskóla umfram 8 stunda grunnþjónustuna.

Þessi ákvörðun er afar erfið. En valið stóð á milli þess að tryggja áfram óbreytta gjaldskrá fyrir grunnþjónustuna á leikskólunum sem felst í 8 stunda leikskóladvöl og hækka viðbótarstund í leikskóla - eða að hækka gjaldskrá grunnþjónustunnar.

Því miður er hætt við að víða í opinberum rekstri verði grunnþjónustan ekki varin og gjaldskrár hækkaðar. En meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks mun að sjálfsögðu áfram verja grunnþjónustuna í borginni. Það þýðir þó ekki að meirihlutinn þurfi að taka erfiðar ákvarðanir á ýmsum sviðum sem borgarbúar hafa vanist góðu frá borgarinnar hendi - en telst ekki til grunnþjónustu borgarinnar. Slíkar ákvarðanir eru óhjákvæmilegar.


mbl.is Mótmælir fyrirhugaðri hækkun leiksskólagjalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

það vantar að hafa réttan kostnað meira sýnilegan, margt fullorðið fólk virðist vera gjörsamelga veruleika-firrt hvað kostnað varða og vill að allt sé frítt  - hver ætli raunverulegur kostnaður sér pr barn 100.000 - ? meira ?

Jón Snæbjörnsson, 27.5.2009 kl. 13:37

2 identicon

Það er sorglegt að horfa uppá stjórnmálamenn ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Það fólk sem er með mestar byrðar er unga fólkið með börn í leikskólum og grunnskólum og hæstu húsnæðislánin. Þangað finnst íhaldinu best að sækja peninginn með dyggum stuðningi hækju sinnar framsóknar. Ég man nú ekki betur en að Hanna Birna hafi sagt að borgin myndi taka þennan skell hérna fyrr í vetur. En þetta er allt saman sama helvítis lygin í þessu liðið sem stjórnar hérna. Bara eitt kjaftæðið sem rekur annað.

Borginni væri nú nær að hætta við þetta tónlistarbákn sem verið er að reisa á höfninni. Í það er hægt að henda milljörðum án þess að blikka auga, en við skulum sækja aurana í vasa barnafólks það er fínt. Ég veit ekki með ykkur en ég þarf að vinna 8 tíma vinnudag og því kemur þessi hækkun illa við mig. Þar sem ég verð að notast við amk 30 mínútur til að koma mér í og úr vinnu, oft þó lengur en svo.

Já sækjum peninginn til þeirra sem mega helst við því....eða þannig. Það er auðvelt að taka peninginn hjá okkur sem slítum daginn út og inn við að reyna að halda íbúðinni á floti í fjármálarótinu sem nú skekur landið. Svo dirfist borgin að ganga á bak orða sinna síðan í haust að hún myndi taka höggið. Lygalaupar, allir með tölu sem sitja í þessum pappakassa þarna niðrá tjörn. Það vellur uppúr þeim tómt kjaftæði daginn út og inn. Það er sama hvort þetta heitir íhald, bóndadurgur, krati eða kommi. 

Varðandi inlegg Jóns þá vil ég benda honum á að það er enginn að tala um að hafa dagvistun fría, það er verið að hækka gjöldin á okkur sem notum þjónustuna. Ég legg frekar til að borgin dragi úr annarri þjónustu sem ekki er nauðsynleg. Til dæmis mætti fækka opnunardögum í húsdýragarðinum, fækka opnunardögum í nauthólsvík, hægja á byggingu tónlistarhjallsins, stytta vinnuskólann, draga úr styrkjum til lista og menningarmála, fækka ferðalögum borgarstarfsmanna, fækka nefndum og ráðum, minnka þrif, fækka sláttum, draga úr styrkjum til íþróttafélaga,  og svo mætti lengi telja. 

Borgin verður fyrst að skera niður áður en hún fer að hækka gjaldskrár.

Gunnar G (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 14:05

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þú gerir þér gerin fyrir því að fólkið sem verður fyrir þessarri gjaldheimtu er að miklu leiti fólkið sem lennti hvað verst í húsnæðiskreppunni. Hefði ekki verið nær að sækja þess peninga með meira almennri tekjuhækkun eins og t.d. útsvarshækkun?

Héðinn Björnsson, 27.5.2009 kl. 15:08

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Gunnar - ekki vil ég að níðst sé á fjölskyldum í landinu - mér finnst oft vanta skilninginn í heildar kostnaðinn ekkert annað - það er ekkert sjálfgefið og allir verða að leggja sitt af mörkum - ég hef þurft að nýta mér þjónustu sem þessa með 4 börn þekki þetta ágætlega, held meira að segja að hlutfallslega hafi þetta verið dýrara þá en nú er. Að fara vel með opinbert skattfé á að vera sjálfsagður hlutur

Jón Snæbjörnsson, 27.5.2009 kl. 15:44

5 Smámynd: Jóhann Már Sigurbjörnsson

Það eru allir á eitt sáttir með að það þurfi að spara, en það þarf að spara á réttum stöðum. 14 milljarðar í Tónlistarhús er eitt af þeim hlutum sem mega missa sín. Hvað með fjölskyldugarðinn, eða menningarnóttina. Það má eflaust spara endalaust í öðrum atriðum en þessu.

Jóhann Már Sigurbjörnsson, 27.5.2009 kl. 15:45

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Héðinn.

Það væri miklu skilvirkara ef stjórnvöld færðu niður húsnæðislánin - þar munar miklu, miklu, miklu meiru en það að minnka niðurgreiðslu á þessari viðbótarstund - en halda óbreyttu gjaldi fyrir óbreytta grunnþjónustu - 8 stundir á leikskóla.

Það er reynar með ólíkindum að sumir fjölmiðlamenn gera meira úr því að dregið er úr niðurgreiðslu viðbótarstundar hjá Reykjavíkurborg - en grunnþjónustan og störfin virkilega varin - á sama tíma og Samfylking og VG eru að skera niður um 20 milljarða - stórhækka skatta (líka á það brota brot af foreldrum sem fá ekki eins mikla niðurgreiðslu á viðbótarstund ofan á grunnþjónustu leikskóla í Reykjavík - sem auk þess er með langlægstu leikskólagjöldin á höfuðborgarsvæðinu) - og vonast til þess að geta varið grunnþjónustu og störfin!

Ef þetta afhjúpar ekki "fréttamenn" sem ganga erinda Samfylkingar - eins og sá "fréttamaður" sem ákvað að setja í loftið fyrirsögnina 63% hækkun á leikskólagjöld - þegar leikskólagjöld í 8 stunda grunnþjónustu hækka ekkert - en dregið er úr niðurgreiðslu viðbótarstundar - þá geta þessir "fréttamenn" talið þjóðinni trú um að svart sé hvítt - og hvítt sé svart!

Hallur Magnússon, 27.5.2009 kl. 19:24

7 identicon

Borgin er að skora að mínu mati,,,,,,, ég er sammála tillögunni í grundvallaratriðum, hefur ekkert með pólitík að gera allt umfram átta dvalarstundir fyrir barn í leikskóla er yfirkeyrsla fyrir litlar sálir, mér þykir það eftirsóknarvert að horfa á þarfir barna upp að a.m.k 10 ára aldri út frá þeim þ.e börnunum ekki bara foreldrunum, okkur sem ákveðum að fæða þau í þennan þeim og börnin hafa ekki þörf fyrir það að vera annars staðar en með sinni fjölskyldu nema ca: 65% af sínum vökutíma. Það hefur ekkert með stjórnmál að gera, þannig að ég tek ofan hattinn/kratahúfuna fyrir borgarstjórnarmeirihlutanum(langt orð!) að þora! Og geri ráð fyrir því að fagmenn hafi sagt sitt álit. Og er ekki að ganga erinda neins nema barna og minnar eigin reynslu. Hallur, trúðu því einlæglega.

Helga E Jónsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 21:42

8 identicon

Ég er  sammála þér þetta er vel réttlætanlega aðgerð til að ná fram sparnaði í rekstri, það er nauðsynlegt að horfa á alla þætti  þegar verið að spara í opinberum rekstri hvort sem er hjá ríki eða sveitarfélögum.

Ásgeir Ingvi Jónsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 21:59

9 Smámynd: Jóhann Már Sigurbjörnsson

Hvað eru margir hér sem samþykkja þennan gjörning sem eiga börn í lekskóla. Ja eða hvað eru margir hér sem eru á atvinnuleysisbótum. Siðblindir eru þeir sem sjá ekkert nema það sem fyrir fram nefið þeirra er.

Jóhann Már Sigurbjörnsson, 29.5.2009 kl. 00:55

10 Smámynd: Hallur Magnússon

Jóhann.

Ekki gleyma að gjald fyrir grunnþjónustuna - 8 stunda vistun - er algerlega óbreytt!

Hallur Magnússon, 29.5.2009 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband