Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Skólabörn í Bústaðahverfi í aukinni hættu!

Skólabörn í Bústaðahverfi verða í aukinni hættu ef samþykkt borgarráðs frá því í síðustu viku gengur eftir. Stjórn Íbúasamtaka Bústaðahverfis sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna málsins og hefur hún verið send borgarulltrúum:

Stjórn Íbúasamtaka Bústaðahverfis mótmælir harðlega fyrirhugaðri lokun
vinstru beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut sem óhjákvæmilega
mun stórauka umferð um Réttarholtsveg sem nú þegar er allt of þung og
hröð. Stjórn Íbúðasamtaka Bústaðahverfis treystir því að Borgarstjórn
Reykjavíkur leiðrétti þau mistök borgarráðs að samþykkja lokunina.

Stjórn Íbúasamtaka Bústaðahverfis bendir borgarfulltrúum á að
Réttarholtsvegur klífur skólahverfi og yfir götuna þurfa hundruð barna
að ganga á degi hverjum. Mikil mildi er að ekki hafi orðið stórslys á
gangandi vegfarendum á Réttarholtsvegi og bráð nauðsyn að bæta þar
umferðaröryggi og draga verulega úr umferð um götuna frá því sem nú
er.

Fyrirhuguð lokun mun enn auka á óásættanlega hættu hundruða barna og
unglinga sem þurfa að ganga yfir Réttarholtsveg á leið í og úr skóla.

Samþykkt borgarráðs um að heimila lokun kemur íbúum Bústaðahverfis í
opna skjöldu þar sem borgarstjóri hafði síðastliðið vor heitið íbúum
hverfisins að hugmyndir um lokun vinstri beygju af Bústaðavegi inn á
Reykjanesbraut hefðu verið slegnar af.


Hætta á klofningi innan Sjálfstæðisflokks?

Má ekki ætla að það sé jafn mikil hætta á klofningi Sjálfstæðisflokksins vegna Evrópumála og hættan á klofningi innan Samtaka atvinnulífsins?


mbl.is Hætta á klofningi innan SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í minningu frumkvöðulsins Helga Arngrímssonar - Borgarfirði eystra

Vinur minn, frumkvöðullinn Helgi Arngrímsson var til grafar borinn í dag. Það er sárt að sjá á eftir þvílíkum sómamanni langt fyrir aldur fram. Það er synd að hans óeigingjörnu kraftar nýttust ekki lengur fyrir samfélagið og umhverfið sem hann elskaði svo mjög - Borgarfjörð eystra!

Ekki það að fótspor hans sjáist ekki merki!  Þvert á móti. Ég efast um að margir einstaklingar í nútíð hafi skilið eftir sig eins mörg og jákvæð spor í samfélagið og þennan guðdómlega stað sem Borgarfjörður eystri er!

Helgi setti á stofn og barðist fyrir tilvist eins af merkilegustu sprotafyrirtækjum landsbyggðarinnar - Álfasteins. Þar vann hann kraftaverk við að tryggja fjölskyldum sem vildu búa á Borgarfirði eystra störf sem skiptu máli.

En spor Helga sjást ekki einungis stað í þessu dýrmæta samfélagi. Það má segja að spor hans sjáist raunverulega í þeim fjölda fallegu gönguleiða sem hann beitti sér fyrir - og tók þátt í  - að leggja um Borgarfjörð og víkurnar suður af þessum yndislega firði.

Helgi var ungmennafélagsmaður af gamla skólanum! Hann vann að alhliða félagsstarfi og setti það ætíð á oddinn að vinna æskunni, landi og þjóð því besta sem unnt var hverju sinni.

Á tímamótum sem þessum finnur maður fyrir vanmætti sínum!

En ef gæti fengið mínútu með Helga  - þá myndi ég segja: Takk fyrir að fá að kynnast þér og fjöldkyldu þinni!

Það sem ég get sagt syrgjandi fjölskyldu er:

Takk fyrir að taka alltaf svo vel og innilega á móti mér og fjölskyldu minni. Þið hafið misst mikið - en munið föður ykkar og eiginmann! Það hjálpar ykkur gegnum erfiða tíma!

 


Þorstein og Friðrik í bráðabirgðastjórn Samfykingar og íhalds!

Það þarf að fá Þorstein Pálsson og Friðrik Sophusson sem ráðherra í bráðabirgðastjórn Samfylkingar og íhalds. Það gæit bjargað því sem bjargað verður fram að kosningum í vor.

Ástæðan?

Sumir kunna að halda að það sé vegna þess að mér finnist jákvætt að þeir vilji aðildarviðræður að Evrópusambandinu og leggja niðurstöðu slíkra viðræðna í dóm þjóðarinnar. Játa að það skemmir ekki fyrir - en meginástæðan er sú að við þurfum í núverandi ástandi á vönduðum mönnum að halda sem ekki eru að stefna að eigin framtíð í stjórnmálum. Menn sem gera það sem þeir telja rétt að gera - án tillits til þess hvort það sé vinsælt eða ekki.

Þar sem Sjálfstæðismenn eru í ríkisstjórn - þá eru þessir menn best til þess fallnir!

Mæli með að þeir kalli til liðs við sig tvo Jóna Sigurðssyni - krata og framsóknarmann! Ég biðst forláts á að kynjahlutfallið er ekki alveg rétthugsunar kynjalega rétt - en bið um að það verði þá bara leiðrétt í ríkisstjórn sem tekur við!

 

eru ekki með


mbl.is Þjóðin fái að kjósa um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Agnes Bragadóttir segi af sér blaðamennsku!

Ég get ekki betur séð en að Agnes Bragadóttir þurfi að segja af sér blaðamennsku!  Fullyrti hún ekki að Stím væri leynifélag í eigu Jóns Ásgeirs?  Sýnist Agnes hafa brotið illilega gegn siðareglum Blaðamannafélagsins með því að halda uppi rakalausum rógi í fréttaskýringu!

Eða er ég að misskilja eitthvað?


mbl.is Yfirlýsing frá Stími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir Haarde bara óábyrgur?

Geir Haarde forsætisráðherra segist ekki vera persónulega ábyrgur fyrir endalausu efnahagsklúðri rikisstjórnarinnar.

Ætli Geir sé þá ópersónulega ábyrgur fyrir því?

Eða er Geir bara óábyrgur?


mbl.is Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karamellufundur ríkisstjórnarinnar féll niður!!!

Vikulegur mótmælafundur á Austurvelli er á sínum stað. Hins vegar féll niður vikulegur karmellufundur ríkisstjórnarinnar í gær.

Enda ekki von.

Þjóðin sér í gegnum sjónhverfingarnar sem þar hafa verið viðhafðar. Það hefði þurft að fórna manni ef karamellufundur gærdagsins hefði verið haldinn.  En svo langt gengur ríkisstjórnin ekki. Það á enginn að bera ábyrgð.


mbl.is Útifundur á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innanflokksátök í Samfylkingunni magnast!

Innanflokksátök í Samfylkingunni magnast með hverjum deginum. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, ASÍ, gagnrýnir Samfylkingarforystuna og ríkisstjórnina nær daglega þessa dagana.

Er nokkuð farið að hitna undir Ingibjörgu Sólrúnu?


mbl.is Frumvarpið vottur um uppgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarleg mistök borgarráðs sem borgarstjórn þarf að leiðrétta!

Borgarráð varð á alvarleg mistök að ganga á bak loforðs sem fyrri borgarstjóri hafði gefið íbúum Bústaðahverfis um að ekki yrði farið í lokun vinstri beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut í Elliðaárda, enda mun slík aðgerð stórauka umferð um Réttarholtsveg þar sem hundruð skólabarna fara yfir á degi hverjum enda sker gatan sundur skólahverfi.

Ég vænti þess að borgarstjórn leiðrétti þessi mistök.

Enbættismönnum borgarinnar ætti að vera afstaða íbúa Bústaðahverfis ljós þar sem hún kom afar skýrt fram á fundi íbúasamtaka Bústaðahverfis síðastliðið vor og aftur á fundi borgarstjóra með íbúum hverfisins í sumar.

Það er ljóst að íbúar í Bústaðahverfi munu ekki láta bjóða sér þá aukningu umferðar sem verður um Réttarholtsveg - enda er umferð það allt of mikil og allt of hröð nú þegar og mikil mildi að ekki hafi orðið stórslys á börnum.


mbl.is Loka vinstri beygju af Bústaðavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ríkisstjórnin að leggja viðskiptalífið í rúst með sífelldu klúðri?

Er þetta endalaust klúður ríkisstjórnarinnar - og er ríkisstjórnin að ganga gegn tilmælum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins með frumvarpi um gjaldeyrismál - sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að stórskaði íslenskt viðskiptalíf!

Það er sérstakt að hörðustu stjórnarandstæðingarnir eru annars vegar Samtök atvinnulífsins - sem hingað til hafa verið talin hliðholl Sjálfstæðisflokknum - og hins vegar ASÍ - sem hingað til hefur verið að stórum hluta hliðholl Samfylkingunni!

Er þetta ekki merki um að ríkisstjórnin verði að fara frá og boða kosningar í vor?

Skrítið að ríkisstjórnin er reiðubúin að ganga gegn skriflegum tilmælum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins - en telur sig ekki geta boðað til kosninga af því forsætisráðherrann heldur að það sé ekki vinsælt hjá sama sjóði - þótt ekkert liggi fyrir um það frá sjóðnum!

Er þetta ekki merki um að ríkisstjórnin verði að fara frá og boða kosningar í vor?


mbl.is Mun stórskaða viðskiptalífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband