Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Enn framfaraskref hjá Valgerði!

Enn tekur Valgerður Sverrisdóttir framfaraskref sem utanríkisráðherra með því að vilja sækjast eftir sæti í nýju mannréttingaráði Sameinuðu þjóðanna og beita sér fyrir að Íslendingar setji á laggirnar eigin mannréttindastofnun.

Valgerður er á stuttum tíma sínum sem utanríkisráðherra að verða einn merkasti utanrikisráðherra sem við höfum haft og heldur betur tekið til höndunum á jákvæðan hátt á mörgum sviðum, eins og ég hef áður bent á. Allt önnur aðkoma en kallarnir á undan henni - með fullri virðingu fyrir þeim.

Nálgun hennar hefur einmitt verið mannúð og mannréttindi samhliða því að taka á málum af festu eins og nýgerðir samningar við Norðmenn og Dani sýna.

Ég vil Valgerði áfram sem utanríkisráðherra eftir kosningar.

Að sjálfsögðu reyna andstæðingar Valgerðar að gera lítið og snúa út úr góðum verkum hennar og áformum - en ég veit að ólíkt sumum öðrum stjórnmálamönnum þá heldur hún ótrauð sínu jákvæð striki.


mbl.is Tímabært að sækjast eftir sæti í nýju mannréttindaráði SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki benda á mig!

Jæja, þá er ég búinn að fá útskrift af fréttinni sem birtist ekki á textafréttum RÚV. Það var hinn ljómandi vandaði fréttamaður Ingimar Karl sem tók viðtalið.  Hógvær drengur sem mér finnst alltaf sýna hlutlægni og vönduð vinnubrögð í fréttaflutningi.

 

En fréttin var svona:

Ekki benda á mig segir Íbúðalánasjóður

Hallur Magnússon, sviðstjóri hjá Íbúðalánasjóði segir að lánum sjóðsins verði ekki kennt um aukna verðbólgu. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Glitnis, sagði í fréttum í gær að hækkun á lánshlutfalli sjóðsins yki verðbólgu. Íbúðaverð hefur hækkað um 5% það sem af er ári, næstum jafn mikið og allt árið í fyrra. Hallur Magnússon bendir á að lán íbúðalánasjóðs á höfuðborgarsvæðinu hafi dregist saman.

Hallur Magnússon, sviðstjóri hjá Íbúðalánasjóði: Já, reyndar, kemur fram í morgunkorni Glitnis að þeir kenna sjálfum sé um líka, tala um Íbúðalánasjóð og bankanna fyrir hækkanir sem hafa orðið á lánum þar en hins vegar er sannleikurinn sá að Íbúðalánasjóðs vega nánast ekkert í þessu. Þenslan er fyrst og fremst í mjög dýr húsnæði, við sjáum það hjá fasteignamati ríkisins að þar eru, það er dýra húsnæðið sem er að hækka og, og valda þessari hækkun. 18 milljóna króna hámarkslán og hærra hámarkshlutfall hjá Íbúðalánasjóði hefur ekkert að segja í því, það fólk fjármagnar sín kaup með lánum frá bönkum. Ef við lítum á tölur fyrir mars þá lækkaði hlutfall lána Íbúðalánasjóðs á höfuðborgarsvæði þar sem að þenslan er og það dró einnig eða fækkaði lækkaði hlutfall hámarkslána sem veitt voru í mars, hlutfallslega lægra þá heldur en var í febrúar. Þannig að það er alveg ljóst, miðað við þær tölur sem við höfum á, frá okkar útlánum, að það er lán Íbúðalánsjóðs sem er að ýta undir þessa þensla. Sökin liggur einhversstaðar annars staðar.

Ingimar Karl Helgason: Veistu hvar?

Hallur Magnússon: Ég get ímyndað mér að þetta lánaframboð og, nýja lánaframboð bankana hafi orðið þess að fólk sem að hefur beðið með að kaupa, fékk tækifæri til þess núna. Við sjáum gjaldeyrislán sem eru nýjung, við sjáum það að bankarnir eru að lána 90% af kaupverði íbúða. Því miður þá getur Íbúðalánasjóður ekki gert það vegna þess að hér á höfuðborgarsvæðinu, vegna þess að það er brunabótamat sem skerðir hámark láns frá Íbúðalánasjóði.

Tími: 02:10

Vonandi mistök en ekki ritskoðun hjá RÚV

Ég var í viðtali við fréttastofu útvarps í dag til að leiðrétta rangfærslur Ingólfs Benders um lán Íbúðalánasjóðs í fréttum útvarpsins í gær. - Missti af fréttinni en veit að ég var í 12:20 fréttum. Varð afar undrandi þegar ég sá að fréttin er ekki inn á ruv.is sem textafrétt - en hins vegar stendur þar enn fréttin með rangfærslum Ingólfs Benders.

 Fann hins vegar hljóðslóðina sem er hérna!

Vænti þess að hér sé um mistök RÚV að ræða - en ekki ritskoðun. Bíð efir að sjá fréttina í texta inn á vefnum - svo ég geti vísað lesendum bloggsins á hana.


Framsókn til velmegunar

Þetta undirstrikar það sem ég bloggaði um daginn í færslunni Framsókn frá atvinnuleysi til almennrar velmegunar 
mbl.is Meirihluti segir afkomu sína hafa batnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valgerður blómstrar sem utanríkisráðherra

Valgerður Sverrisdóttir hreinlega blómstrar sem utanríkisráðherra. Ég spái því að hennar verði ekki fyrst og fremst minnst sem fyrstu konunnar sem gegnir embætti utanríkisráðherra á Íslandi, heldur verði hennar minnst vegna góðra og merkra verka sinna.

Sem dæmi um góð verk Valgerðar er gjörbreytt ásýnd Íslendinga á sviði friðargæslu til hins betra. Ekki það að Íslendingar hafi haft slæma ásýnd, því fer fjarri lagi, en áherslur Valgerðar hafa undirstrikað uppbyggjandi, jákvæðan og friðsaman anda íslensku friðargæslunnar

Þá hefur hún staðið fast í ístaðinu hvað varðar skipan sendiherra og ekki látið eftir að skipa nýja sendiherra hægri vinstri þrátt fyrir mikinn pólitískan þrýsting.

Nú sýnir Valgerður enn djörfung og jákvæða festu með yfirlýsingu um að hún vilji að tekin verði upp eðlileg samskipti við heimastjórn Palestínu eins og Norðmenn hafa þegar gert, þrátt fyrir að Bandaríkin og Evrópusambandið hyggist ekki gera slíkt.

Þetta er frábært hjá Valgerði.

Um þetta var fjallað í útvarpinu í kvöld sbr. eftifarandi:

Ráðherra vill samskipti við Palestínu

Vill eðlileg samskipti við
Palestínumenn
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra vill að tekin verði upp eðlileg samskipti við heimastjórn Palestínu eins og Norðmenn hafa þegar gert. Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið ætla ekki að viðurkenna stjórnina.

Ný samsteypustjórn Fatah og Hamas var mynduð í Palestínu í síðasta mánuði. Norðmenn viðurkenndu stjórnina fyrstir Evrópuþjóða og ætla að taka upp stjórnmálasamband við Palestínu en gera ráð fyrir að stjórnin virði gerða samninga, hafni ofbeldi og viðurkenni tilvist Ísraelsríkis. Evrópusambandið og Bandaríkjastjórn ætla að óbreyttu hvorki að viðurkenna nýja þjóðstjórn Palestínumanna, né aflétta banni á viðskiptum, aðstoð og styrkveitingum til þeirra.

Valgerður segir að vissulega sé um áherslubreytingu að ræða en að mikilvægt sé að þarna sé starfhæf stjórn sem alþjóðasamfélagið eigi samskipti við. Hún telur aðrar Norðurlandaþjóðir, til dæmis Svía, sömu skoðunar. Mahmúd Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, fundaði einmitt í dag með Reinfeld, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Carli Bildt utanríkisráðherra í Stokkhólmi.

Valgerður mun leggja það til á næstunni að tekin verði upp eðlileg samskipti við heimastjórn Palestínu hvar og hvenær er ekki vitað.


Framsókn frá atvinnuleysi í almenna velmegun!

Þessar tölur sýna að liðinn rúmur áratugur hefur verið áratugur framsóknar frár atvinnuleysi í almenna velmegun! Menn mega ekki gleyma því að árið 1994 - sem er upphafsár þessara mælinga - var mikið atvinnuleysi og kreppa á Íslandi.

Hver er helsti samnefnarinn í þessari framsókn frá atvinnuleysi í almenna velmegun?


mbl.is Kaupmáttur jókst um 56% á áratug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll tók af skarið!

Árni Páll Árnason tók af skarið á landsfundi Samfylkingarinnar þegar hann sagði  ljóst að Samfylkingin muni ekki fara í ríkisstjórn að loknum kosningum til þess eins að hjálpa Vinstri grænum í væli um vonsku heimsins og til að hrekja bankana úr landi.

Þá sagði hann flokkinn heldur ekki ætla að taka við hlutverki Framsóknarflokksins sem aukadekk íhaldsins.

Árni Páll sýnir enn að þarna er á ferðinni framtíðarleiðtogi Samfylkingarinnar, eins og ég bloggaði um í pistlinum "Alveg ágætur Árni Páll".

Það er hins vegar á brattan að sækja fyrir formann Samfylkingunnar og hennar fólk að ná fyrra fylgi svo þeir geti haft einhver alvöru áhrif á öðrum forsendum en sem "varadekk".  Samfylkingin mælist 13% undir kjörfylgi í síðustu kosningum, þegar hinn öflugi Össur Skarphéðinsson leiddi þennan ágæta flokk.

Til samanburðar þá þarf hinn 90 ára gamli Framsóknarflokkur aðeins að bæta við sig um 7% til að ná kjörfylgi í síðustu kosningum.  Það verður spennandi að sjá hvor flokkurinn mun liggja nærri fyrra fylgi í kosningunum í vor!  



mbl.is Ingibjörg Sólrún: Erum orðin fullmótaður flokkur jafnaðarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll tekur af skarið!

 

Árni Páll Árnason tók af skarið á landsfundi Samfylkingarinnar þegar hann sagði  ljóst að Samfylkingin muni ekki fara í ríkisstjórn að loknum kosningum til þess eins að hjálpa Vinstri grænum í væli um vonsku heimsins og til að hrekja bankana úr landi.

Þá sagði hann flokkinn heldur ekki ætla að taka við hlutverki Framsóknarflokksins sem aukadekk íhaldsins.

Árni Páll sýnir enn að þarna er á ferðinni framtíðarleiðtogi Samfylkingarinnar, eins og ég bloggaði um í pistlinum "Alveg ágætur Árni Páll".

Það er hins vegar á brattan að sækja fyrir formann Samfylkingunnar og hennar fólk að ná fyrra fylgi svo þeir geti haft einhver alvöru áhrif á öðrum forsendum en sem "varadekk".  Samfylkingin mælist 13% undir kjörfylgi í síðustu kosningum, þegar hinn öflugi Össur Skarphéðinsson leiddi þennan ágæta flokk.

Til samanburðar þá þarf hinn 90 ára gamli Framsóknarflokkur aðeins að bæta við sig um 7% til að ná kjörfylgi í síðustu kosningum.  Það verður spennandi að sjá hvor flokkurinn mun liggja nærri fyrra fylgi í kosningunum í vor!  


mbl.is „Samfylking fari einungis í stjórn á eigin forsendum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært frumkvæði félagsmálaráðherra

Félagsmálaráðherra tekur afar mikilvægt skref með því  að skoða kosti þess að setja sérstaka löggjöf um úrræði vegna greiðsluerfiðleika. Það er rétt hjá Magnúsi Stefánssyni að það sé mikilvægt að ttryggja skuldurum rétt til þess að sjá sér farborða og heimilisrétt sem tryggir húsnæði sem uppfyllir lágmarkskröfur.

Þetta er jafnvel enn mikilvægara nú í kjölfar þeirra mikilvægu breytinga sem orðið hafa á íbúðalánamarkaðnum, eftir að bankarnir hófu að lána húsnæðislán í íslenskum krónum á eðlilegum vöxtum og gjaldeyrislán sem almenningur hefur að sjálfsögðu nýtt sér.

Gjaldeyrislánin eru að mörgu leyti góð, en ákveðin hætta á tímabundnum, miklum sveiflum á greiðslubyrði vegna breytinga á gengi íslensku krónunar. Slíkar sveiflur geta komið heimilum í mikinn greiðsluvanda. 

Þar sem bankarnir eru eðlilega reknir með kröfu um hámarkshagnað er hætt við að þeir gangi harðar fram í innheimtu skulda en gamli góðið Íbúðalánasjóður sem býður upp á mjög sveigjanlega greiðsluerfiðleikaaðstoð.


mbl.is Félagsmálaráðherra: Mikilvægt að tryggja rétt skuldara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg ágætur Árni Páll

Það var alveg ágætur Árni Páll Árnason í hinum frábæra Morgunhana Jóhanns Haukssonar í morgun. Árni Páll sýndi með sköruglegum málfutningi að þar er á ferðinni öflugt leiðtogaefni, sem Samfylkingunni veitir ekki af. 

Ljóst að Árni Páll verður afar öflugur varaþingmaður á næsta kjörtímabili og mun væntanlega taka við sem leiðtogi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi að fjórum árum liðnum.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband