Frábært frumkvæði félagsmálaráðherra

Félagsmálaráðherra tekur afar mikilvægt skref með því  að skoða kosti þess að setja sérstaka löggjöf um úrræði vegna greiðsluerfiðleika. Það er rétt hjá Magnúsi Stefánssyni að það sé mikilvægt að ttryggja skuldurum rétt til þess að sjá sér farborða og heimilisrétt sem tryggir húsnæði sem uppfyllir lágmarkskröfur.

Þetta er jafnvel enn mikilvægara nú í kjölfar þeirra mikilvægu breytinga sem orðið hafa á íbúðalánamarkaðnum, eftir að bankarnir hófu að lána húsnæðislán í íslenskum krónum á eðlilegum vöxtum og gjaldeyrislán sem almenningur hefur að sjálfsögðu nýtt sér.

Gjaldeyrislánin eru að mörgu leyti góð, en ákveðin hætta á tímabundnum, miklum sveiflum á greiðslubyrði vegna breytinga á gengi íslensku krónunar. Slíkar sveiflur geta komið heimilum í mikinn greiðsluvanda. 

Þar sem bankarnir eru eðlilega reknir með kröfu um hámarkshagnað er hætt við að þeir gangi harðar fram í innheimtu skulda en gamli góðið Íbúðalánasjóður sem býður upp á mjög sveigjanlega greiðsluerfiðleikaaðstoð.


mbl.is Félagsmálaráðherra: Mikilvægt að tryggja rétt skuldara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband