Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Yfirhylming eða hefðbundin tregða embættismannakerfisins?

Yfirhylming eða hefðbundin tregða embættismannakerfisins - það er stóra spurningin!

Það voru skelfileg mistök af síðustu ríkisstjórn að setja ekki strax í október á fót embætti sérstaks ríkissaksóknara til að skoða bankahrunið - heimild dómsmálaráðherra til þess var til staðar.

Það hefði verið unnt að frysta eignir auðmanna sem grunaðir voru um saknæmt athæfi strax í nóvember ef ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hefði staðið sig í stykkinu. Það er til þess lagaheimild.

Nú óttast menn að sú töf sem varð á skipan sérstaks saksóknara hafi orðið til þess að auðmenn sem mögulega voru með óhreint mjöl í pokahorninu hafi bæði komið undan eignum og falið slóð sína.

Hægagangur í skilum á gögnum til nýskipaðs saksóknara er afar slæmur og lyktar í nefi almennings sem yfirhylming.

Almenningur treystir ekki lengur embættismannakerfinu enda virðist sem ákveðinn hluti þess sé framlenging af Sjálfstæðisflokknum eftir allt of langa samfellda valdatíð þeirra - eins og fram kom í yfirliti DV á dögunum - án þess ég sé að kasta rýrð á einstaka embættismenn.

Þekki það mikið til þess ágæta kerfis til þess að vita að langstærsti hluti embættismanna eru heiðarlegir, vinnusamir og leggja mikla áherslu á jafnræði og fagleg vinnubrögð - þótt sumir hafi fyrst hugsað um Sjálfstæðisflokkinn og síðan um þjóðina.

Það breytir því ekki að almenningur treystir embættismönnum ekki allt of vel eins og fram kemur í könnun Gallup um traust hinna ýmsu aðilja og stofnana í samfélaginu.

Þess vegna er það afar slæmt að það sé upplýsingatregða frá eftirlitsstofnunum til sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins.

Það sem fyrst kemur upp í huga fólks er yfirhylming þó ég geri ráð fyrir að frekar sé um hefðbundna tregðu innan embættismannakerfisins að ræða.

Embættismannakerfið verður að bregðast við með því að skila málum og gögnum til ríkissaksóknarans eins hratt og vel og unnt er. Annars byggist upp alvarleg tortryggni sem erfitt verður að vinna bug á - hvað þá að endurreisa traustið.

Að lokum til þeirra sem væntanlega munu setja fram athugasemdir:

Já, ég veit að það eru fleiri en bara Sjálfstæðismenn í embættismannakerfinu!


mbl.is Tregða við upplýsingagjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sólarglæta í kynjahalla ríkisstjórnarinnar

Hulda Dóra Styrmisdóttir sem stjórnarformaður Kaupþings er sólarglæta í þeim kynjahalla ríkisstjórnarinnar sem ég gagnrýndi í síðasta bloggi: Enn brýtur ríkisstjórnin gegn jafnrétti kynjanna

Hulda Dóra er úrvalsmanneskja í starfið, en ég hef að undanförnu unnið með henni sem varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkur.

En mín skoðun er sú að það hefði verið betra að hafa jafnari kynjahlutfall í Seðlabanka og samninganefndum í stað þess að hafa allar úrvalskonurnar á einum stað!


mbl.is Aðeins konur í stjórn Nýja Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn brýtur ríkisstjórnin gegn jafnrétti kynjanna

Ríkisstjórn Samfylkingar og VG virðist afar einbeitt í að brjóta gegn meintri stefnu sinni um jafnrétti kynjanna. Skemmst er að minnast áberandi kynjahalla við skipan í viðræðunefndir ríkisstjórnarinnar vegna samninga um fjármálaskuldbindingar Íslendinga erlendis.

Nú æpir skortur á konum í forystu Seðlabankans á þjóðina.

Held það þurfi jafnréttisins vegna að fá Framsókn aftur í ríkisstjórn - en eins og þjóðin eflaust man - þá var Framsóknarflokkurinn í forystu þegar kom að jafnrétti kynjanna - en flokkurinnv ar fyrstur flokka með jafn margar konur og karla sem ráðherra í ríkisstjórn.

Þá var jöfn kynjaskipting í síðustu kosningum þar sem konur leiddu 3 kjördæmi og karlar 3.

Minni á fyrra blogg mitt: Kynjakvóta í stjórnendateymi Seðlabankans?


mbl.is Nýr seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran eini raunhæfi valkosturinn

Evran er eini valkostur okkar Íslendinga í gjaldmiðilsmálum. Norðmenn hafa útilokað norsku krónuna. Danir naga á sér handabökin yfir að hafa ekki takið upp Evruna enda tapa þeir verulegum fjármunum og greiða mun hærri vexti en þörf er á.

Við verðum að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið strax í kjölfar kosninga í vor og stefna á Evru.


mbl.is Telja gjaldeyrissamstarf Íslands og Noregs óraunhæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vetrarfrí og sveitarsæla

Vetrarfrí hjá strákunum. Gott að fá aukadaga með börnunum. Farinn í sveitina vestur í Hnappadal. Vonandi komumst við á hestbak. Allavega náum við að gefa fénu og fá okkur frískt fjallaloft.

Sjálfstæðisflokkurinn er óstjórntækur og Kata er flott!

Sjálfstæðisflokkurinn er óstjórntækur í augnablikinu og Katrín Jakobsdóttir er að standa sig afbragðs vel. Þar erum við Birkir Jón sammála!

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er að líkindum sú versta í sögu lýðveldisins. Sú eiturblanda er ekki góð fyrir þjóðina.

Samfylkingin þarf að taka sig á til að verða stjórntæk - (hef ég einhverntíma sagt þetta áður?).

Lykillinn að farsælli stjórn er Framsóknarflokkurinn. Hvort sem mönnum líkar það betur eður verr!

Ég vona að Samfylkingin nái að vinna sig út úr núverandi innanflokkserfiðleikum sínum.

Ég vona líka að Sjálfstæðisflokkurinn sinni kalli tímans um endurnýjun.

Við þurfum nefnilega - þjóðarinnar vegna - að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur séu starfhæfir flokkar - hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu.

 

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn óstjórntækur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamleg viðbót við Seðlabankafrumvarpið

Tveggja daga bið skilaði skynsamlegri viðbót við Seðlabankafrumvarpið. Skynsamlegri viðbót sem kom í kjölfar lesturs skýrslu ESB.

Það þurfti ekki að fara af saumunum út af þessari frestun - en því er ekki að neita að umhverfið um Seðlabankann breyttist í millitíðinni þegar Seðlabankastjóri í Kastljósi undirstrikaði enn klúður Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í síðustu ríkisstjórn.

Reyndar var ýmislegt fleira athuglisvert sem kom fram...

... en frumvarpið verður eflaust afgreitt sem lög á morgun.


mbl.is Peningastefnunefnd skal gefa út viðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfall fyrir ríkisstjórnina - en ég er til að taka að mér þetta fórnfúsa starf fyrir þjóðina!

Það hlýtur að vera áfall fyrir ríkisstjórnina að Gunnar Örn Kristjánsson hafi ekki treyst sér til að sitja nema í örfáar klukkustundir í bankaráði Kaupþings.

Hefði ekki átt að undirbúa málið betur og ganga frá því fyrirfram að starf hans í bankaráðinu sé ekki "viðameira og fela í sér meiri bindingu en hann hefur aðstöðu til að inna af hendi."

Ef ríkisstjórnin er í vandræðum þá hefur aðeins hægst um hjá mér í ráðgjöfinni undanfarna daga þannig að ég hef svigrúm til að taka að mér stjórnarsetu í Kaupþingi.  Mér væri það sönn ánægja að taka að mér það fórnfúsa starf fyrir þjóðina!


mbl.is Gunnar Örn hættir í bankaráði Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samþykkir minnihlutastjórnin hryðjuverkalög á Ísland?

Má skilja niðurstöðu minnihlutastjórnar Íslands þannig að ríkisstjórnin samþykki hryðjuverkalögin á Ísland? Höfðu breskt stjórnvöld ástæðu til þess að setja hryðjuverkalög á Ísland?

Ef svo er krefst ég að fá þær upplýsingar upp á borðið.

Ef ekki - þá mæli ég með að Framsóknarflokkurinn hætti að verja ríkisstjórnina falli!


mbl.is Hætt við málssókn gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víst hefði aukin bindiskylda dregið úr þenslu og íbúðalánum bankanna

Víst hefði aukin bindiskylda og harðari lausafjárreglur orðið til þess að draga úr hömlulausum fasteignatryggðum útlánum bankanna haustið 2004. Með slíkum aðgerðum hefði Seðlabankinn dregið úr þenslu og stórhækkunar íbúðaverðs.

Við værum í annarri stöðu með íbúðalánin og eignastöðu heimilanna ef Seðlabankinn hefði staðið sig í stykkinu 2003 og 2004.

Þá væri óþarfi að færa niður íbúðalánaskuldir bankanna um 20%.


mbl.is Aukin bindiskylda hefði engu máli skipt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband