Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Neyðarmóttaka vegna nauðgana lamast Ögmundur!

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra!

Þú getur ekki liðið slíka aðför að Neyðarmóttöku vegna nauðgana sem nú er í gangi!

Svo virðist vera að öllum sérþjálfuðum hjúkrunarfræðingum sem hafa sinnt Neyðarmóttöku vegna nauðgana, á Landsspítalanum, verði sagt upp störfum frá og með næstu mánaðarmótum. Það þýðir í raun endalok Neyðarmóttöku vegna nauðgana í þeirri mynd sem hún hefur verið.

Neyðarmóttakan var upphaflega hugsuð þannig að sérþjálfað teymi lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa tæki á móti fórnarlömbum nauðgana. Félagsráðgjöfunum var hins vegar sagt upp fyrir nokkrum árum og þá áttu hjúkrunarfræðingar að taka við starfi þeirra.  Nú er búið að segja hjúkrunarfæðingunum upp!

Hvaða skilaboð eru þetta til fórnarlamba nauðgana?

Á þeim 15 árum sem móttakan hefur starfað hafa tæplega 1.700 konur og nokkrir karlar leitað til móttökunnar. Þar hefur verið unnið frábært starf með fórnarlömbum nauðgunar, ekki hvað síst það andlega áfall sem nauðgun veldur. Með uppsögnunum er tapast mikil reynsla sérhæfðra hjúkrunarfræðinga.

Hver á þá að aðstoða fórnarlömb nauðgana?


Rangfærslur á forsíðu Morgunblaðsins um lán Íbúðalánasjóðs

Það var sláandi að sjá rangfærslur á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Rangfærslur sem ég sé ekki hvort eru Morgunblaðsins eða ASÍ.

Á forsíðunni er tafla þar sem sett eru upp dæmi um 25 milljón króna 100% lán frá Íbúðalánasjóði.

Vandamálið er bara að hámarsklán Íbúðalánasjóðs er 20 milljónir og sjóðurinn hefur aldrei lánað 100% lán.

Við fyrstu sýn virðist þetta smámál - en ef það er sett í samhengi við alvarlegar ranghugmyndir sem margir hafa um meintan þátt Íbúðalánasjóðs í þenslu áranna 2004-2006 - þá horfir málið öðruvísi við.

Á þeim tíma voru það bankarnir sem lánuðu óhófleg lán - allt að 100% af markaðsvirði eigna og án hámarkslánsfjárhæðar. Óhóflegur austur lánsfjár frá bönkunum inn á íbúðalánamarkaðinn á ekki hvað sístan þátt í bankahruninu og núverandi ástandi efnahagslífsins.

Íbúðalánasjóður var hins vegar með hófleg hámarkslán og eftir að bankarnir höfðu boðið óheft allt að 100% íbúðalán af markaðsvirði - hóf Íbúðalánasjóður að bjóða hófleg lán allt að 90% af verði íbúðar - sem reyndar náðist sjaldnast þar sem lánið takmarkaðist af brunabótamati og lágri hámarksfjárhæð.

Reyndar áttu 90% lán til kaupa á hóflegu húsnæði ekki að hefjast fyrr en vorið 2007 - ef efnahagsástandið leyfði - en þar sem bankarnir höfðu þegar sprengt allt efnahagslíf í loft upp með allt að 100% láni án hámarksfjárhæðar - skipti 90%  lán Íbúðalánasjóðs engu til eða frá efnahagslega.


mbl.is Með húseignir í mínus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausnin er að bíða í tvo daga

Lausnin er einföld fyrst meirihluti viðskiptanefndar vill bíða eftir skýrslu ESB. Bíða í tvo daga. Davíð tveimur dögum lengur í Seðlabankanum munar ekki öllu úr því sem komið er. Óþarfi að fara af límingunum.


mbl.is Lausn ekki fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klækjastjórnmálamaðurinn Dagur B. í stuði

Dagur B. Eggertsson er afar duglegur í fréttatilkynningum þessa dagana.

Efni þeirra er svona og svona - en þar er oft gefið í skyn að Samfylkingin hafi einhverja sérstöðu um hin ýmsu mál. Tillögur að siðareglum vill hann núna gera að sérstöku máli Samfylkingar og gefur í skyn að Framsóknarmenn dragi lappirnar - án þess að segja það beint.

Sannleikurinn er reyndar sá að við í borgarstjórnarflokki Framsóknar vorum að fá tillögu að siðareglum í hendurnar í dag og munum taka afstöðu til þeirra á vikulegum fundi okkar á mánudaginn næsta.

Þá er vert að minna á að það var Framsóknarflokkurinn sem gekk fram fyrir skjöldu á Alþingi á sínum tíma og birti opinberlega eignir og eignatengsl þingmanna sinna.

Reyndar er fyrirsögn fréttar mbl.is villandi - því það er verið að ræða siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg - en ekki siðareglur Framsóknarflokksins.

En það er vert að upplýsa að Framsóknarflokkurinn er með í undirbúningi siðareglur fyrir flokksmenn sína.

Eftirfarandi var samþykkt á síðasta flokksþingi:

Ályktun um siðareglur Framsóknarflokksins

Markmið

Að Framsóknarflokkurinn verði í fararbroddi í siðbót íslenskra stjórnmála.

Leiðir

Að Framsóknarflokkurinn setji siðareglur fyrir þá sem starfa í umboði flokksins.

Fyrstu skref

Framkvæmdastjórn flokksins skipi nefnd sem vinni drög að siðareglum Framsóknarflokksins.

Þeirri vinnu skal vera lokið fyrir næstu kosningar. Í nefndinni skulu eiga sæti 1 fulltrúi fyrir hvert kjördæmasamband, þó tveir fyrir Reykjavík, og einn fulltrúi frá hvoru sérsambandi flokksins.

Framkvæmdastjórn skipar sjálf formann nefndarinnar.


mbl.is Beðið eftir siðareglum Framsóknarflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákveðið fast hlutfall tekna fari í afborganir íbúðalána

Það er ljóst að greiðslubyrði almennings af lánum hefur stóraukist og fjölmörg heimili eru að sligast.  Fjölomörg heimili eru að greiða miklu meira en fjórðung innkomu sinnar í afborganir og vextir af lánum.

Ég hef sett fram aðgerð sem getur skipt sköpum fyrir heimilin sem eru að sligast undan greiðslubyrðinni.

Hef talað fyrir þessari leið frá því í haust - meðal annars á blogginu. Setti hugmyndina í minnisblað þegar ljóst var að ný ríkisstjórn væri að komast á koppinn. Birti þetta enn einu sinni:

Aðgerðir vegna greiðslubyrði íbúðalána

 Há greiðslubyrði íbúðalána ógnar stöðu fjölmargra íslenskra heimila í þeirri efnahagslægð sem nú gengur yfir.  Hættan á greiðsluþroti fjölda heimila sem leiðir af sér greiðslufall vegna íbúðalánas ógnar stöðu Íbúðalánasjóðs og annarra fjármálafyrirtækja. Markmið stjórnvalda í þessari stöðu hlýtur að vera sú að tryggja heimilum bærilegri greiðslubyrði vegna íbúðalána svo heimilin komist ekki í greiðsluþrot og jafnframt að tryggja Íbúðalánasjóði og öðrum fjármálafyrirtækjum sem veitt hafa heimilunum íbúðalán öruggt greiðsluflæði til að stöðu þeirra sé ekki ógnað. Það er ljóst að framtíðarfyrirkomulag íbúðalána og húsnæðisbóta getur ekki verið verkefni minnihlutastjórnar sem starfar nánast sem starfsstjórn fram að kosningum þar sem þjóðin mun endurnýja pólitískt umboð Alþingis. Hér á eftir koma tillögur að bráðabirgðaaðgerðum sem tryggja hóflega greiðslubyrði heimilanna og tryggja öruggt fjárstreymi til fjármálafyrirtækja vegna íbúðalána á næstu mánuðum og misserum. 

Greiðslubyrði fast hlutfall af brúttó innkomu

 Greiðendum íbúðalána verði gefinn kostur á að greiða ákveðið fast hlutfall brúttó innkomu sinnar  20% sem greiðslu af íbúðalánum sínum.. Íbúðalánasjóði, ríkisbönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum sem lánað hafa íbúðalán verði gert skylt að heimila lántakendum að velja tímabundið slíkt fast greiðsluhlutfall.  Gengið verði síðar frá uppgjöri á greiðslu mismunar lægri greiðslu vegna hins fasta hlutfalls og fjárhæðar hefðbundinnar afborgunar íbúðalánsins. 

Hefðbundin vísitölutryggð lán

Mismunur á greiðslu vegna hins fasta hlutfalls og fjárhæðar hefðbundinnar afborgunar íbúðalánsins verði fryst og bætist við höfuðstól lánsins um áramót. Ákvörðun um meðferð mismunarins til lengri tíma verði tekin að 3 árum liðnum.  Möguleika á meðhöndlun hærra láns gera þá orðið lenging láns ef greiðslubyrði er og há og í einhverjum tilfellum möguleg afskrift hluta lánsins. Ákvörðun um slíkt verði í höndum nýrrar ríkisstjórnar.

Gjaldeyrislán

Haldið verði utan um greiðsluflæði vegna gjaldeyrislána í íslenskum krónum. Uppgjör á greiðslum vegna gjaldeyrisláns verði um hver áramót. Ákvörðun um  hvort miðað verði við þá gengisvísitölu sem ríkir um áramót eða að uppgjör verði gert á sérstaklega ákveðinni gengisvísitölu verðu tekin þegar þar að kemur enda er ekki um endurgreiðslu ríkisbankanna á fjármögnun gjaldeyrislánanna að ræða fyrr en síðar.  

Hefðbundin vísitölutryggð lán

Ríkisbönkum verði gert skylt að veita viðskiptavinum sínum sambærilega greiðsluerfiðleikaaðstoð og hefðbundin greiðsluerfiðleikaaðstoð Íbúðalánasjóðs.


mbl.is Fjórðungur tekna í afborganir og vexti af lánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrásarvíkingana á válista...

... enda eru þeir í útrýmingarhættu ekki satt?
mbl.is Útrásarvíkingana á válista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarkúrsar í háskóla í stað sumarvinnu sem ekki fæst!

Í núverandi atvinnu- og efnahagsástandi er ástæða til þess að menntamálaráðherra taki höndum saman með rektorum háskólanna á Íslandi um að stórauka framboð á sumarkúrsum svo stúdentar geti nýtt dýrmætan tíma til menntunar meðan skortur er á atvinnu fyrir skólafólk.

Þá ætti einnig gefa háskólanemum kost á að vinna að verkefnum á fagsviðum sínum fyrir fyrir ríki og borg, verkefnum sem geta gefið háskólaeiningar og orðið stúdentum dýrmæt í ferilskrá þeirra.

Menntamálaráðherra verður náttúrlega að fá félaga sinn í fjármálaráðuneytinu í fjármögnun sumarkúrsa, þrátt fyrir þörf á niðurskurði í ríkisútgjöldum.

Það er unnt að skipuleggja þetta ef menn fara strax af stað!


mbl.is Háskólar kynna námsframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu tímabær breyting á stjórnun Landspítalans

Það er blóðugt eftir margra ára raunaukningu á fjárframlögum til Landspítalans í tíð heilbrigðisráðherra Framsóknarflokksins að nú þurfi að skera hastarlega niður á spítalanum og grípa til uppsagna.

En sú skipulagsbreyting sem fyrirhugað er að gera á skipulagi og stjórnun á einstökum sviðum Landspítalans er löngu tímabær. Tvíhöfðastjórnun sviða þar sem annars vegar læknar hafa séð um einn þátt stjórnunar og hjúkrunarfræðingar aðra hefur aldrei verið fullkomlega í lagi.

Framsóknarráðherrarnir áttu fyrir löngu að vera búnir að breyta því fyrirkomulagi.

Skipulagssbreytingin á að verða til markvissari og betri stjórnunar sem feli í sér sparnað.

Það verður hins vegar athyglisvert að sjá hverjir verða ráðnir sem stjórnendur sviðanna. Væntanlega og vonandi blanda heilbirgðisstétta með góða stjórnunarmenntun samhliða heilbrigðismenntuninni. Þar er staðreyndin reyndar sú að stétt hjúkrunarfræðinga stendur líklega betur í stjórnunarfræðunum en stétt lækna, en hjúkrunarfræðingar hafa verið mjög duglegir að sækja sér viðbótarmenntun á sviði stjórnunar.

Fyrst ég er farinn að tala um stjórnunarmenntun og heilbrigðiskerfið - þá er vert að minna á mjög athyglisvert nám í Háskólanum á Bifröst í stjórnun heilbrigðissþjónustu!


mbl.is Uppsagnir fyrirhugaðar á Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frederic S. Mishkin og Tryggvi Þór eru öruggleg gáttaðir

Frederic S.  Mishkn og frambjóðandinn Tryggvi Þór Herbertsson eru öruggleg ennþá gáttaðri en aðrir sérfræðingar, en fræg skýrsla þeirra var til þess á sínum tíma að þagga niður gagnrýnisraddir á stefnu íslensku bankanna og styrk efnahagslífsins.

Það má jafnvel leiða rökum að því að skýrslan hafi ollið enn dýpri kreppu á Íslandi enn annars hefði orðið.

Tryggvi Þór þarf að halda vel á spöðunum til að verjast slíkri gagnrýni.

Það er reyndar athyglisvert að skoað til dæmis Fréttabréf Fjármálaráðuneytisins þegar skýrslan kom út:

Út er komin ný skýrsla um fjármálastöðugleika á Íslandi eftir Frederic S. Mishkin og Tryggva Þór Herbertsson þar sem tekið er undir margt af því sem fjármálaráðuneytið hefur látið frá sér fara um ástand íslenskra efnahagsmála um þessar mundir.

Því miður höfðu hvorki fjármálaráðuneytið né þeir félagar Frederic S. Mishkin og Tryggvi Þór Herbertsson rétt fyrir sér.

Skýrslan: Financial Stability in Iceland


mbl.is Jafnvel sérfræðingar eru gáttaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþýðubankinn hefði verið betra nafn

Alþýðubankinn hefði verið miklu betra nafn á Glitni - enda bankinn kominn í eigu íslenskrar alþýðu gegnum ríkið.

Það stakk mig reyndar markaðssetning Glitnis/Íslandsbanka - sem reynir - eins og Kaupþing áður - að láta sem bankinn sé af góðsemi sinni að fella niður uppgreiðslugjald af íbúðalánumsínum.

Sannleikurinn er nefniæega sá að bankinn stórgræðir á uppgreiðslum, eing og ég rakti í bloggi mínu: Kaupþing stórgræðir á uppgreiðslu lána


mbl.is Glitnir breytist í Íslandsbanka á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband