Enn brýtur ríkisstjórnin gegn jafnrétti kynjanna

Ríkisstjórn Samfylkingar og VG virðist afar einbeitt í að brjóta gegn meintri stefnu sinni um jafnrétti kynjanna. Skemmst er að minnast áberandi kynjahalla við skipan í viðræðunefndir ríkisstjórnarinnar vegna samninga um fjármálaskuldbindingar Íslendinga erlendis.

Nú æpir skortur á konum í forystu Seðlabankans á þjóðina.

Held það þurfi jafnréttisins vegna að fá Framsókn aftur í ríkisstjórn - en eins og þjóðin eflaust man - þá var Framsóknarflokkurinn í forystu þegar kom að jafnrétti kynjanna - en flokkurinnv ar fyrstur flokka með jafn margar konur og karla sem ráðherra í ríkisstjórn.

Þá var jöfn kynjaskipting í síðustu kosningum þar sem konur leiddu 3 kjördæmi og karlar 3.

Minni á fyrra blogg mitt: Kynjakvóta í stjórnendateymi Seðlabankans?


mbl.is Nýr seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigum við þá að taka óhæfari aðila fram yfir þann hæfa byggt á kynferði? 

En þess utan þá stangast þetta á við stjórnarskrána ;)

karl (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 11:50

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Marti!

Finnst þér Sjálfstæðisflokkurinn hafa staðið sig í jafnréttismálunum?

Það er óþarfi að fara af límingunum þótt ég gagnrýni það sem gagnrýnivert er hjá ríkisstjórninni! Það undirstrikar bara að Framsóknarflokkurinn er nauðsynleg kjölfesta í miðju-vinstristjórn.

Hallur Magnússon, 27.2.2009 kl. 12:03

3 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Þetta er hárrétt, vinstri menn hafa alltaf sagt eitt og gert annað.

Öll þessi jafnréttisumræða er eingöngu til þess fallin að veiða atkvæði.

Fyrir utan það, eru allar jafnréttisáætlanir tóm þvæla, því hæfasti einstaklingurinn á að vera ráðinn í hvert skipti. Þá skipta kynfærin engu.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 27.2.2009 kl. 12:06

4 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Óskar:

Hvað með Aðstoðar-Seðlabankastjórann sem var ráðinn. Hann heitir Arnór, það er ekki kvennmannsnafn er það ?

Þannig að það eru tveir karlmenn ráðnir.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 27.2.2009 kl. 12:15

5 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Eins og ég sagði hér að ofan:"

Fyrir utan það, eru allar jafnréttisáætlanir tóm þvæla, því hæfasti einstaklingurinn á að vera ráðinn í hvert skipti. Þá skipta kynfærin engu."

Það sem ég er gagnrýninn á er einmitt þetta feministabull, en þá heldur bull vinstri flokkanna sem hafa vælt og vælt yfir jafnrétti, kynjakvóta og fléttulistum. En þegar svo loks þau geta haft áhrif á einhverjar ráðningar, þá setja þau þessi sömu "jafnréttissjónarmið" fyrir aftan sig.

Þetta er i bund og grund vinstri menn að störfum, þeir segja eitt, og gera annað.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 27.2.2009 kl. 12:31

6 identicon

Hvað er þetta, er síðan að fyllast af pungrottum og karlrembum?

Hæfasti einstaklingurinn? Skyldi það vera karlmaður sem langoftast skilgreindi það hverju sinni.

Jón Tynes (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband