Áfall fyrir ríkisstjórnina - en ég er til að taka að mér þetta fórnfúsa starf fyrir þjóðina!

Það hlýtur að vera áfall fyrir ríkisstjórnina að Gunnar Örn Kristjánsson hafi ekki treyst sér til að sitja nema í örfáar klukkustundir í bankaráði Kaupþings.

Hefði ekki átt að undirbúa málið betur og ganga frá því fyrirfram að starf hans í bankaráðinu sé ekki "viðameira og fela í sér meiri bindingu en hann hefur aðstöðu til að inna af hendi."

Ef ríkisstjórnin er í vandræðum þá hefur aðeins hægst um hjá mér í ráðgjöfinni undanfarna daga þannig að ég hef svigrúm til að taka að mér stjórnarsetu í Kaupþingi.  Mér væri það sönn ánægja að taka að mér það fórnfúsa starf fyrir þjóðina!


mbl.is Gunnar Örn hættir í bankaráði Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Hvaða þjóðþrifamál myndir þú leggja áherslu á í slíku starfi?

Héðinn Björnsson, 25.2.2009 kl. 16:54

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hvers vegna trúirðu því að hann hafi valið að fara sjálfur Hallur?

Þessi ráðning var einfaldlega stórkostleg mistök af hálfu Steingríms J. Enn ein einræðis ákvörðunin sem að hann hefur tekið síðan hann komst til valda.

Mér skilst að þingflokki VG sé farið að undra verulega samskiptaleysið við Steingrím.

Baldvin Jónsson, 25.2.2009 kl. 16:58

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Gunnar Örn getur seint talist trúverðugur einstaklingur á tímum sem þessum.

Maður sem nýlega að virðist "týndi" bílnum sínum þegar Lýsing ætlaði að sækja hann, maður sem fékk 80 milljóna starfslokasamning hjá SÍF og samdi þá meðal annars um að fara ekki í samkeppni við þá - sneri sér við og fór samstundis með nokkrum lykilstarfsmönnum SÍF í útflutning í samkeppni við SÍF (reyndar var sonur hans skráður fyrir þeim rekstri).  Afglöpin hans í máli Læknafélagsins og svo nú síðast rak hann stöndugt og vel rekið fyrirtæki í áratugi, Ormsson, í þrot á mettíma og endaði það mál á því að Landsbankinn þurfti að taka yfir rekstur þess.

Er þetta trúverðugleikinn sem Steingrímur lofaði okkur?

Svei mér þá, er kominn í hita. Verð líklega að skrifa um þetta mál bara hjá mér sjálfum til að taka ekki yfir þessar vangaveltur hér :P

Baldvin Jónsson, 25.2.2009 kl. 17:03

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Héðinn!

Þú segir nokkuð! 

En það er ekki galin hugmynd að spyrja fólk hvaða áherslur það muni hafa í störfum sínum í nefndum fyrir ríkið vs. þjóðina.

Leyfðu mér að sofa á þessu :)

Hallur Magnússon, 25.2.2009 kl. 17:03

5 identicon

Af því að þú hefur ekki bloggað um þetta:

Minn kæri Hallur, er þetta ekki rétt?  Vilhjálmur Þorsteinsson skrifar

25.2.2009 | 00:45
Gæti 20% skuldaniðurfærsla gengið upp?

Í síðustu færslu fjallaði ég um tillögur Framsóknar í efnahagsmálum.  Ein af þeim er um 20% niðurskrift húsnæðisskulda almennings, og verðskuldar málefnalega umræðu.  Sú leið er engan veginn gallalaus, en það sama má sennilega segja um alla aðra mögulega leiki í stöðunni.

Til að skýra betur hvað Framsókn er að meina, eins og ég skil það, þá er dæmið einhvern veginn svona:

   1. Jón og Gunna skulduðu Gamlabanka 100 kr.
   2. Gamlibanki afskrifar allar húsnæðisskuldir um t.d. 40% (mat á lánasöfnum er

í gangi þessa dagana á vegum skilanefnda og FME, og á að ljúka fyrir 15. apríl). 

Skuld Jóns og Gunnu er því metin á 60 kr. og hún er færð yfir í Nýjabanka á því mati.  Athugið að það eru kröfuhafar bankanna sem tapa 40 kr. í þessu dæmi, en þeir hafa þegar afskrifað lungann af sínum kröfum.
   3. Nýibanki selur Íbúðalánasjóði (ÍLS) skuldina á 60 kr. og losnar við hana úr sínum bókum.
   4. Í stað þess að rukka Jón og Gunnu um 100 kr. - og hér kemur framsóknartrixið - færir ÍLS höfuðstólinn niður í 80 kr. og rukkar Jón og Gunnu um þá upphæð (og vexti af henni).  ÍLS tapar aðeins peningum á þessu ef, og að því marki sem, allir Jónar og Gunnur eru að meðaltali borgunarfólk fyrir minna en 60 kr. af þessum 80 krónum.

Framsóknartrixið veldur ÍLS (=skattborgurum) aðeins búsifjum ef

meðaltalsinnheimtan verður innan við 60 kr. af þeirri ástæðu að Jón og Gunna eru rukkuð um 80 kr. en ekki 100 kr.  Þau tilvik sem skipta máli í því sambandi eru þau þar sem Jón og Gunna hefðu getað borgað 100 kall en sleppa við það af því þau eru aðeins rukkuð um 80 kall.  En á það ber að líta á móti að hagkerfið hressist við niðurskriftina og fleiri færast upp fyrir 60 krónu greiðslugetumarkið.Ergó, nokkuð flókið líkan þarna á ferð, en ekki útilokað að það geti gengið upp.

Stærsta spurningin er hvaða afskrift kröfuhafar gömlu bankanna sætta sig við.  Ein leið til að ákveða hana er einfaldlega að bjóða upp húsnæðislánasöfn gömlu bankanna og selja þau hæstbjóðanda.  Kröfuhafarnir gætu þá sjálfir boðið það sem þeir teldu lágmarksverð fyrir söfnin, en ÍLS væri falið að bjóða verð sem gæfi
færi á raunhæfri afskrift eins og þeirri sem hér er lýst.
Óvenjuleg vandamál kalla á óvenjulegar lausnir.  Er þetta ein af þeim?

-0-

? kv gb 

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 17:20

6 Smámynd: Hallur Magnússon

20% niðurfærsluleið Framsóknar gengur fullkomlega upp gefið að kröfuhafar sem nú hafa flestir fært eign sína í íslensku skuldabréfunum jafnvel niður fyrir 10% sætta sig við 50% - sem er náttúrlega mun hærra en þeir gera nú ráð fyrir að fá - og að ég tala nú ekki um að stærstu kröfuhafarnir fái einnig hlut í íslenskum banka.

Fullyrðingar ráðherra í ríkisstjórninni um að þetta gangi ekki og setji Íbúðalánasjóð á hausinn eru hreinlega rangar - miðað við að gefna forsendur fyrir niðrufærslu krafna kröfuhafa standist.

Það er hins vegar rétt að ef Íbúðalánasjóður fær lánin til sín á með 100% kröfu og lækka hana í 80% - þá fer hann á hausinn - en tillagan gerir ráð fyrir að niðurfærsla lánasafnsins hafi farið fram áður en það kemur til Íbúðalánasjóðs.

Ástæðan fyrir því að Íbúðalánasjóði er falið að sjá um lánin og niðurfærslu til skuldara er meðal annars að tryggja samkvæmni, samræmi og jafnræði

Hallur Magnússon, 25.2.2009 kl. 17:29

7 identicon

Takk -skoða þetta.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband