Valgerður blómstrar sem utanríkisráðherra

Valgerður Sverrisdóttir hreinlega blómstrar sem utanríkisráðherra. Ég spái því að hennar verði ekki fyrst og fremst minnst sem fyrstu konunnar sem gegnir embætti utanríkisráðherra á Íslandi, heldur verði hennar minnst vegna góðra og merkra verka sinna.

Sem dæmi um góð verk Valgerðar er gjörbreytt ásýnd Íslendinga á sviði friðargæslu til hins betra. Ekki það að Íslendingar hafi haft slæma ásýnd, því fer fjarri lagi, en áherslur Valgerðar hafa undirstrikað uppbyggjandi, jákvæðan og friðsaman anda íslensku friðargæslunnar

Þá hefur hún staðið fast í ístaðinu hvað varðar skipan sendiherra og ekki látið eftir að skipa nýja sendiherra hægri vinstri þrátt fyrir mikinn pólitískan þrýsting.

Nú sýnir Valgerður enn djörfung og jákvæða festu með yfirlýsingu um að hún vilji að tekin verði upp eðlileg samskipti við heimastjórn Palestínu eins og Norðmenn hafa þegar gert, þrátt fyrir að Bandaríkin og Evrópusambandið hyggist ekki gera slíkt.

Þetta er frábært hjá Valgerði.

Um þetta var fjallað í útvarpinu í kvöld sbr. eftifarandi:

Ráðherra vill samskipti við Palestínu

Vill eðlileg samskipti við
Palestínumenn
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra vill að tekin verði upp eðlileg samskipti við heimastjórn Palestínu eins og Norðmenn hafa þegar gert. Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið ætla ekki að viðurkenna stjórnina.

Ný samsteypustjórn Fatah og Hamas var mynduð í Palestínu í síðasta mánuði. Norðmenn viðurkenndu stjórnina fyrstir Evrópuþjóða og ætla að taka upp stjórnmálasamband við Palestínu en gera ráð fyrir að stjórnin virði gerða samninga, hafni ofbeldi og viðurkenni tilvist Ísraelsríkis. Evrópusambandið og Bandaríkjastjórn ætla að óbreyttu hvorki að viðurkenna nýja þjóðstjórn Palestínumanna, né aflétta banni á viðskiptum, aðstoð og styrkveitingum til þeirra.

Valgerður segir að vissulega sé um áherslubreytingu að ræða en að mikilvægt sé að þarna sé starfhæf stjórn sem alþjóðasamfélagið eigi samskipti við. Hún telur aðrar Norðurlandaþjóðir, til dæmis Svía, sömu skoðunar. Mahmúd Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, fundaði einmitt í dag með Reinfeld, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Carli Bildt utanríkisráðherra í Stokkhólmi.

Valgerður mun leggja það til á næstunni að tekin verði upp eðlileg samskipti við heimastjórn Palestínu hvar og hvenær er ekki vitað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Já það verður að segjast eins og er að þetta hljómar ágætlega alltsaman, en væri það ekki betra til lengri tíma litið að hafa utanríkisráðherra sem kann meira í úttlensku?

Jón Þór Bjarnason, 19.4.2007 kl. 23:03

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Valgerður kann mikið í útlensku! Bæði skandinavísku (norsku) og ensku. Það er ósanngjarnt að ráðast að Valgerði fyrir að hafa í einu tilfelli verið stirð við að lesa skrifaðan texta á ensku sem hún hafði ekki samið sjálf.

Annars eru það aðrir þættir en tungumál sem skipta sköpum í embættið. Talandi um tungumál. Forseti Bandaríkjana kann voða lítið í útlensku - á reyndar á stundum  í erfiðleikum með sitt eigið tungumál! Ekki hefur það skipt sköpum í hans starfi

Hallur Magnússon, 20.4.2007 kl. 10:17

3 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Talandi um tungumál ! Hér er Frú Valgerður í kaffiboði hjá Sigríði Dúnu í S-Afríku  Tengill : http://kjarval.blog.is/blog/kjarval/entry/147526

Birgir Guðjónsson, 21.4.2007 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband