Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Davíð konungir lætur ekki segja sér fyrir verkum!

Davíð konungur lætur ekki segja sér fyrir verkum!

Nema hann sé að hætta!


mbl.is Davíð frestar komu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liðkum fyrir góðum endurbótalánum til þeirra sem enn eiga peninga og veðrými!

Liðkum fyrir góðum endurbótalánum til þeirra sem enn eiga peninga og gott veðrými. Einnig til húsfélaga sem þurfa að fara í eðlilegt viðhald.

Það er nóg að eignir brenni upp í heimatilbúnu verðbólgubáli - sem að hluta til brann vegna þess að "´sérfræðingarnir" vildu ekki leiðrétta mælingu á húsnæðislið frá árinu 2004 - þegar yfir gekk eignaverðbólga sem tikkaði sem neysluverðbólga í vísitölunni - svo við bætum ekki við að eignir brenni upp vegna skorts á viðhaldi!

Aðferðin er einföld.

Lækka lágmarkslán Íbúðalánasjóðs vegna endurbóta og fresta öllum afborgunum af nýjum endurbótalánum um 3 ár.

Slík aðgerð veitir hundruðum manna í byggingariðnaðinum vinnu - í stað þess að þeir fari á atvinnuleysisbætur með tilheyrandi útgjöldum ríkisins án þess að fá neitt til baka aftur - og viðheldur ákveðinni veltu í byggingavöruverslunum.

Allir græða!


mbl.is Staðnaður byggingariðnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það segir enginn Kidda sleggju fyrir verkum!

Það er löngu fullreynt að það segir enginn Kidda sleggju fyrir verkum. Hann fer sínar leiðir. Það getur verið erfitt fyrir flokka - ekki síst þingflokka - en ef menn á annað borð ætla að vinna með Kristni - þá verða menn að sætta sig við þetta eðli hans. Spái því að Kristinn verði hrakinn úr Frjálslyndaflokknum.

Mæli með því að Kristinn verði eins manns þingflokkur og fylgi sannfæringu sinni í hverju máli fyrir sig! Hann er nefnilega einstakur - sem er bæði kostur og galli fyrir stjórnmálamann.

En ég skil Kristinn að hafa ekki stokkið á vantraustsyfirlýsinguna. Ekki vegna þess að  ég treysti ríkisstjórninni og vilji ekki kosningar - heldur vegna þess að vantraustsyfirlýsingin var illa tímasett og styrkti ríkisstjórnina miklu frekar en að veikja hana.


mbl.is Afstaða Kristins tekin fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Islendingar krev nordmann fjerna“

„Islendingar krev nordmann fjerna“  segja Norðmenn. Eiga þeir ekki örugglega við Geir Haarde?

 


mbl.is Íslendingar vilja Norðmanninn burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjótum sendiboðann öðrum til viðvörunar!

Skjótum sendiboðann sem fletti ofan af forsætisráðherranum með því að birta sjónvarpsupptöku sem ekki var í hans eigu. Eitt er að óska eftir að skila gögnum sem kunna að vera í eigu RÚV, en annað að biðjast afsökunar á því að koma sannleikanum á framfæri við íslensku þjóðina.

Sendiboðanum er hótað lögsókn ef hann verður ekki við tilmælum útvarpsstjóra.  Mun sendiboðinn verða lögsóttur ef hann skilar gögnunum en  biðst ekki afsökunnar?

Sjálfsritskoðun er þekkt í fjölmiðlaheiminum. Það er ástæða þess að almenningur fékk ekki að sjá myndbrotin strax á sínum tíma þótt full ástæða hefði verið til. En þegar sjálfsritskoðun breytist í hreina og klára gamaldags ritskoðun, þá erum við komin út á afar hálann ís. Hvaða mannréttindi verða þá tekin af okkur næst?

Vonandi fellur Páll Magnússon ekki í ritskoðunargryfjuna.


mbl.is Krafa um að viðtali við Geir verði skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkan okkar ær og kýr!

Orkan er okkar ær og kýr. Nýting grænnar orku í formi gufuafls og í formi hefðbundinna grænna vatnsvirkjanna á Íslandi er það sem mun byggja upp efnahagslífið að nýju svo fremi sem okkur gefist kostur á að nýta þessa auðlind okkar.  Alveg eins og afurðir áa og kúa héldu í okkur lífinu gegnum aldirnar.

Þá er þekking okkar á sviði grænnar orku orðin mikilvæg útflutningsvara - á sama hátt og við seldum afurðir ánna og kúnna - vaðmál, smjör og síðar fé á fæti til útlanda.  Svo fremi sem okkur auðnast að koma okkur saman um að flytja slíka þekkingu út.

Ég við svo að heilsa Vinstri grænum sem væntanlega munu koma inn menn athugasemdir og halda því fram að gufuaflsvirkjanir - og vatnsaflsvirkjanir framleiði ekki græna orku. Það er bara ekki rétt hjá þeim. Enda er Orkuveita Reykjavíkur með lánsvilyrði fyrir láni á lægstu mögulegum vöxtum frá þróunarbanka Evrópu - eða hvað hann nú heitir - vegna þess að orkuframleiðsla OR er græn orka.

 Punktur.


mbl.is Mikill áhugi á íslenskum orkufyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsfyllir kom Haarde á óvart!!!

Það kom Geir Haarde forsætisráðherra á óvart að húsfyllir var í Háskólabíói!

Er þetta ekki vísbending um að forsætisráðherrann sé ekki í tengslum við þjóð sína?

Verður Geir ekki að leita eftir endurnýjuðu umboði með því að boða til kosninga í vor?


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvíbeitt vantrauststillaga var ekki rétta leiðin!

Það góða við vantrauststillöguna sem felld var í dag er sú að væntanlegar mun ríkisstjórnin halda betur saman og vanda sig við vinnunna næstu vikur. Ég hafði miklar efasemdir um að það væri rétt að bera upp vantrauststillögu, sbr. Vantrauststillaga tvíbeitt vopn á Alþingi - yrði samþykkt með lófaklappi hjá þjóðinni!

Það átti að gefa ríkisstjórninni kost á að klára fjárlög - þar sem klárt hefði verið að allir brestirnir í stjórnarsamstarfinu kæmu fram - og veita henni vinnufrið fram að áramótum að taka á efnahagsvandanum.

Það hefði frekar átt að reyna til þrautar að fá ríkisstjórnina til að kalla stjórnarandstöðuna til samstarfs - á svipaðan hátt og meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur gert.

Ef það hefði ekki tekist - þá átti stjórnarandstaðan að halda uppi harðri stjórnarandstöðu á málefnalegum grunni við fjárlagagerðina - og gagnvart þeim aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem orka tvímælis.

Krafan um kosningar í vor er það hávær í samfélaginu - og í Samfylkingunni - að ríkisstjórnin hefði ekki komist með að hunsa þá eðlilegu kröfu.  Vantrauststillagan getur hafa styrkt þá sem ekki þora í slíkar kosningar.


mbl.is Vantrauststillaga felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórn og stjórnarandstaða snúi bökum saman!

Ingibjörg Sólrún vill að stjórn og stjórnarandstaða snúi bökum saman og vinni sameiginlega að leysa þjóðina út úr þeim hnút sem hún, flokkur hennar og samstarfsflokkurinn hennar í ríkisstjórn hafa komi okkur í.

Ég er sammála Ingibjörgu Sólrúnu. Vandamálið er bara að orðum hennar og orðum forsætisráðherra í þessu efni er ekki treystandi. Stjórnarandstaðan bauð ríkisstjórninni strax slíkt samstarf. Ríkisstjórnin sagðis ætla að hafa stjórnarandstöðuna með í ráðum.

En eins og svo oft á undanförnum vikum - þá var ekkert að marka þessar yfirlýsingar formanna ríkisstjórnarflokkanna. Enda treysti Ingibjörg Sólrún ekki einu sinni flokksmönnum sínum iðnaðarráðherra og bankamálaráðherra að taka þátt í fundarhöldum um efnahagsmál fyrri hluta ársins!

Ingibjörg Sólrún er vel gefin kona. Það verður ekki frá henni tekið. Hún veit að þótt stjarna hennar og Samfylkingar skíni skært í skoðanakönnunum þessa dagana - þá verður ljóminn fyrir bí þegar nálgast kosningar sem yrðu í vor. Ingibjörg Sólrún upplifði það í síðustu kosningum að tapa fyrir skoðanakönnunum - og fá miklu minna fylgi en þær gáfu tilefni til.

Ingibjörg Sólrún er bara að hugsa um ráðherrastólinn sinn. Það sýnir fælni hennar við kosningar sem þjóðinn krefst að verði  ekki síðar en í vor - og það sýnir linkind hennar gagnvart seðlabankastjóra sem hún geltir að í fjarlægð - en leggur svo niður rófuna þegar á reynir.

 


mbl.is Stjórn og stjórnarandstaða snúi bökum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki kominn tími til að hætta ...?

Er ekki kominn tími til að hætta með Davíð Oddsson sem seðlabankastjóra? Hversu lengi ætlar Geir Haarde að halda hlífiskildi yfir honum? Hversu lengi ætlar Ingibjörg Sólrún að láta Davíð yfir sig ganga - einungis til að halda ráðherrastólum Samfylkingarinnar?

Er engin döngun í Ingibjörgu Sólrúnu lengur?  Hvar er gamla góða Solla ssem rúllaði yfir Davíð, fund eftir fund, í borgarstjórninni í gamla daga? Hefur valdið spillt henni svo að hún lætur Davíð Oddsson kúga sig - bara svo hún missi ekki völdun í utanríkisráðuneytinu?

... og á meðan blæðir þjóðinni efnahagslega út!

Svo þykist Samfylkingin ekki bera neina ábyrgð?


mbl.is Veikir málstað Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband