Er ríkisstjórnin að leggja viðskiptalífið í rúst með sífelldu klúðri?

Er þetta endalaust klúður ríkisstjórnarinnar - og er ríkisstjórnin að ganga gegn tilmælum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins með frumvarpi um gjaldeyrismál - sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að stórskaði íslenskt viðskiptalíf!

Það er sérstakt að hörðustu stjórnarandstæðingarnir eru annars vegar Samtök atvinnulífsins - sem hingað til hafa verið talin hliðholl Sjálfstæðisflokknum - og hins vegar ASÍ - sem hingað til hefur verið að stórum hluta hliðholl Samfylkingunni!

Er þetta ekki merki um að ríkisstjórnin verði að fara frá og boða kosningar í vor?

Skrítið að ríkisstjórnin er reiðubúin að ganga gegn skriflegum tilmælum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins - en telur sig ekki geta boðað til kosninga af því forsætisráðherrann heldur að það sé ekki vinsælt hjá sama sjóði - þótt ekkert liggi fyrir um það frá sjóðnum!

Er þetta ekki merki um að ríkisstjórnin verði að fara frá og boða kosningar í vor?


mbl.is Mun stórskaða viðskiptalífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

   Ekki spyrja migþetta kluður er alltaf að verða stærra og stærra. Kronan er sokkin og fumkenndar aðgerðir standa yfir til að reyna lata hana fljota. En vandinn er sa að menn vita ekki afhverju hun sökk og vita ekki hvað þarf að gera  fyrir fleytingu, svo allar likur eru a þvi að hun sökkvi aftur með manni og mus.

  En eg held að samfylking hafi akveðið að þau muni verða politisk öndunarvel fyrir sjallanna fram a vor. Þa muni samfylkingin taka öndunarvelinna ur sambandi og boðað verði til kosninga. Sjuklingurinn mun verða lengi að jafna sig. Og ekki koma að stjorn i nokkur misseri. En þa munu X-D og X-B taka höndum saman um það erfiða verkefni að selja (gefa) öll rikisfyrirtækin sem þa munu vera i eigu þjoðarinnar.

Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 23:15

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Er ekki vitað mál að lánin sem verið er að taka fari stystu leið úr landi, verði frelsið óheft?

Theódór Norðkvist, 27.11.2008 kl. 23:17

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Athyglisverð kenning, Theodór...

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2008 kl. 23:20

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hallur.

Þar sem þjóðir hafa náð að rífa sig upp úr svona kreppuástandi, þar hafa alltaf verið einhver höft á gjaldeyri.  Ekki sama hvernig það er gert en við verðum að treysta þessum herrum til að þetta 800 milljarða lán fari ekki allt í gjaldeyrisútstreymi.  Þá rífur þjóðin sig aldrei uppúr þessu skuldafeni.

Vilhjálmur bendir á reynslu frá gamalli tíð en reynsla er til að læra af.  Það er ákaflega einfalt í verki að skipa útflytjendum tilsjónarmenn sem fylgjast með gjaldeyrisviðskiptum þeirra.  Nóg er af atvinnulausum viðskiptafræðingum.  Geri sjávarútvegsfyrirtæki sig ber af vanskilum á gjaldeyri þá er ákaflega auðvelt að rukka þau fyrir sín gjaldfrjálsu afnot af auðlyndinni.  T.d þá upphæð sem þau braska með.  Svo er alltaf hægt að biðja ríkisbankana að gera veðköll.  

Aðalatriði er að á neyðartímum þarf neyðarráð en ekki láta eins og ekkert hafi gerst.  Gjaldeyrisflótti drepur þjóðfélagið.  Að halda uppi himinháum vöxtum til að hindra hann, drepur atvinnulífið og heimilin.  Allar frjálsar þjóðir eru að bregðast við kreppunni með því að keyra vextina niður og stórauka ríkisútgjöld.  Sú bábilja að það gildi önnur efnahagslögmál á Íslandi en hjá öðrum þjóðum ætti núna að vera dauð í ljósi síðustu atburða.

Vilhjálmur þarf að fara að gera það upp við sig í hvað liði hann er.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.11.2008 kl. 23:21

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Auk þess að eiga á hættu að fara áratugi aftur í tímann með gjaldeyrisbraski og fyrirgreiðslupólitík mun þetta sennilega gera endanlega út af við þá sem skulda í erlendri mynt. 

Því þetta frumvarp gerir varla annað að verkum en að viðhaldi lágu gengi krónunnar um mun lengri tíma en þörf er á.

Ásamt 18% stýrivöxtum er þessi hagfræði með öllu óskiljanlegt.

Magnús Sigurðsson, 27.11.2008 kl. 23:33

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það sem mér finnst vanta í öllu þessu ferli er þessi örsmái þáttur sem heitir samráð.  Ég veit ekki af hverju stjórnvöld eru að spila svona sóló.  Það er eins og lausn þessarar kreppu komi engum öðrum við en ríkisstjórninni.  Það eigi bara að vaða yfir allt og alla á skítugum skónum og valda sem mestum skaða í leiðinni.

Ég held að það sé tími til kominn að birta allan samninginn við AGS, líka viðauka, fylgiskjöl og hvað það nú var sem samið var um.  Mér finnst mun betra að fá allt sjokkið í einu, því þá getur maður farið að plana framtíðina.

Marinó G. Njálsson, 27.11.2008 kl. 23:35

7 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Einhvern veginn finnst mér alltaf þegar Vilhjálmur talar, að ég eigi að hafa allan varan á. Hagsmunir hans og hans umbjóðenda hafa sjaldnast verið sömu og mínir. Svo finnst mér einsog Marinó að við verðum að fá allt upp á borðið. Öllum er haldið frá upplýsingum nema innstu koppum í búri og svo spyrja þeir hinir sömu með þjósti. Jæja, hvað leggið þið eiginlega til? Hafið þið eitthvað betra fram að færa?  En getur sá lagt eitthvað til mála sem ekkert veit, hljótum við hin að svara á móti. Það getur vel verið til dæmis að við þurfum að fara áratugi aftur á bak- taka upp the New Deal sem reyndist eina færa leiðin eftir kreppuna miklu á fjórða áratugnum.

María Kristjánsdóttir, 28.11.2008 kl. 00:03

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þar sem Ómar spyr í hvaða liði Vilhjálmur telji sig vera þá held ég að hann hafi gert það upp við sig fyrir löngu. Hann stendur með sínum skjólstæðingum fyrst og síðast, sem eins og María bendir á, hafa annarra hagsmuna að gæta en aðrir hópar þjóðfélagsins.

Theódór Norðkvist, 28.11.2008 kl. 00:25

9 identicon

Jæja, Hallur minn, þar sem við erum bæði með galopin augun núna og enginn Friðrik með aðdróttanir um það og svefn okkar, þá þarf ég að grípa til annars tungutaks en venjulega: Ég ekki skilja þetta allt saman. Ríkisstjórnin leggja fram frumvarp, allir sammála. Nema Vilhjálmur. Hann segja þetta slæmt. Allt fari í kaldakol. Þú segja þetta merki um að ríkisstjórnin fara frá og kosningar bráðum. Jæja, best að tala venjulega íslensku. Mig grunar að Samfylkingin sé að undirbúa stjórnarslit um leið og búið er að taka á helstu málum að hennar mati.Það getur engin ríkisstjórn starfarð lengi við svona sundrungu sem greina má hjá henni. Þetta er allt spurning um tíma. Hve lengi þrjóskast stjórnin við? Það er heila málið? Þ.e. Samfylkingin?Það er bara verst að mér finnst ISG ennþá upplifa sig sem annan turninn sem ekki er fallinn. Hinn er farinn. Ce la vie.

Nína S (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 00:42

10 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Getur einhver útskýrt af hverju krónan megi ekki bara falla í frjálsu falli meðan jöklabréfin streyma út úr landinu? Þá tapa þeir spákaupmenn sem tóku stöðu gegn krónunni.

Er ekki verið að niðurgreiða gjaldeyri með þessari ráðstöfun?

Sigurður Haukur Gíslason, 28.11.2008 kl. 00:43

11 identicon

Jæja, Hallur

Úr því þú ert svona vel vakandi, treystirðu þér til að kíkja á seselia.com og sjá þar lausnirnar fyrir landið okkar og fleir lönd? Láttu mig vita hvað þér finnst þegar þú lest um hugmyndafræðina þar. Bestu kveðjur. 

Nína S (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 01:46

12 identicon

Það er í raun erfitt að taka afstöðu til þessara aðgerða sem væntanlega eru skilgreindar sem "björgunaraðgerðir" og eru vonandi hluti af stærri aðgerðum.

Ljóst er að við höfum einungis fengið brot af þeim upplýsingum sem fyrir liggja og þar er ég fullkomlega sammála Marinó.  Fáum öll spilin á borðið og þá getur fólk tekið einhverja vitræna afstöðu til þessara mála.  Auk þess sem það er grundvallarforsenda þess að styrkja hið fljótandi gengi krónunnar annars er hætta á að það falli langt niður fyrir það sem eðlilegt er.  Við höfum verið í biðstöðu síðustu 8 vikur og þá hefði verið þá verið tækifæri til að koma með trúverðugar efnahags aðgerðir.  Þær hafa ekki komið.  Annað hvort vegna þess að fólk hefur verið upptekið við annað og því miður virðast aukaatriðin verða að aðalatriðunum í íslenskum stjórnmálum og umræðu.  það sem ég hef meiri áhyggjur af er að það hafi ekki nást samstaða innan ríkisstjórnarinnar um neinar trúverðugar aðgerðir þá þurfum við að skipta um stjórn eins og skot.

Þetta virðist þetta vera fljótfærnislegar aðgerðir gerðar í hræðslu.  Menn sjá fyrir sér fljótandi gengi án annara trúverugra aðgerða og þá er náttúrulega voðinn vís.  Sé í raun þetta sem tímabundna aðgerð þar sem reynt er að kaupa sér frest með að reyna að skrúfa fyrir kranana og reyna að halda þrýstingi á kerfinu.
Grundvallarforsendurnar stöðugleika eru að það ríki heilstæð og stefnuföst efnahagsstjórn, að Seðlabanki, Ríkisstjórn og efnahagslíf sé að keyra á sama hraða í sömu átt.  Það virðist því miður ekki svo.  Enginn virðist þora að standa við aðgerðir.  Ráðherrar bentu á Seðlabankann þegar vaxtahækkunin kom. Þegar þetta var í raun einn liðurinn í því aðgerðarferli sem þeir höfðu skrifað undir sem seinna kom í ljós.
Hallalaus fjárlög eru ein grundvallarforsendan og að einstakir ráðherrar neyta að skera niður hjá sér og komi með sólóútspil um kosningar eru óhugsandi í öðrum löndum sem ég þekki til í. 

Stuðningsaðgerðir við atvinnulífið hafa ekki komið og þær ættu að hafa komið fyrir löngu. Staða þessara þriggja Mikka mús banka er ennþá óráðin og er ádeiluvert hvernig að þessu er staðið.  Það ætti fyrir löngu að vera búið að taka þá til gjaldþrotaskipta og losnað við þessi hræ.

Mál skuldsettra heimila er atriði sem erfitt er að taka afstöðu til eða leysa áður en menn hafa komist í gegnum hin skrefin með heildstæðum aðgerðum. Það er ljóst að raunhæft gengi íslensku krónunnar er lykilatriðið .  Hitt lykilatriðið er að fólk haldi vinnu.  Það sem er í raun höfuðvandamál margra heimila að skuldirnar voru þegar of háar fyrir hrunið. Því miður verða ríkinu ákaflega þröngur stakkur búinn með aðgerðir kostaðar af ríkissjóði án þess að skera þurfi niður tilsvarandi annars staðar.  Ef menn auka á halla ríkissjóðs eykst viðskiptahallinn og það kemur eins og búmerang og lækkar gengið og dregur úr tiltrú á efnahagssjórninni sem síðan eykur enn á vandærði skuldaranna.  Það er mikilvægt að að þessu sé gætt við endurskipulagningu á bankakerfisins og að menn hugsi fram á veginn en ekki bara pissi í skóna sína.

Gunn (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband