Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Ríkisstjórnin á flótta frá eigin mistökum?

Er ríkisstjórnin á flótta frá eigin mistökum? Er það ástæða þess að ekki var fundað á Alþingi á föstudaginn? Eða er ríkistjórnin bara svona ráðalaus?

Baráttukveðjur á fund Hagsmunasamtak heimilana í dag. Verð í sveitinni að taka á móti lömbum - svo ég kemst ekki á Austurvöll.


mbl.is Framsóknarmenn vilja leiðrétta mistök viðskiptaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins leit en mánuðum of seint!

Loksins er gerð leit hjá auðmönnum sem taldir eru hafa farið út fyrir lagaramman íviðskiptum sínum. Málið er bara að þetta er mörgum, mörgum mánuðum of seint.

Hætt er við að hjá þeim sem ekki höfðu hreint mjöl í pokahorninio hafi fyrir löngu náð að fela sporin.

Ástæðan?

Algjör aumingjaskapur ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks síðastliðið haust - sem gat beitt úrræðum laga og sett strax í nóvember á fót sérstakt saksóknaraembætti vegna bankahrunsins.

Aðgerðarleysi var einkenni þeirra ríkisstjórnar - og svo virðist sem aðgerðarleysi ætli einnig að vera einkenni núverandi ríkisstjórnar.

Minni hins vegar á að hefð er fyrir því að menn séu taldir saklausir þar til sekt þeirra sannast.


mbl.is Nokkrir grunaðir um auðgunarbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn í afneitun og VG vilja ekki skrifstofur í Morgunblaðshöllinni!

Það er rétt hjá Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra að þjóðin er í afneitun. En það sem verra er - Steingrímur er í ríkisstjórn sem er í algerri afneitun. Það er rétt hjá Steingrími að erfiðleikarnir verði ekki umflúnir og umræðan verði að taka mið af því.

Ríkisstjórnin hefur hins vegar hagað sér eins og erfiðleikarnir verði umflúnir og umræðan innan hennar opinberað algera afneitun á ástandinu eins og það er.

Besta dæmið er að ríkisstjórnarflokkarnir ákváðu að aflýsa þingfundum í dag þegar mátt hefði nota daginn til að "horfast í augu við hversu alvarleg staða ríkissjóðs sé" og koma efnahagsmálunum og stöðu heimilanna á dagskrá - eins og Framsóknarflokkurinn hefur krafist.

Líklega vilja þingmenn VG og Samfylkingar ekki að þinghald standi yfir á meðan VG finna sér nýjar skrifstofur - því þingflokkur VG neitar að taka við glæsilegum skrifstofum í Aðalstræti - vegna þess að þær eru í gömlu Morgunblaðshöllinni.

Þetta er sami þingflokkur VG - sem vill ekki í rúmgott ríkisstjórnarherbergið í Alþingi - heldur þröngva Framsóknarmönnum út úr hefðbundnu þingflokksherbergi sínu og í minna herbergi sem er of lítið fyrir þingflokk Framsóknarmanna. Þar sitja 14 manns þingflokksfundi að jafnaði.

Þessi mál virðast vera aðalmálin hjá þingmönnum VG - flokki Steingríms J. - frekar en "að fara horfast í augu við hversu alvarleg staða ríkissjóðs sé"!

En vonandi er þessi forgangsröðun VG að breytast ef marka má orð Steingríms.

Fyrir áhugasama um þingflokksherbergi og skrifstofur VG í Morgunblaðshöllinni sjá frétt MBL.is :

14 sitja fundi þingflokks framsóknarmanna

PS.

Þegar VG sá að Steingrímur hafði talað af sér um Þjóð í afneitin - og það gæti skaðað hann - þá fékk starfsmaður VG það fram að fyrisögninni yrði breytt í "Framsóknarmenn í afneitun".

Fyndið. Það er nefnilega ríkisstjórnin sem er í afneitun en ekki Framsóknarflokkurinn!  Það er bara svo illilega borðliggjandi!


mbl.is Framsóknarmenn í afneitun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið lætur heimilin bera byrðarnar

Svokölluð "skjaldborg" ríkisstjórnarinnar um heimilinn er í framkvæmd þannig að ríkisstjórnin lætur heimilin bera byrðarnar. Skuldir heimilanna eru á háum vöxtum og ekki kemur til greina að leiðrétta skuldirnar með því að færa þær niður. Innlánsvextir á sparireikningum barnanna eru hins vegar færðir niður. Til viðbótar virðist ríkisstjórnin ætla að hækka skatta á fjölskyldurnar á sama tíma og laun þeirra sem þó hafa vinnu lækka.

Það er eitthvað meira en lítið brogað við þessa ríkisstjórn!

Ríkisstjórn í afneitun og VG vilja ekki skrifstofur í Morgunblaðshöllinni!


mbl.is Ríkisbankarnir reknir með tapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Carla Bruni hetjan mín í dag!

Carla Bruni forsetafrú í Frakklandi er hetjan mín í dag. Þvílík andstæða Marie-Antoinette. Tekur af skarið og segir það sem segja þarf af fullkomnum skilningi. Ekkert kökukjaftæði.

„Ég fæddist kaþólikki, ég var skírð, en í lífi mínu hef ég verið mjög veraldlega sinnuð. Ég tel að deilan sem spannst af ummælum páfa - sem fjölmiðlar greindu raunar ónákvæmlega frá - hafi ollið miklum skaða. Í Afríku er það oft kirkjan sem lítur eftir sjúku fólki. Það er með ólíkindum að horfa upp á muninn á kenningunni og raunveruleikanum.

Ég tel að kirkjan þurfi að þróast í þessum málum. Hún kynnir smokkinn sem getnaðarvörn sem hún, af hendingu, bannar, þrátt fyrir að hann sé eina vörnin að svo stöddu,“ sagði Bruni í samtali við tímaritið Femme Actuelle!

Páfinn á náttúrlega að skammast sín!

 

 


mbl.is Gagnrýni Bruni einsdæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleikafirrt ríkisstjórn fjallar um meðhöndlun úrgangs

Jón Bjarnason sem ráðherra er himnasending fyrir andstæðinga ríkisstjórnarinnar. En dagurinn í dag undirstrikar að til valda er komin veruleikafirrt ríkisstjórn sem áttar sig ekki á að engan tíma má missa í baráttunni gegn efnahagshruninu.

Það er kannske lýsandi að ríkisstjórnin setur á oddinn meðhöndlun úrgangs frekar en efnahagsmálin. Með sama áframhaldi þá er hætt við að aðalviðfangsefni efnahagsmálanna verði einmitt meðhöndlun úrgangs. Íslenskt efnahagslíf mun þurfa að meðhöndla eins og geislavirkan úrgang ef ríkisstjórnin rankar ekki úr rotinu.


mbl.is Veruleikafirrtur grátkór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný Framsókn hafnar spillingu

Ný Framsókn hafnar spillingu. Svo einfalt er það. Það er hins vegar drengilegt að láta bæjarstjórann í Kópavogi njóta vafans þar til niðurstaða endirskoðunar liggur fyrir. En sú niðurstaða má ekki dragast. Endurskoðendur hafa hálfan mánuð til að fara yfir málin - sem er yfrum nægur tími.

Framtíð meirihlutans í Kópavogi mun því ráðast á næstu 2 til 3 vikum.

Ef viðskipti Kópavogsbæjar við dóttur bæjarstjórans eru ekki 100% eðlileg - þá er ljóst að Framsókn getur ekki setið lengur í meirihluta með Gunnari Birgissyni. Svo einfalt er það.


mbl.is Ræddu hugsanleg meirihlutaslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarsátt bannorð en "stöðugleikasáttmáli" pólitískt réttyrði Samfylkingar?

Það er dálítið hjákátlegt hvernig Gylfi Arnbjörnsson leiðtogi verkalýðsarms Samfylkingarinnar og Jóhanna Siguraðrdóttir leiðtogi stjórnmálarms Samfylkingarinnar forðast að nota orðið "þjóðarsátt" um viðræður sem miða að sambærilegum sáttmála og hin fræga þjóðarsátt semlagði grunn að stöðugleika á Íslandi á sínum tíma.

Ætli ástæðan sé sú að "þjóðarsáttin" kom frá öðrum - líkt og ekki var unnt að skoða raunhæfar efnahagstillögur Framsóknarmanna í 18 hlutum af því þær komu frá öðrum?

Ég bara spyr :)


mbl.is Stöðugleikasáttmáli í smíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna afhjúpaði algjört ráðaleysi ríkisstjórnarinar.

Jóhanna Sigurðardóttir afhjúpaði algjört ráðaleysi ríkisstjórnarinnar í "stefnuræðu" sinni á Alþingi í kvöld. Í ræðu hennar kom ekki fram ein hvað þá vísbending um eina einustu aðgerð ríkisstjórnarinnar. Ræðan var nánast innantómt blaður um erfiðar aðstæður og erfiðleika fjölskyldnanna - en ekki orð um lausnir!

Það sem nær því næst að vera lausn var sýn Jóhönnu á að aðild að Evrópusambandinu gæti leyst einhvern vanda. Ég er reyndar sammála henni í því - en það þarf metta til.

Þá má ekki gleyma því að hinn flokkurinn í ríkisstjórn vill ekki í Evrópusambandið þannig að "lausnin" er í raun ekki lausn þessarar ríkisstjórnar!

Það er því að sannast sem ég óttaðist - að þótt inn á milli séu öflugur ráðherrar í ríkisstjórninni - þá dugir það ekki til. Við sitjum uppi með algjörlega ráðþrota ríkisstjórn - og kjörtímabilið vart hafið!

Mér fannst það hins vegar grátbroslegt að Jóhanna lagði til að þingmenn reyni að vinna saman sem ein heild og virða skoðanir hvers annars.

Það vantaði illilega á það í 80 daga valdatíð núverandi stjórnarflokka - og ég á eftir að sjá Jóhönnu vinna eftir þessu prinsippi eftir áratuga setu á Alþingi - en vonandi fylgir hugur máli hjá henni!


mbl.is Hljótum að vinna saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna Guðrún og góða veðrið gefa Jóhönnu aukið svigrúm

Silfurprinsessan Jóhanna Guðrún og góða veðrið gefa Jóhönnu Sigurðardóttir aukið svigrúm í pólitíkinni.  Góða veðrið kom á réttum tíma því þolinmæði fólksins í landinu gagnvart hinni nýendurunninni ríkisstjórn Samfylkingar og VG var nánast á þrotum þegar sólin lét svo hressilega sjá sig og fólk endurheimti vonina með vorinu.

Frábær árangur Jóhönnu Guðrúnu í Júróvisjón jók enn á bjartsýnina og fékk almenning endanlega til þess að setja pottana og pönnurnar á sinn stað - í bili.

Jóhanna Sigurðardóttir fær því svona tvær dýrmætar aukavikur til að ná tökum á stjórnmálaástandinu. Vonandi nær hún því - annars fer allt aftur í bál og brand - jafnvel þótt veðrið haldist vel.


mbl.is Útlitið bjart næstu daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband