Ráðaleysi ríkisstjórnar í efnahagsmálum enn staðfest

Ráðaleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum er enn staðfest. Nú er það sænski bankasérfræðingurinn Mats Josefsson formaður nefndar um endurreisn fjármálakerfisins sem staðfestir

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er jafn úrræðalaus og máttlaus og ríkisstjórn Geirs Haarde. Efnahagsleg framtíð Íslands er svört.

Hvað er til ráða?


mbl.is Josefsson hótaði að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er margt til ráða en stjórnmála menn þeir sem eru við völd og hafa verið við völd hafa ekki launir þvi þá skortir hugmyndaauðgi til að geta fundið lausnir, lausnirnar felast ekki í þvi að leita í fortíðinni að lausnum, heldur grípa til róttækra aðgerða sem kunna að verða umdeildar en ekki hefur verið gripið til  áður, lausnarleysið má fyrst og fremst rekja til ótta við fjármagnseigendur, þennann ótta þarf að afmá.

Hvað gerir alkóhólisti sem hefur sett allt á hvolf, það eina sem hann getur í raun gert til að ná bata er að viðurkenna vanmátt sinn og að hann er orðinn ófær um að stjórna.

 Síðan þarf hann að leita nýrra lausna en ekki þeirra sem hann hafði fyrir 

Og svo þarf hann að gera upp fortíðina, bæta fyrir brot sína og biðja þá afsökunar sem hann olli skaða, svo framarlega sem það skaðaði ekki aðra.

Lausnin liggur í þvi að stýrivextir verði færðir niðu í 3% strax

Sett verði a.m.k. 3 ára bann við nauðungarsölum á heimilum

Skuldir leiðréttar með tilliti til ástandsins

Ef AGS ætlar á einhvern hátt að standa í vegi fyrir þessu þá á umsvifalaust að skila þeim peningunum sem hafa verið fengnir að láni, við erum betur komin án þeirra en þurf að greiða himinháa vexti af lánsfé sem við getum hvort eð er ekki látið vinna fyrir okkur.

Með þessum 4 aðgerðum myndum við koma ró á samfélagið, efla sjáfstraust fólks til þess að koma sér af stað í uppbyggingu, og myndum ná að byggja upp okkar samfélag á ný á aðeins örfáum árum í stað einhverra áratuga.

Í kjölfar þessa þarf að grípa til aðgerða sem auðvelda fjármagnssköpun og stuðla að útflutiningstekjum.

Steinar Immanúel Sörensson (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 10:47

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

.. hvað er til ráða ? jú hringja í Stoltenberg og biðja hann um að innlima þetta sker..

Óskar Þorkelsson, 25.5.2009 kl. 11:41

3 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Heilög Jóhanna hefur talað og trúin hennar er ESB bjargar öllu,en er það ekki málið það bjargar öllu hjá SF að fara í ESB þar sem SF hefur enga stefnu að fara eftir og enn svelta heimilin í landinu og munu gera í ókomna tíð ef SF fær sínu fram.Það er svo auðvelt fyrir SF að benda á ESB og segja við þjóðina við verðum að hlíða ESB þetta er ekki okkar vilji en reglur ESB eru svona,þetta yrðu svörin hjá SF eftir að inn er komið því ekki hefur SF neina stefnu í málum nema aðild að ESB.Hel að ef við ætlum að vinna okkur uppúr þessari kreppu þá eigum við að gera það sjálf verður sennilega erfitt í 2-3 á en svo kæmu bjartari tímar hjá okkur,besta væri að skila láni AGS og senda ESB fingurinn það er eina leið okkar uppúr þessari kreppu.Ef farið verður að vilja SF verður kreppa hér í mörg mörg ár eða áratugi ef við förum í ESB.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.5.2009 kl. 12:35

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Steinar og hvað hjálpar það fyrirtækjum sem skulda erlendis að lækka stýrivexti í 3%? Og hvað hjálpar það fyrirtækjum lækka vexti í 3% ef að bankarnir eru ekki búnir að semja við kröfuhafa þá geta þeir ekkert lánað að ráði?

Held að menn verði að gera sér grein fyrir við hvað er verið að fást. Aðal kröfuhafar gömlu bankana eru 20 stærstu bankar álfunar. Lögfræðideild þeirra er sennilega á stærð vð alla lögfræðinga hér á landi. Þeir eru líka þeir aðilar sem við þurfum að semja við í framtíðinni um ný lán.

Svo láta framsóknarmenn eins og það sé sjálfsagt að segja þeim "sorry við ætlum ekki að borga nema hluta skulda okkar!" "Við ætlum að færa niður öll lán til Íslendinga um 20 til 30% og þið verðið bara að sætta ykkur við það!"

Halda menn að slíkt gangi bara sí svona? Af hverju hefur þetta þá ekki verið gert oftar í heiminum? Menn eru að tala um Argentínu, að þeir hafi neitað að borga lán og það hafi gengið vel og þeir fengið lánstraust aftur innan einhverja ára. En þar eru menn að bera saman epli og appelsínur. Lífskjör í Argentínu voru og eru þannig að almenningur lifir við munn þrengri kjör en við og aðallega á innlendri vöru. Og þar kom erlend lántaka ekki svo við lífsskilyrði almennings. Við aftur mundum held ég illa sætta okkur við slíkar skerðingar í 3 til 5 ár í það minnsta ef við missum lánamöguleika okkar vegna einhliða ákvarðana okkar. Það yrði að taka hér upp skömmtun og jafnvel skömmtunarseðala þar sem gjaldmiðill okkar yrði verðlaus. Þá er þess að geta að Argentína gerði þetta þegar að allt flóði í peningum í heiminum og því ásókn í að lána.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.5.2009 kl. 13:16

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég skal vera forsætisráðherra...og loka inni þessa landráðamenn! (án dóms og laga?)...þótt snúið sé!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.5.2009 kl. 19:26

6 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Einar Hansson skoðaðu þetta vel

http://www.youtube.com/watch?v=rH6_i8zuffs&feature=PlayList&p=FBD7EFAE8BE4F748&index=0

Þetta er sannleikurinn um AGS í Argentínu og sama á við í ESB þeir efnameiri og kröfuhafar fá sitt sama hvað það kostar þjóðina eða hinn almenna borgara.Besta sem við gerðum fyrir okkar þjóð ef hún á að ná sér upp aftur er að rétta ESB fingurinn og skila AGS láninu,ef ekki þá verður kreppa hér næstu áratugina....

Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.5.2009 kl. 20:44

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kommúnismi var stofnaður úr "háfleigum" hugsjónum um "guðs ´riki á jörðu" og hið "góða" eðli mannsins!...

Kapitaliisminn má þó eiga það sem hann á, og það er að þar eru fáar hugsjónir og alls ekki háfleigar um  "manninn"...nema á Íslandi? 

  Á Íslandi býr nefnilega maður að nafni Hannes Hólmsteinn  Gissurarson og hann hefur "háfleigar" hugmyndir um manneskjuna....sem segja m.a..."því að með frjálsu hagkerfi mun það "leiðrétta " sig sjálft?...með öllum þessum frjálsu "víkingum!
?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.5.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband