Fastgengi í 170 áhugaverð hugmynd - ef hún gengur

Fastengi krónunnar í gegnisvísitölu 170 er áhugaverð hugmynd - en gengur hún í raunveruleikanum? Hvernig ætla menn að halda genginu föstu á þessu gengi? Hvað mun það kosta Seðlabankann? Erum við að tala um gengishöft til margra ára - þar sem opinbera gengið á Íslandi er gengisvísitala 170 - en gengið erlendis 300?

Margar spurningar sem þarf að svara - en hugmyndin áhugaverð.

Annars er einfaldast að ganga í Evrópusambandið náist ásættanlegir samningar og fá evrópska seðlabankann til að verja gengið - og taka upp evruna í kjölfarið!

... og víst er hægt að gera það á skömmum tíma!


mbl.is Festa gengið í 160 - 170
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Stefna Framsóknarflokksins er skýr. Aðildarviðræður að Evrópusambandinu þar sem ákveðin skýr skilyrði eru lögð til grundvallar. Niðurstaðan verði lögð fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það sem málið snýst um í dag er að núverandi tillaga er ekki nægilega skýr hvað skilyrði Framsóknar varðar og á hvaða hátt aðildarviðræðurnar skuli ganga fyrir sig.

Vænti þess að Össur átti sig á þessu og að utanríkismálanefnd geri þær breytingar sem þarf að gera svo unnt sé að styðja tillöguna.

Ályktun flokksþings Framsóknar frá því í janúar 2009 hljóðar svo:

Ályktun um aðildarviðræður við Evrópusambandið

Markmið

Að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi

sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar.

Þá er fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim

viðræðum. Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal

íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar

umræðu.

Skilyrði

• Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti

aðildarsamnings.

• Staðfest verði að Íslendingar einir hafa veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að

fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB

um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði

sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.

• Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum

vegna fámennis þjóðarinnar.

• Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.

• Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika

íslenskra búfjárstofna.

• Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar

varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á

Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum,

enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og

víðar innan ESB.

• Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem

tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.

• Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála

á Íslandi.

• Ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á

Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB.

Fyrstu skref

Þessi helstu samningsmarkmið, sem og önnur sem skilgreind verða í samvinnu hagsmunaaðila

og stjórnvalda, með sem víðtækastri samstöðu, verði lögð til grundvallar því umboði sem

samninganefnd Íslendinga fari með í samningaviðræður við Evrópusambandið.

Hallur Magnússon, 26.5.2009 kl. 21:20

2 identicon

var þetta ekki reynt í tíð Davíðs Oddssonar? Það gekk í hvað? 2 daga?

gunnar (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 21:49

3 Smámynd: Páll Blöndal

?? Hentirðu færslunni minni út Hallur?

Páll Blöndal, 26.5.2009 kl. 21:56

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eru menn þá ekki bara að tala um gamla skólann þannig séð ? Þ.e. tímann fyrir fljótani gengi og frjálsra fjármagnsflutninga og allt það.

Hlýtur að krefjast hafta og handstýringar allavega að einhverju leiti.

Svo geta stjórnmálamennmenn farið að fella gengið og sona  - alveg eins og í gamla daga.

Jú jú, það er nostalgía í þessu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.5.2009 kl. 22:24

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Páll!

Ekki hef ég kastað henni út - hef ekki einu sinni tök á að gera slíkt!

Um hvað var færslan?

Hallur Magnússon, 26.5.2009 kl. 23:04

6 identicon

Þú verður að lofa því Hallur að vinna að ESB aðild innan þíns flokks, ef Framsókn ætlar að svíkja lit á síðustu stundu þá fer illa fyrir okkar litlu þjóð. Maður sér fram á að þurfa borga húsnæðislánið sitt 17 falt til baka ef ekki verður gengið í ESB. Það er stórhættulegt fólk þarna úti sem gengur með stórkarlalegar hugmyndir í kollinum um Ísland eitt og sér í heimi þjóðanna, með lítin gjaldmiðil. Þetta fólk trúir því að ísland sé eitthvert galdraríki sem geti staðið eitt og sér. þetta er í raun grátlegt og núna þegar sjávarútvegsstefna ESb er að breytast og þar með síðasta vígi andstæðinga ESB er fallið, þá kemur bara eitthvað annað í staðin hjá andstæðingum, eins og að það sé engin trygging að ESB breyti stefnunni einhvern tíman í framtíðinni aftur til baka í fyrra horf. þessum andstæðingum er ekkert heilagt í bullinu. Stöndum saman og komum Íslandi í ESB sem fyrst.

Valsól (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 23:42

7 identicon

Enn og aftur ætla ég að spyrja fólk eftirfarandi: Ég tók lán upp á 18 miljónir til 40 ára. það hefur verið reiknað út að þetta lán þurfi ég að borga 17 falt til baka ef við notum íslensku krónuna, 17 falt, þ.e. rúmar 300 miljónir þegar upp er staðið. Vilt þú borga húsnæðislánið þitt 17 falt til baka, eða viltu borga það 1,5 falt til baka með því að ganga í ESB.

Ég veit alveg hvað ég vill, ég tek afstöðu með sjálfum mér, fjölskyldu minni og veskinu mínu, en ekki með sægreifum, óðalsbændum eða öðrum sérhagsmuna og öfgahópum. Ég ætla ekki að detta í þá gryfju að fara hjálpa mönnum að viðhalda óbreyttu ástandi bara svo einhverjir fáeinir aðilar hafi það gott á kostnað fjöldans.

Það hefur einnig komið fram að ef við værum með vexti eins og í ESB þá myndu vextir á heimili og fyrirtæki í landinu lækka um 228 miljarða á ári. Þetta þýðir á mannamáli að fólk þarf að leggja á sig ómælda vinnu til þess að borga þessa okurvexti. Ef við færum í ESB og vextir myndu lækka um 228 þúsund miljónir á ári, þá þýddi það að við gætum eytt meiri tíma með börnunum okkar sem myndi auka lífsgæði þeirra og okkar til mikilla muna. Hvort vilt þú? Villt þú vera áfram utan ESB og leggja á þig alla þá aukavinnu sem það kostar að greiða þessa 228 miljarða? Eða viltu ganga í ESB og minka við þig álag og eyða meiri tíma með fjölskyldu þinni?

Valsól (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 23:43

8 identicon

Fastgengisstefna mv gengisvísitölu 170 gengur tæplega upp að óbreyttu. Gjaldeyrishöftin halda ekki og gjaldeyrisskil myndu minnka enn frekar og pressan á krónuna myndi aukast verulega frá því sem er í dag. Eina lausnin er að leysa krónubréfastöðu erlendra fjárfesta sem er eins og myllusteinn um háls íslenska hagkerfisins og er að pressa gengi krónunnar niður. Þetta er eitt stærsta efnahagsvandamálið á Íslandi í dag. Evruupptaka er það langt undan að hún leysir þetta vandamál ekki.

Jóhannes (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 01:07

9 Smámynd: Ólafur Eiríksson

"Annars er einfaldast að ganga í Evrópusambandið náist ásættanlegir samningar og fá evrópska seðlabankann til að verja gengið - og taka upp evruna í kjölfarið!"

Er það einfalt? 

Ólafur Eiríksson, 27.5.2009 kl. 07:56

10 Smámynd: Páll Blöndal

Ekkert mál Hallur
Færslan hefur líklega eitthvað skolast til.
Í færslunni var ég bara að lýsa ánægju minni yfir málefnalegri umfjöllun þinni um málin þó svo að menn greini á.
Of mikið að menn sjá allt í svörtu EÐA hvítu.


Páll Blöndal, 28.5.2009 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband