Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Samvinnuskólinn 90 ára og Hollvinasamtök Bifrastar 50 ára
12.6.2008 | 21:46
Samvinnuskólinn sem í áranna rás hefur þróast í öflugan háskóla sem ber nú heitið Háskólinn á Bifröst er 90 ára á þessu ári. Þá eru tímamót hjá Hollvinasamtökum Bifrastar sem byggja á 50 ára grunni.
Mér hlotnaðist sá heiður að vera kosinn formaður Hollvinasamtaka Bifrastar á aðalfundi félagsins í gær á 50 ára afmælisári samtakanna. Það verður spennandi að taka þátt í afmælisárinu, en ekki síður að fá tækifæri til þess að leggja mitt af mörkum ásamt meðstjórnendum mínum í Hollvinasamtökunum til að styðja við bak Háskólans á Bifröst sem reyndar hét Samvinnuháskólinn þegar ég stundaði þar nám 1993-1995.
Það var þann 14. september 1958 að nemendur útskrifaðir frá Samvinnuskólanum að Bifröst stofnuðu Nemendasamband Samvinnuskólans, skammstafað NSS. Í frétt frá þeim fundi segir m.a. tilgangur með stofnun NSS er að treysta bönd gamalla nemenda við skóla sinn og efla kynni og skilning milli eldri og yngri nemenda.
Á aðalfundi NSS í janúar 1999 urðu þau þáttaskil að lögum þess Nemendasambandsins var breytt og sambandið varð hollvinasamtök sem treysta skyldu bönd yngri og eldri nemenda, efla kynni þeirra og síðast og ekki síst yrðu samtökin bakhjarl alls skólastarfs að Bifröst.Þá var einnig veitt heimild í lögunum til að starfsmenn skólans og fyrrverandi starfsmenn ásamt öllum þeim sem áhuga hefðu á að vinna að markmiðum sambandsins gæfist kostur á að gerast félagar.
Á aðalfundi samtakanna sem haldinn var þann 27. nóvember 2006 var lögunum enn breytt nokkuð og þau aðlöguð nýjum aðstæðum. Meðal annars var nafni samtakanna breytt í Hollvinasamtök Bifrastar og einnig er í nýju lögunum ákvæði um að allir nemendur sem útskrifast hafa úr Samvinnuskólanum, Samvinnuháskólanum, Viðskiptaháskólanum á Bifröst og Háskólanum á Bifröst séu sjálfkrafa félagar í Hollvinasamtökunum nema þeir óski eftir að vera það ekki.
Núgildandi lög samtakanna eru birt í heild sinni á vefsíðu samtakanna.
Félagar í Hollvinasamtökum Bifrastar eru nú um 2.500 talsins og má finna nöfn þeirra á vefsíðu samtakanna undir liðnum félagaskrá. Það gæti verið skemmtileg afþreying að skoða nafnalistann og sjá hve margir þjóðþekktir Íslendingar hafa verið á Bifröst - og í gamla Samvinnuskólanum í Reykjavík!
Dagskrá með helstu atburðum er snerta 90 ára afmæli Samvinnuskólans - nú Háskólans á Bifröst - og 50 ára afmæli Nemendasambands Samvinnuskólans - nú Hollvinafélags Bifrastar - má sjá hér.
Ég skora á alla Bifrestinga að taka þátt í starfi Hollvinasamtakanna og leggja sitt af mörkum til að styðja við bak Háskólans á Bifröst - háskóla sem byggir á afar merkilegri 90 ára sögu Samvinnuskólans og Samvinnuháskólans.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
HallurMagg geymdur á Landsbókasafninu með Sóleyju Tómasdóttur!
12.6.2008 | 08:27
HallurMagg er geymdur á Landsbókasafninu með Sóleyju Tómasdóttur. Það kom mér dálítið á óvart, en þannig er það samt! Reyndar erum við ekki geymd þar með holdi og blóði, heldur eru blogfærslur okkar - og reyndar allra hinna bloggaranna - afritaðar reglulega og geymdar á rafrænana hátt.
Reyndar eru allar vefsíður íslenskar sem enda á .is afritaðar! Líka mynda og bloggsíðurnar! Þannig er blogg og myndir fjölskyldunnar frá Noregsdvölinni nú á vísum stað!
Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir þessu. Held að sumir eigi eftir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir sitjast fyrir framan takkaborðið næst - sem reyndar er hollt og gott því það á ekki að láta hvað sem er fjúka!
Íslendingar þurfa því ekki að skrifa bók til að verk þeirra lifi inn í framtíðina - bloggið mun bera okkur vitni um ókomna tíð!
Skrítið!
... ég sem hélt ég þyrfti að skrifa bók!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
ASÍ tekur í skottið á ráðvilltri ríkisstjórn!
11.6.2008 | 17:29
Alþýðusambandið tekur í skottið á ráðvilltri ríkisstjórn með ályktun sinni þar sem miðstjórn ASÍ lýsir þungum áhyggjum yfir stöðu efnahagsmála og leggur áherslu á að stjórnvöld grípi þegar til aðgerða til að sporna gegn vaxandi atvinnuleysi og fjöldagjaldþrotum.
Enn á ný er það verkalýðshreyfingin sem tekur af skarið og reynir að hafa vit fyrir ríkisstjórninni sem hangir undir gafli og gerir ekki neitt.
"Við þessar aðstæður er hætt við að unga fólkið sem nýlega hefur ráðist í sín fyrstu húsnæðiskaup lendi í greiðsluvandræðum og komist í þrot ef ekkert verður að gert. Þegar við bætist að núverandi vaxtastig og aðgengi fyrirtækja að lánum veldur því að hjól atvinnulífsins eru að stöðvast má búast við að fjöldi heimila lendi í vandræðum því atvinnuleysi mun að óbreyttu vaxa hratt þegar líður á árið. Gagnvart þessari stöðu virðast stjórnvöld standa úrræðalaus." segir í ályktun ASÍ.
Alþýðusamband Íslands er því greinilega ekki sammála Árna á Kirkjuhvoli sem sagði í viðtali við Moggan í gær: Ég held ekki að við þurfum að hafa of miklar áhyggjur." sjá nánar:
Áhyggjuleysi Árni á Kirkjuhvoli gáfumerki eða grandaleysi?
Stjórnvöld grípi til aðgerða gegn fjöldagjaldþrotum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íbúðalánasjóður getur tæplega neitað lánveitingum á nýbyggingar!
11.6.2008 | 08:28
Ég efast um að Íbúðalánasjóður geti neitað um lánveitingar á nýtt íbúðarhúsnæði. Þeir aðiljar sem uppfylla skilyrði laga og reglugerða eiga rétt á lánum. Lánveitingar Íbúðalánasjóðs hafa aldrei verið háð persónulegu mati eins eða neins, heldur byggst á tryggu, sanngjörnu regluverki.
Ef Íbúðalánasjóður ætlar að neita einstaklingum sem uppfylla skilyrði um greiðslumat og byggingaraðiljum sem leggja fram bankatryggingar í samræmi við vinnureglur Íbúðalánasjóðs sem samþykktar eru af stjórn sjóðsins þá þarf félagsmálaráðherra að minnsta kosti að breyta núverandi reglugerðum - og jafnvel þarf lagabreytingu til að mínu mati.
Fréttinn "Engin lán á ný hús" kemur reyndar hvergi fram hjá framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs að sjóðurinn hyggist neita hvorki einstaklingum né byggingaraðiljum um lán ef þeir uppfylla skilyrði. Hins vegar gefur hann í skyn að ekki verði veitt lánsloforð vegna leiguíbúða á þeim svæðum þar sem offramboð er á leiguíbúðúm. Það er allt annað mál - enda fjárheimildir sjóðsins í fjárlögum til veitinga leiguíbúðalána takmarkaðar við samtals að mig minnir 10 milljarða á árinu 2008.
Fyrirsögnin er því væntanlega misskilningur.
En fyrst við erum að tala um Íbúðalánasjóð - þá er vert að minna félagsmálaráðherrann á að í því kuli sem nú er á fasteignamarkaði - er honum rétt og skylt að afnema viðmið lána Íbúðalánasjóðs við brunabótamat - og hækka hámarkslán!
Engin lán á ný hús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Áhyggjuleysi Árni á Kirkjuhvoli gáfumerki eða grandaleysi?
10.6.2008 | 21:14
Hvort ætli áhyggjuleysi Árna á Kirkjuhvoli yfir efnahagsmálunum beri vott um gáfumerki og djúpan skilning á efnahagsmálum eða ábyrgðarlaust grandaleysi?
Það er ljóst að fjárlagafrumvarp hans síðasta haust bar vott um grandaleysi - enda varð það til þess að magna upp mikið verðbólgubál!
Í frétt Moggans segir:
Ég held ekki að við þurfum að hafa of miklar áhyggjur," segir Árni. Eins og hlutir hafa þróast er samdráttarhættan aðallega tengd alþjóðlegri þróun."
Árni telur líklegt að íslenska hagkerfið standi í stað á næsta ári en ekki sé líklegt að alvarlegur samdráttur verði. Síðan muni hagkerfið taka við sér á ný árið 2010.
Ekki er ég viss um að stjórnendur fyrirtækjanna sem mynda úrvalsvísitöluna í Kauphöllinni séu sama sinnis, en í dag stóð vísitalan í lægsta gildi frá því 17. ágúst 2005.
Ekki heldur stjórnendur þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem nú eru í miklum erfiðleikum - ekki vegna slæmrar eiginfjárstöðu - heldur vegna alvarlegs lausafjárskorts. Ég er ekki viss um að þessir stjórnendur séu sammála Árna á Kirkjuhvoli varðandi lausafjárstöðu, en í frétt Moggans segir um Árna:
Þá segir hann að staða peningamála hafi batnað á Íslandi á síðustu vikum, einkum þó hjá bönkunum, sem hafi sýnt styrk sinn í þeim ólgusjó sem verið hafi. Það hafi þeir getað vegna þess að þeir séu vel fjármagnaðir og ráði yfir nægu lausafé.
En við skulum vona að áhyggjuleysi Árna á Kirkjuhvoli beri vott um gáfumerki frekar en grandaleysi!
Dregur úr hagvexti en samdráttur ólíklegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.6.2008 kl. 05:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Samfylkingin er stolt af Óskari Bergssyni!
9.6.2008 | 17:47
"Við erum stolt af Óskari, vorum nýlega að kjósa hann í Hafnarstjórn og í borgarráð fyrir hönd alls minnihlutans. Minnihlutinn stendur saman sem einn maður." segir Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn í samtali við Visir.is.
Þá vitum við það!
Hins vegar kemur ekki fram afhverju Samfylkingin kaus að skilja Óskar út undan í spurningunni: "Hvernig finnst þér eftirfarandi borgarfulltrúar hafa staðið sig." en ákváðu að spyrja um frammistöðu Svandísar Svavarsdóttur og einnig helstu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Óttast Samfylkingin Óskar Bergsson?
9.6.2008 | 09:59
Óttast Samfylkingin Óskar Bergsson borgarfulltrúa Framsóknarflokksins? Skyggir hann um of á Dag B. Eggertsson? Hefur sú staðreynd að Óskar hefur í hverju málinu af öðru tekið forystu í öflugri, en málefnalegri stjórnarandstöðu og þjarmað að meirihluta borgarstjórnar svo eftir hefur verið tekið að Samfylkingin kýs að reyna að þegja Óskar Bergsson í hel?
Svo virðist vera!
Samfylkingin er nú að keyra skoðanakönnun um borgarmál gegnum Félagsvísindastofnun. Ég lenti í úrtakinu og svaraði eftir bestu samvisku eðlilegum spurningum. En þegar kom að lokaspurningunni sem var eitthvað á þessa leið:
"Hvernig finnst þér eftirfarandi borgarfulltrúar hafa staðið sig. Svarið á skalanum 1 - 10", þá var spurt um alla helstu borgarfulltrúa - nema Óskar Bergsson!
Ég benti spyrlinum á að hann hefði gleymt að spyrja um Óskar Bergsson! Spyrillinn fór ítrekað yfir spurninguna - og upplýsti að Óskar Bergsson væri ekki á listanum!!!
Það er klárlega ekki tilviljun!
Ég veit að það er Samfylkingin sem keyrir þessa könnun!
Á sama tíma og Samfylkingin reynir að þegja Óskar Bergsson í hel með því að sniðganga hann á spurningalista - og tryggja þannig að hann verði ekki fréttum fyrir að hafa staðið sig vel - þá er vinur minn Össur Skarphéðinsson að gera slíkt hið sama í bloggi sínu um ástarbríma Samfylkingar og VG!
Þetta eru skilaboð sem ekki er unnt að misskilja!
Samfylkingin óttast Óskar Bergsson borgarfulltrúa Framsóknarflokksins vegna þess að hann skyggir um of á Dag B. Eggertsson!
En heldur Samfylkingin að hún geti þagað Óskar Bergsson og Framsóknarflokkinn í hel? Ætlar Samfylkingin að flæma Óskar Bergsson úr hingað til samhentum minnihluta í borginni?
Hvað á Óskar Bergsson að gera þegar Ólafur Friðrik hættir sem borgarstjóri og nennir ekki lengur að vera í borgarstjón? Setjast í meirihluta með Samfylkingunni sem kemur svona í bakið á honum?
Þetta gæti orðið tækifæri fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem vann náið með Óskari Bergssyni í fyrsta borgarstjórnarmeirihluta kjörtímabilsins!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Tvíbeitt vegtylla gæti gengið frá Hönnu Birnu!
8.6.2008 | 20:42
Hanna Birna er öflugur kostur sem leiðtogi Sjálfstæðismanna í Reykjavík, en hin nýja vegtylla hennar er tvíbeitt og gæti gengið frá pólitískum frama hennar! Umboð hennar sem leiðtogi og borgarstjóraefni þegar Ólafur Friðrik skilar lyklunum að ráðhúsinu er ekki skýrt! Það hefði verið sterkara fyrir Sjálfstæðismenn að kjósa um hver ætti að leiða flokkinn út kjörtímabilið.
Ég er þess fullviss að Hanna Birna hefði fengið óskoraðan stuðning í slíkri kosningu og þar með klárt umboð flokksins til að leiða borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna. Þá hefði hún komið inn sem óumdeilanlegur og sterkur leiðtogi
Hönnu Birnu býðyr það verkefni að leiða sundraðan og illa laskaðan borgarstjórnarflokk - hvað sem Sjálfstæðismenn reyna að telja okkur hinum trú um - flokk sem er nánast rúinn fylgi ef miðað er við hefðbundna stöðu Sjálfstæðismanna í borginni gegnum áratugina. Hún tekur við lyklunum að ráðhúsinu af afar pólitískt veikum borgarstjóra - sem ekki hefur bakland sitt í lagi - og má því ekki misstíga sig án þess að meirihlutinn falli!
Ef allt fer í kaldakol hjá meirihlutanum - sem miklar líkur eru á í stöðunni - þá mun Hanna Birna ekki eiga framtíð fyrir sér frekar en Árni Sigfússon og Markús Örn á sínum tíma. En ef hún nær að styrkja meirihlutann og lifa af fram að næstu kosningum, þá gæti hún átt glæsta framtíð í stjórnmálunum.
Svona getur verið stutt milli feigs og ófeigs í pólitík!
Hanna Birna verður borgarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Árni á Kirkjuhvoli í sjúklegri klípu með hjúkrunarfræðinga!
6.6.2008 | 08:17
Fjármálaráðherrann Árni á Kirkjuhvoli er í sjúklegri klípu. Annað hvort verður hann að fylgja yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar um að leiðrétta kjör kvennastéttanna og koma til móts við sanngjörn tilboð hjúkrunarfræðingar - hefðbundinnar kvennastéttar með 4 ára strangt háskólanám að baki - eða hann ber ábyrgð á því að sjúkrahús landsins munu lamast.
Það er alveg ljóst að hjúkrunarfræðingar munu ekki gefa sig að þessu sinni. Ákveðni þeirra og samstaða kom fram skýrt fram deilu heilbrigðisráðherra og yfirstjórnar Landspítalans við skurðhjúkrunarfræðinga!
Ástæðan er einföld. Hjúkrunarfræðingar eru búnir að fá nóg af endalausum hringlanda og miklu álagi á sama tíma og launaumslagið er afar þunnt - nema vaktaálagið hafi verið nánast ómannlegt. Þá nálgast upphæðin það sem sambærilegar háskólastéttir á almennum vinnumarkaði hafa haft fast í sínu launaumslagi - fyrir dagvinnuna sína!
Það getur verið að ríkisstjórnin telji atvinnuleysisvofuna sem alltaf fylgir ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokks og Krata hræði hjúkrunarfræðinga til nauðasamninga - en svo verður væntanlega ekki. Þær hafa bara fengið nóg!
Mikil röskun á Landspítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
"Yfirlýsingin er aumt yfirklór manna sem líklega líkar best vistin í reykfylltum bakherbergjum" segir Egill Jóhannsson fyrrverandi formaður Bílgreinasambandsins um fyrrum félaga sína í þessum samnráðsvettvangi bílasölufyrirtækja og annarra hagsmunaaðilja í þessari atvinnugrein.
Einhverra hluta vegna datt mér í hug vinir mínir í Samtökum fjármálafyrirtækja, þar sem forstjórar banka, sparisjóða og tryggingarfélaga sitja og ráða ráðum sínum. Ekki það að ég telji að þeim ágætu mönnum líki best vistin í reykfylltum bakherbergjum, heldur vegna þess að þetta virðist sambærilegur samráðsvettvangur.
Það eru fleiri slíkir samráðsvettvangar á Íslandi. Einn er Samtök ferðaþjónustunnar þar sem ferðaþjónustuaðiljar sitja saman og finna leiðir til þess að ná sem mestum peningum út úr erlendum ferðamönnum.
Samráðsvettvangarnir eru eflaust fleirri!
Gaman að menn geti unnið svona vel saman!
Yfirlýsing frá stjórn Bílgreinasambandsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |