ASÍ tekur í skottið á ráðvilltri ríkisstjórn!

Alþýðusambandið tekur í skottið á ráðvilltri ríkisstjórn með ályktun sinni þar sem miðstjórn ASÍ lýsir þungum áhyggjum yfir stöðu efnahagsmála og leggur áherslu á að stjórnvöld grípi þegar til aðgerða til að sporna gegn vaxandi atvinnuleysi og fjöldagjaldþrotum.

Enn á ný er það verkalýðshreyfingin sem tekur af skarið og reynir að hafa vit fyrir ríkisstjórninni sem hangir undir gafli og gerir ekki neitt.

"Við þessar aðstæður er hætt við að unga fólkið sem nýlega hefur ráðist í sín fyrstu húsnæðiskaup lendi í greiðsluvandræðum og komist í þrot ef ekkert verður að gert. Þegar við bætist að núverandi vaxtastig og aðgengi fyrirtækja að lánum veldur því að hjól atvinnulífsins eru að stöðvast má búast við að fjöldi heimila lendi í vandræðum því atvinnuleysi mun að óbreyttu vaxa hratt þegar líður á árið. Gagnvart þessari stöðu virðast stjórnvöld standa úrræðalaus." segir í ályktun ASÍ.

Alþýðusamband Íslands er því greinilega ekki sammála Árna á Kirkjuhvoli sem sagði í viðtali við Moggan í gær: „Ég held ekki að við þurfum að hafa of miklar áhyggjur."  sjá nánar:

Áhyggjuleysi Árni á Kirkjuhvoli gáfumerki eða grandaleysi?


mbl.is Stjórnvöld grípi til aðgerða gegn fjöldagjaldþrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband