HallurMagg geymdur á Landsbókasafninu með Sóleyju Tómasdóttur!

HallurMagg er geymdur á Landsbókasafninu með Sóleyju Tómasdóttur. Það kom mér dálítið á óvart, en þannig er það samt! Reyndar erum við ekki geymd þar með holdi og blóði, heldur eru blogfærslur okkar - og reyndar allra hinna bloggaranna - afritaðar reglulega og geymdar á rafrænana hátt.

Reyndar eru allar vefsíður íslenskar sem enda á .is afritaðar! Líka mynda og bloggsíðurnar!  Þannig er blogg og myndir fjölskyldunnar frá Noregsdvölinni nú á vísum stað!

Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir þessu.  Held að sumir eigi eftir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir sitjast fyrir framan takkaborðið næst - sem reyndar er hollt og gott því það á ekki að láta hvað sem er fjúka!

Íslendingar þurfa því ekki að skrifa bók til að verk þeirra lifi inn í framtíðina - bloggið mun bera okkur vitni um ókomna tíð!

Skrítið!

... ég sem hélt ég þyrfti að skrifa bók!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki í slæmum félagsskap þar.. ætli við lágskrifarar séum þarna?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 10:05

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta er þörf ábending, Hallur. Ég hef oft spurt hvernig sé með höfundarrétt yfir færslum þeirra sem skrifa á blog.is og aðrar slíkar síður. Sjá t.d. þessa umræðu.

Morgunblaðið rukkar fyrir lestur síns blaðs, hvort sem það er lesið á netinu eða sent heim til fólks. Samt leyfir Morgunblaðið (og 24 stundir) sér að birta blogg ákveðinna einstaklinga algerlega að þeim forspurðum og án þess að nokkur greiðsla komi fyrir.

Þetta gera þeir í gróðaskyni, þ.e. til að gera sín blöð seljanlegri og auka aðsókn að blog.is til að auka auglýsingatekjur.

Hvernig er með höfundarrétt á bloggum? Þetta er kannski löglegt, en allavega siðlaust.

Theódór Norðkvist, 12.6.2008 kl. 10:24

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæti Theodór!

Ég hef litið á það þannig að bloggið væri opinn fjölmiðill. Því beri að umgangast hann sem slíkan. Öllum sé því heimilt að vitna í blogg - líka ðariri fjölmiðlar - en þó þannig að heimilda sé getið.

Hallur Magnússon, 12.6.2008 kl. 11:10

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Hallur er þetta ekki bara gott þá tapast myndirnar ekki, en spurning hvort Landsbokasafnið heimti greiðslu fyrir að geyma þær.

Einar Þór Strand, 12.6.2008 kl. 11:35

5 identicon

Ég er nú ekki sannfærður um réttinn til afritunar efnis til geymslu, eða framtíðarnotkunar. Það er tvennt að vitna í hluta ritverka og að afrita þau í heild sinni.

Þetta internet er nú bara bóla, er það ekki?

Hrannar (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 12:45

6 identicon

Það er ekkert nýtt í þessu í rauninni. Þegar þú vistar bloggfærslu á netið ertu búinn að sá henni miklu víðar en flestir gera sér grein fyrir og það er alls ekki víst að með því að eyða færslunni úr bloggkerfinu þá sé hún horfin að eilífu. Allar leitarvélar (Google, Yahoo, MSN o.s.frv.) vafra stanslaust sjálfvirkt á netinu og "punkta hjá sér" það sem hefur breyst síðan síðast, taka í raun afrit af síðunum sem eru geymd um ókomna tíð. Einnig eru til vefir sem gera það sama og Landsbókasafnið, þ.e. kópera internetið eins og það leggur sig til geymslu til framtíðar. Sjá t.d. www.archives.org.

Um daginn bað vinur minn mig um að eyða ákveðinni eldgamalli færslu af bloggi sem ég hélt eitt sinn úti vegna þess að hún birtist ofarlega þegar hann googlaði sjálfan sig. Það var eitthvað sem heimskum unglingum fannst fyndið á sínum tíma en gæti litið illa út fyrir ungan háskólamenntaðan mann sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Ég eyddi færslunni en nú nokkrum vikum síðar kemur hún ennþá upp á google og þar er hægt að skoða afrit af henni.

Boðskapurinn er semsagt sá að þú átt ekki að gaspra neinu á internetið sem þú vilt geta dregið til baka síðar. Þetta er einfaldlega tæknilegt eðli miðilsins og fólk verður að skilja það í umgengni við hann.

Bjarki (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband