Bílgreinasambandið, Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök ferðaþjónustunnar!

 "Yfirlýsingin er aumt yfirklór manna sem líklega líkar best vistin í reykfylltum bakherbergjum"   segir Egill Jóhannsson fyrrverandi formaður Bílgreinasambandsins um fyrrum félaga sína í þessum samnráðsvettvangi bílasölufyrirtækja og annarra hagsmunaaðilja í þessari atvinnugrein.

Einhverra hluta vegna datt mér í hug vinir mínir í Samtökum fjármálafyrirtækja, þar sem forstjórar banka, sparisjóða og tryggingarfélaga sitja og ráða ráðum sínum. Ekki það að ég telji að þeim ágætu mönnum líki best vistin í reykfylltum bakherbergjum, heldur vegna þess að þetta virðist sambærilegur samráðsvettvangur.

Það eru fleiri slíkir samráðsvettvangar á Íslandi. Einn er Samtök ferðaþjónustunnar þar sem ferðaþjónustuaðiljar sitja saman og finna leiðir til þess að ná sem mestum peningum út úr erlendum ferðamönnum.

Samráðsvettvangarnir eru eflaust fleirri!

Gaman að menn geti unnið svona vel saman!

 

 


mbl.is Yfirlýsing frá stjórn Bílgreinasambandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Axel Axelsson

Mikið rétt. Svo hlaupa allir upp til handa og fóta þegar nokkrir grænmetissalar hittast á sólríkum degi í Öskjuhlíðinni, eins og það sé eitthvað mikið viðkvæmara að selja gúrkur en bíla. Alveg með ólíkindum hvernig þessum málum er háttað hérlendis, þar sem fyrirkomulag samráðs er látið viðgangast, á meðan slíkt er litið mjög alvarlegum augum víðast hvar ef forstjórar samkeppnisfyrirtækja láta sér svo mikið sem detta það í hug að vera í sama golfklúbbi.

Kannski að hinn dugmikli viðskiptaráðherra taki til hendinni í þessum málum næst, þegar hann er búinn að hrista uppí neytendamálunum.

Gunnar Axel Axelsson, 5.6.2008 kl. 23:06

2 identicon

Þetta bílgreinasamband er voða skrýtið fyrirbæri. Það er ástæða fyrir því að mitt fyrirtæki ákvað að ganga ekki til liðs við sambandið.

Ég ætlaði að fara að segja "hvað myndi fólk segja ef Bónus og Krónan væru saman í samráðsfélagi" en mundi þá eftir Félagi stórkaupmanna.  *gisp*

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 07:46

3 identicon

Sæll Bragi.

Vil minna þig á að þú óskaðir eftir umsóknareyðublaði þar sem þú hafði áhuga á aðild að Bílgreinasambandinu en áhugi þinn dofnaði eitthvað þegar kostnaðurinn við inngöngu í sambandið varð þér ljós, berin urðu súr.  þrátt fyrir það hefur þú óskað eftir að vera með og tekið þátt í bílasýningum sem Bílgreinasambandið hefur staðið að eins og niður á hafnarbakka sumardaginn fyrsta.  Þínu fyrirtæki var aldrei boðin aðgangur enda kannski ekki raunhæft fyrir fyrirtæki sem selur færri bíla (rafmagns)en eru á fingri annarra handar á ári en eru meira í skartgripasölu.! Varðandi að um samráðssamtök sé að ræða sem sumir virðarst halda þá er þar um geislandi fáfræði að ræða.  Innan Bílgreinasambandsins eru aðilar sem starfa í bílgreininni í víðum skilningi.   í stjórn sambandsins eru forstjórar bílaumboða, aðilar sem reka verkstæði bæði, réttingarverkstæði og vélaverkstæði.  Ég veit ekki annað en flestar atvinnugreinar hafi einhverskonar samtök sem hafa það markmið að efla og styrkja sína umbjóðendur.  Einnig á það ekki að fara framhjá neinu manni að um gríðalega samkeppni er að ræða innan bílgreinarinnar og má fullyrða hún er hvergi eins hörð.   Markmið Bílgreinasambandsins er að félagar innan þess starfi af fagmennsku, vinni eftir gæðastöðlum og veiti viðskiptavinum sínum góða þjónustu.  Samráðsvettvangur!, ég held að allir með athyglina í lagi sjái að það á ekki við um þessa grein.  Rétt er líka að benda á að þessi atvinnugrein skilar uþb. 40 miljörðum á ári í ríkissjóð eða uþb. 13% af heildartekjum ríkisins sem nýttar eru eins og allir vita ekki bara í viðhald vega en þangað fara uþb. 11 miljarðar. Stærsti hlutinn fer í önnur samfélagsleg verkefni.

Özur Lárusson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 11:58

4 identicon

Sæll og blessaður, Özur.

Mikið rétt að við fengum umsóknareyðublað áður en við höfðum kynnt okkur skilyrðin almennilega.  Og auðvitað réð hagsýnin stórum hluta ástæðunnar því að við enduðum með að sækja ekki um, enda viljum við leggja sem allra minnst á þau farartæki sem við seljum og þyrftum eins og önnur fyrirtæki að velta aukakostnaðinum yfir í vöruverðið. Ég bendi á það að hér fyrir ofan sagði ég eingöngu að það "væri ástæða" fyrir því að við gengum ekki til liðs við ykkar eflaust ágæta samband.  Í millitíðinni hef ég síðan reyndar hitt fyrrum meðlimi sem réðu okkur sterklega frá því að ganga til liðs við samtökin og þeir höfðu sínar ástæður sem ég endurtek náttúrulega ekki hér, enda voru þær viðhafðar í einkasamtölum.

Stóð Bílgreinasambandið eitt að þessari sýningu (nota bene: einni sýningu - hvaða fleiri sýningar þú ert að ímynda þér hef ég ekki hugmynd um) á sumardaginn fyrsta? Ég er ekki einu sinni viss um að ég hafi séð starfsmenn frá ykkur þar... allavega voru allir þeir (allavega fjórir manns) sem ég hafði mín samskipti við í vinnu hjá Íslenskri Nýorku og Reykjavíkurborg.  Það voru þeir hjá Íslenskri Nýorku sem buðu okkur að vera með og ég heyrði aldrei orð frá þér né öðrum hjá Bílgreinasambandinu.  Ég er ansi hræddur um að ansi margir hefðu spurt eftir rafmagnsbílnum ef þeir hefðu mætt á sýningu á "vistvænum bílum" og eintómir bensín- og díselhákar frá þínum umbjóðendum hefðu verið þar til sýnis. 

Var það kannski Bílgreinasambandið sem bað framkvæmdastjóra Íslenskrar Nýorku að hringja í okkur og bjóða okkur að vera með eða gerði hann það upp á sitt einsdæmi? Sá ágæti maður minntist jú eitthvað á ykkur en aðallega með þeim orðum að við "værum náttúrulega ekki alvöru bílaumboð" þar sem við værum ekki í Bílgreinasambandinu.  Ég man bara eftir þeim orðum af því mér fundust þau svo fyndin.  Tek það samt fram svo enginn misskilningur sé á ferðinni að Jón Björn er gæðamaður og varð væntanlega bara þarna fótaskortur á tungunni.

"Þínu fyrirtæki var aldrei boðin aðgangur enda kannski ekki raunhæft fyrir fyrirtæki sem selur færri bíla (rafmagns)en eru á fingri annarra handar á ári en eru meira í skartgripasölu.! "
Hver er súr núna? Heldurðu að ég hafi bara mætt með bílinn niður á höfn algjörlega óboðinn? Maður í þinni stöðu ætti ekki að vera með svona fullyrðingar, hafandi ekkert á bakvið þær.  Er eitthvað *að* því að selja meira en bara farartæki? Gerir það okkar sérþekkingu og þjónustu á rafmagnsfarartækjum eitthvað lélegri fyrir vikið?  Vildirðu frekar að við færum þá ómerkilegu leið að vera í kennitöluflakki og reka allan bisnessinn undir sínu hverju nafninu? Þannig vinnum við ekki, og þurftum meira að segja ekki að vera í einhverjum klúbbi til að ákveða það.

Ef við gerum ráð fyrir því að þín viðhorf séu einnig viðhorf Bílgreinasambandsins er ég ólýsanlega feginn því að við sóttum aldrei um inngöngu. 

Það er augljóst á bréfi þínu að viðhorf sambandsins er að a) lítil fyrirtæki eiga ekki rétt á sér á "umhverfishæfir bílar" sýningum þó þau séu að selja bíl sem er sannanlega þúsund sinnum "umhverfishæfari" en næsti bíll á eftir b) "bílar (rafmagns)" eru ekki alvöru farartæki og c) það er um að gera að vera með alls kyns fullyrðingar um sölutölur samkeppnisaðila sem þið hafið enga hugmynd um.

Að lokum. Til hamingju með að félagar þínir selja svona marga bíla og ríkið græði svona mikið á þeim.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 15:02

5 identicon

Sæll Bragi.

það er spurning hvaða kostnað þú hlaust af þessari sýningu þarna niður á hafnarbakka, allavega veit ég ekki annað en að það hafi verið Bílgreinasambandið sem borgaði helming af þeim kostnaði sem þurfti að standa straum af og hinn helminginn borgaði Íslensk Nýorka.  Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir lögðu svo til aðstöðu og aðstoð af mikilli rausn.  Þér til upplýsingar þá var ég sjálfur þarna niðurfrá og svo greiddi ég aðra reikninga sem Bílgreinasambandið fékk vegna þessara sýningar hvort sem það var fyrir starfsmenn sem voru á staðnum eða annað. 

Þú er eitthvað að misskilja mig að ég hafi eitthvað á móti smærri fyrirtækjum eða skartgripasölu! en skil það vel að skartgripasalar sjái hag sínum borgið annarsstaðar en í Bílgreinasambandinu.  Minni fyrirtæki!, Uppistaðan í fjölda þeirra sem eru inna Bílgreinasambandsins eru minni fyrirtæki og einyrkjar. 

Varðandi þann fjölda af rafmangsbílum sem þú hefur selt, ég hef mjög góðan aðgang að þeim upplýsingum og getur hver sem er óskað eftir þeim tölum.  Minni þig á aftur að það var Bílgreinasambandið sem stóð að þessari sýningu ásamt Nýorku og yfirskrift hennar var vistvænir bílar því við fylgjumst vél með þeirri þróun því okkar félagsmenn sem selja bíla vilja að sjálfsögðu selja vistvæna bíla þar sem eftirspurn eftir þeim hefur aukist og á sannarlega eftir að aukast enn frekar.

Vona að þér gangi vél með þinn rekstur í framtíðinni og seljir fullt af bílum og glingri og ef þú hefur áhuga á að ganga í Bílgreinasambandið þá skal ég aðstoða þig eftir bestu getu.

Özur Lárusson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 15:52

6 identicon

"Varðandi þann fjölda af rafmangsbílum sem þú hefur selt, ég hef mjög góðan aðgang að þeim upplýsingum og getur hver sem er óskað eftir þeim tölum."

Ég átta mig á því, en eitthvað hefur tímasetningin skolast til hjá þér. Ekki eru enn liðnir nema 9 mánuðir frá því við fluttum inn fyrsta bílinn.

"það er spurning hvaða kostnað þú hlaust af þessari sýningu þarna niður á hafnarbakka, allavega veit ég ekki annað en að það hafi verið Bílgreinasambandið sem borgaði helming af þeim kostnaði sem þurfti að standa straum af og hinn helminginn borgaði Íslensk Nýorka."

Engan nema í kringum okkur sjálf, eins og þú væntanlega vissir... enda var okkur *boðið* af Íslenskri Nýorku, sem við þökkuðum þeim voða vel fyrir.  Tókum einnig þátt í sýningu daginn eftir á vegum Umhverfisráðuneytisins og Sorpu og svo enn einni helgina eftir í Fífunni þar sem tímaritið Bílar og Sport héldu glæsilega sýningu.

Ég þakka fyrir skrifin og við sjáumst eflaust á einhverri sýningunni. Þú ert velkominn í reynsluakstur (-:

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 16:23

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Özur og Bragi!

Mikið eru þetta skemmtilgar deilur!

En Özur!

Er þetta Özur Önfirðingur fyrrum framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda?

Væntanlega ekkert samráð þar heldur - frekar en hjá stórforstjórunum í bílabransanum!

Hallur Magnússon, 6.6.2008 kl. 16:48

8 identicon

Jú Hallur það er rétt hjá þér, ég er Önfirðingur og fyrrum framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda og Markaðsráðs kindakjöts.  Veit ekki hvaða samráðsröfl þetta er!. Sauðfjárbændur vinna við að framleiða mjög svo einsleita vöru og ég skal lofa þér því að það er ekkert samráð þar sem ekki má.  Bændur mega reyndar samkvæmt lögum gefa út viðmiðunarverð og er það að líkindum eina stéttin sem má það.  Aftur á móti þá ber sláturleyfishöfum engin skylda til að virða það eða fara eftir því. 

En að því slepptu þá bendi ég ykkur á að velta því fyrir ykkur næst er þið farið að kaupa nýjan bíl, hvort tilfinningin sem kviknar sé sú að þar hafi menn rætt við keppinautinn um verðlagið og búnaðinn sem í boði er...! Held ekki

Özur Lárusson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband