Tvíbeitt vegtylla gæti gengið frá Hönnu Birnu!

Hanna Birna er öflugur kostur sem leiðtogi Sjálfstæðismanna í Reykjavík, en hin nýja vegtylla hennar er tvíbeitt og gæti gengið frá pólitískum frama hennar! Umboð hennar sem leiðtogi og borgarstjóraefni þegar Ólafur Friðrik skilar lyklunum að ráðhúsinu er ekki skýrt!  Það hefði verið sterkara fyrir Sjálfstæðismenn að kjósa um hver ætti að leiða flokkinn út kjörtímabilið.

Ég er þess fullviss að Hanna Birna hefði fengið óskoraðan stuðning í slíkri kosningu og þar með klárt umboð flokksins til að leiða borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna. Þá hefði hún komið inn sem óumdeilanlegur og sterkur leiðtogi

Hönnu Birnu býðyr það verkefni að leiða sundraðan og illa laskaðan borgarstjórnarflokk - hvað sem Sjálfstæðismenn reyna að telja okkur hinum trú um - flokk sem er nánast rúinn fylgi ef miðað er við hefðbundna stöðu Sjálfstæðismanna í borginni gegnum áratugina.  Hún tekur við lyklunum að ráðhúsinu af afar pólitískt veikum borgarstjóra - sem ekki hefur bakland sitt í lagi - og má því ekki misstíga sig án þess að meirihlutinn falli!

Ef allt fer í kaldakol hjá meirihlutanum - sem miklar líkur eru á í stöðunni -  þá mun Hanna Birna ekki eiga framtíð fyrir sér frekar en Árni Sigfússon og Markús Örn á sínum tíma. En ef hún nær að styrkja meirihlutann og lifa af fram að næstu kosningum, þá gæti hún átt glæsta framtíð í stjórnmálunum.

Svona getur verið stutt milli feigs og ófeigs í pólitík!


mbl.is Hanna Birna verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert nú meiri helv. kommakellingin Sigurbjörg....var R-listinn svona frábær....hvað gerðann?????.....svar: ekki neitt, hann bara var

pétur (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 22:12

2 identicon

Við sem þekkjum til verka Hönnu Birnu höfum engar áhyggjur af því að hún standi sig ekki.  Sérstakt að heyra frá andstæðingum Sjálfstæðisflokksins að kjósa þyrfti til að velja arftaka Villa.  Hanna Birna er 2. á listanum og því engin spurning að hún taki við er Villi ákveður að fara frá.  Vinnubrögð okkar Sjálfstæðismanna eru þau að við virðum prófkjör og að sjálfsögðu tekur næsti maður á listanum við, er sá sem ofar er ákveður að víkja.  Vonandi eru þessi vinnubrögð höfð í hávegum í öðrum flokkum, því hvar er annars líðræðið?  Mér er spurn, eru vinstri flokkarnir sem samanstanda af Samfylkingunni enn að nota handafl til að velja eftirmenn?  Sorglegt ef er í nútíma samfélagi.

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 01:18

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæta Guðrún!

Gísli Marteinn og Júlíus Vífill og stuðningsmenn þeirra voru ekki á því að það væri sjálfgefið að ganga niður listann! Það hefur komið fram í fjölmiðlum. Mér er sossum sama hvaða leið þið farið - en staða Hönnu Birnu hefði verið sterkari ef flokkurinn hefði valið að nota beint lýðræði í þessu vali.

Nú geta allir - td. Gísli Marteinn og Júlíus Vífill - véfengt að umboð Hönnu sé skýrt!

Það verður líka skrítin staða þegar prófkjör fer fram - sem styttist í - að vegna þessa óskýra umboðs Hönnu Birnu - þá munu allir geta hjólað í hana sem "tímabundinn borgarstjóra" - í stað þess að umboð hennar væru óumdeilt.

Guðni Ágústsson á við svipað vandamál að glíma. Hann hefur aldrei verið kjörinn formaður Framsóknarflokksins - heldur tók við sem varaformaður. Það er ekki rætt á hverjum degi - en ljóst að ef hann misstígur sig - þá vofir þetta alltaf yfir honum - allt þar til hann verðir kjörinn beinni kosningu á flokksþingi.

Hallur Magnússon, 9.6.2008 kl. 08:31

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Vilhjálmur var í 1.sæti og Hanna Birna í 2.sæti - Vilhjálmur tekur sjálfur ákvörðun um að víkja vegna stöðu flokksins og eðlilega gerir hann tillögu um að sá er var í 2.sæti taki við sem oddviti, ekkert óeðlilegt við það.
Það er ekkert óskýrt við umboð Hönnu Birnu - þetta er sama og var gert t.d á Akureyri þegar Kristján fór frá sem bæjarstjóri.

Óðinn Þórisson, 9.6.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband