Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Bömmer! Gígja hætt að vinna á Furuborg!
5.6.2008 | 10:04
Gígja "fóstra" er hætt að vinna á Furuborg eftir 15 ára farsælt starf sem leikskólakennari. Væntanlega búin að fá nóg af launastefnu samfélagsins!
Þetta er mikill skaði fyrir Grétu mína og hina krakkana á Furuborg. Eiginlega algjör "bömmer" svo ég sletti smá!
Reyndar dáist ég að úthaldinu hjá Gígju og öðrum öflugum leikskólakennurum sem hafa þraukað ár eftir ár á hugsjóninni og starfsánægjunni einni saman. Því ekki eru það launin sem laða gott fólk að!
Ég óttast að við eigum eftir að sjá á eftir fjölda góðra starfsmanna úr umönnunarstéttunum og kennarastéttunum á næstu mánuðum - þrátt fyrir yfirvofandi atvinnuleysi sem OECD hefur spáð á Íslandi - en slíkt atvinnuleysi hefur verið einkenni ríkisstjórnartíðar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar - áður Alþýðuflokks - gegnum tíðina.
Það voru falleg orðin sem ríkissjórnin hafði um að rétta hlut kvennastéttanna í samfélaginu - en skilaboðin sem Árni Matthiesen á Kirkjuhvoli og ríkisstjórnin senda nú hjúkrunarfræðingum gegnum samninganefnd sína - boða ekki gott!
Vonandi eigum við ekki eftir að sjá á eftir mörgum "Gýgjum" á næstunni - en ef við ætlum að halda þeim í faglegri vinnu með börnunum okkar - þá verður að umbuna "Gýgjunum" í launum!
Þá verður Árni á Kirkjuhvoli líka að tryggja hjúkrunarfræðingum eðlileg kjör - annars gæti félagi hans Gulli í heilbrigðisráðuneytinu lent í enn verri vanda en hann hefur þurft að glíma við til þessa!
Gígja og allir hinir fullorðnu snillingarnir á Furuborg! Takk fyrir frábært starf með yngri börnin mín þrjú á undanförnum 8 árum!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bill Clinton næsti varaforseti Bandaríkjanna?
4.6.2008 | 07:57
Ætli Bill Clinton verði ekki bara næsti varaforseti Bandaríkjanna?
Hillary Rodham Clinton hefur reyndar heldur betur sýnt styrk sinn sem öflugur sjálfstæður frambjóðandi sem hefði ekki síður erindi sem forsetaframbjóðandi en Framsóknarmaðurinn Barak Obama - sem verður næsti forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins!
Helsti veikleiki Obama hefur verið talinn reynsluleysi á ákveðnum sviðum - ekki hvað síst í alþjóðamálum. Hillary Rodham hefur ákveðna reynslu á því sviði en þó ekki eins mikla og Bill!
En afhverju ekki að nýta reynsluboltann Bill Clinton - sem enginn mun geta frýjað um reynsluleysi á neinu sviði - og alls ekki í alþjóðamálum - sem varaforsetaefni Demókrata?
Málið er nefnilega það að Clinton eru ekki bara Bill og Hillary Rodham! Clinton er öflug hreyfing innan Demókrataflokksins sem sýnt hefur mikinn styrk og ekki er unnt að ganga framhjá. Þeirra stefnumál er líka ákveðin pólitík sem ekki er unnt að hunsa innan flokksins. Hillary hefur lagt áherslu á heilbrigðismálin - og mun leggja áherslu á að Obama taki tillit til þess - því Obama þarf á stuðningi Clinton að halda.
Ég hef semsagt skipt um skoðun. Ég hef hingað til viljað Barak Obama og Hillary Rodham Clinton sem forsetaframbjóðendateymi Demókrata - teymið sem vinnur Hvíta húsið heimsbyggðinni til heilla - en vil núna Barak Obama og Bill Clinton!
Þeir geta svo skipað Hillary í hæstarétt!!!
Óskaði Obama til hamingju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bill Clinton næsti varaforseti Bandaríkjanna?
3.6.2008 | 19:30
Ætli Bill Clinton verði ekki bara næsti varaforseti Bandaríkjanna?
Hillary Rodham Clinton hefur reyndar heldur betur sýnt styrk sinn sem öflugur sjálfstæður frambjóðandi sem hefði ekki síður erindi sem forsetaframbjóðandi en Framsóknarmaðurinn Barak Obama - sem verður næsti forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins!
Helsti veikleiki Obama hefur verið talinn reynsluleysi á ákveðnum sviðum - ekki hvað síst í alþjóðamálum. Hillary Rodham hefur ákveðna reynslu á því sviði en þó ekki eins mikla og Bill!
En afhverju ekki að nýta reynsluboltann Bill Clinton - sem enginn mun geta frýjað um reynsluleysi á neinu sviði - og alls ekki í alþjóðamálum - sem varaforsetaefni Demókrata?
Málið er nefnilega það að Clinton eru ekki bara Bill og Hillary Rodham! Clinton er öflug hreyfing innan Demókrataflokksins sem sýnt hefur mikinn styrk og ekki er unnt að ganga framhjá. Þeirra stefnumál er líka ákveðin pólitík sem ekki er unnt að hunsa innan flokksins. Hillary hefur lagt áherslu á heilbrigðismálin - og mun leggja áherslu á að Obama taki tillit til þess - því Obama þarf á stuðningi Clinton að halda.
Ég hef semsagt skipt um skoðun. Ég hef hingað til viljað Barak Obama og Hillary Rodham Clinton sem forsetaframbjóðendateymi Demókrata - teymið sem vinnur Hvíta húsið heimsbyggðinni til heilla - en vil núna Barak Obama og Bill Clinton!
Þeir geta svo skipað Hillary í hæstarétt!!!
Clinton mun játa sig sigraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Af hverju ekki að bjarga því sem bjargað verður hjá REI?
3.6.2008 | 07:33
Það hefði verið nær að bjarga því sem bjargað verður með því að starfsmenn REI hefðu haldið áfram með verkefni þau sem REI hefur komið að. Ekki láta yfirstjórn verkefnanna í hendur ráðvilltra stjórnmálamanna sem flestir virðast vel undir meðallagi í hæfni til reksturs og stjórnunar miðað við þann ótrúlega skaða sem þeir hafa náð að vinna á ótrúlega skömmum tíma!
Ég hef verið hlynntur því að lýðræðislega kjörnir fulltrúar kæmu að yfirstjórn fyrirtækja í almannaeigu og að ákveðin fyrirtæki yrðu áfram í almannaeigu.
En klúðrið kring um REI hefur orðið til þess að ég efaðist á tímabili um þá aðferð.
Ef ekki hefði verið fyrir þróun á ýmsum stöðum í einkageiranum þar sem almannahagsmunir eru ríkir, þar sem stjórnendur og eigendur sem ekki eru lýðræðislega kjörnir heldur starfa í skjóli auðs síns og ákvarðanir hafa yfirleitt verið teknar gegn almannahagsmunum en með sérhagsmunum, þá væri ég búinn að afskrifa þetta form.
Mín skoðun er nú sú að við verðum bara að vanda betur vali á lýðræðislega kjörnum fulltrúum okkar!
En í tilfelli REI - þá er klúðrið svo algjört að það nánast sést frá tunglinu! Stjórnmálamennirnir þar hefðu átt að sjá sóma sinn í að draga sig til baka og fela starfsmönnunum að halda áfram á sínum forsendum - frekar en að halda sirkusnum áfram og klúðar málum endanlega.
Kosturinn við þetta er þó sá að kjósendur virðast ætla að taka af skarið og refsa þeim sem bera ábyrgð á REI klúðrinu - ef marka má skoðanakannanir! Vandamálið er bara það að sú refsing gæti komið allt of seint!!!
Buðust til að taka yfir verkefni REI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spennandi endurnýjun Moggans!
2.6.2008 | 14:24
Það verður spennandi að fylgjast með endurnýjun Moggans á næstu vikum og mánuðum. Það var ljóst að Mogginn hafði verulega misst siglinguna á síðustu árum Styrmis og lífsnauðsynlegt fyrir blaðið að fá nýjan, ferskan skipsjóra á skútuna.
Eigendur Morgunblaðsins völdu rétt þegar þeir fengu Ólaf Þ. Stephensen í brúnna. Ólafur á að baki afar farsælan blaðamannaferil sem einkennst hefur af vönduðum vinnubrögðum þar sem mjög ákveðnar stjórnmálaskoðanir hans hafa ekki hafa orðið fagmennskunni ofursterkari.
Þá hefur Ólafur heldur betur sannað sig sem ritstjóri við að koma Blaðinu - nú 24 stundum - á flot þar sem það maraði í hálfu kafi og siglt því kröftugan beitivind að undanförnu! Hann hefur einnig sýnt það á undanförnum dögum að hann hefur þann kjark og myndugleik sem þarf til að taka erfiðar ákvarðanir með róttækum breytingum á ritstjórn Moggans.
En hvort þetta dugir til að koma Mogganum á góða siglingu á ný mun tíminn einn leiða í ljós - en það verður spennandi að fylgjast með þeirri siglingu!
Ritstjóraskipti marka tímamót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjálfstæðisflokkurinn er í raunverulegri útrýmingarhættu sem ofurflokkur í íslenskum stjórnmálum! Þetta kann að hljóma hjákátlega frá fyrrum varaborgarfulltrúar Framsóknarflokksins - en trúið mér - ég þekki einkennin! Samfylkingin er komin í stöðu til þess að taka við sem slíkur ofurflokkur!
Ósamlyndið, skortur á óskoraðri samheldinni forystu og hvert klaufamálið á fætur öðru - ekki bara í Reykjavík heldur einnig vangeta hjá formanni Sjálfstæðisflokksins sem eitt sinn var sterkur en er nú orðinn veikur - allt þetta getur stefnt í að Sjálfstæðisflokkurinn verði flokkur sem verði að rokka á bilinu 18 - 28% í framtíðinni - í stað þess að vera flokkur með á fimmta tug prósenta!
Ekki mun ég sýta þá niðurstöðu - en hætt við að einhverjir Sjálfstæðismenn verði súrir!
Í veikri stöðu Sjálfstæðisflokksins í dag eru tvær tifandi tímasprengjur sem geta gengið frá Sjálfstæðisflokknum sem ofurflokki.
Annars vegar Evrópumálin - en sú skoðanakúgun sem verið hefur í Sjálfstæðisflokknum um árabil vegna þeirra getur ekki gengið til lengdar - og hænuskref flokksforystunnar í þá átt að leyfa eðlilega umræðu um þau mál eru væntanlega ekki nóg!
Hins vegar borgarmálin þar sem áframhaldandi óstjórn, ósamlyndi, leiðtogakrísa og almennur vandræðagangur ásamt því að flokkurinn er gersamlega háður veikum samstarfsaðila sem ekki getur reitt sig á stuðning fyrrum fylgismanna sinna, gerir það að verkum að trúverðugleiki flokksins er kominn út á ytri höfn á leiðinni út í hafsauga!
Nú líta Sjálfstæðismenn vonaraugum til Hönnu Birnu sem borgarstjórefni sem mögulega gæti bjargað því sem bjargað verður í Reykjavík. Það er rétt að hún hefur staðið sig langbest í ósamstæðum borgarstjórnarflokki og er klárlega sterkt leiðtogaefni.
En vandamál flokksins felst í því að þótt hún taki við sem borgarstjóri - þá er umboð hennar afar veikt! Almennir flokksmenn kusu hana ekki til slíkra starfa! Það mun veikja hana sem borgarstjóra og leiðtoga!
Ef ég ætti að ráða Sjálfstæðismönnum heilt - þá myndi ég ráðleggja þeim að leita til grasrótarinnar í flokknum - og láta hana kjósa strax um hver eigi að leiða Sjálfstæðisflokkinn þessa mánuði sem eftir eru! Ég er þess fullviss að fólkið myndi velja Hönnu Birnu á afgerandi hátt - og tryggja henni þannig þá stöðu sem hún þarf til að bjarga leifunum af fylgi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.
Vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tapsárir Svíar reyna enn að beita bolabrögðum!
1.6.2008 | 20:10
Tapsárir Svíar reyna enn að beita bolabrögðum til að knésetja Íslendinga eftir að hafa tapað fyrir þeim í handbolta. Það er rétt að rifja upp þegar Svíar sem þá höfðu evrópsku handboltamafíuna í vasanum fengu Víkinga dæmda úr Evrópukeppni meistaraliða eftir að Víkingar höfðu lagt sænsku meistarana!
Ástæðan! Meint rúðubrot eins farastjórans klukkustundum eftir að leik lauk. Þá hefði verið athyglisvert að sjá Víkingsliðið fara áfram enda þá sterkasta íslensdka félagslið sem uppi hefur verið allt fram á þennan dag.
Miðað við fyrri skandala kring um Svía í handboltanum þá megum við alveg eins búast við að tekið verið mark á þessari fáránlegu kæru. En við skulum vona að það sé ekki sama spillingin nú og hér fyrir 25 árum síðan!
Nú ef við þurfum að spila aftur - þá tökum við Svíana bara aftur!!!
PS: Eftirfarandi komið fram í fréttum:
Formaður sænska handknattleikssambandsins tilkynnti fréttamönnum í Wroclaw nú í kvöld að Svíar myndu ekki kæra úrslit leiksins gegn Íslandi í dag en þeir myndu leggja inn kvörtun til Alþjóða handknattleikssambandsins.
Svíar ætla að kæra leikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Island krossade Sveriges OS-dröm!
1.6.2008 | 18:06
Island satte stopp för de svenska handbollsherrarna
En bragdartad poäng mot Polen. En storseger mot Argentina.
Men när det gällde föll Sverige mot Island och nu blir det inget OS för det svenska handbollslandslaget.
Tomas Svensson kommer aldrig att få chansen att vinna det där OS-guldet. Sverige är inte med i Peking i sommar. En poäng mot Island hade räckt, men alltför dåligt anfallsspel fällde Sverige. Island vann med 2529 och nu kan Svensson ha gjort sin sista landskamp!
Svona er pressan í Svíþjóð!
Ekki grátum við það hér heima á Fróni!
Þetta var frábært!
Handboltaliðið fer á ÓL í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fljótu hálfvitarnir eru ekki í borgarstjórn Reykjavíkur!
1.6.2008 | 13:35
Fljótu hálfvitarnir eru ekki í borgarstjórn Reykjavíkur heldur er um að ræða knattspyrnulið Ljótu hálfvitanna sem heldur eru ekki í borgarstjórn Reykjavíkur. Ljótu hálfvitarnir eru húsvísk hljómsveit sem er eiginlega alveg frábær!
Þá eru þeir kvensterkir í ofanálag.
Af hverju er ég að blanda borgarstjórn Reykjavíkur í málið?
Jú, ég er bara alltaf þessa dagana að heyra frasann "þetta eru ljótu hálfvitarnir" þegar fjallað er um borgarstjórnina og það sem hún er að finna sér til dundurs upp á síðkastið.
Af hverju ætli það sé?
Fljótir hálfvitar reyndust kvensterkir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |