Sjálfstæðisflokkurinn í raunverulegri útrýmingarhættu sem ofurflokkur!

Sjálfstæðisflokkurinn er í raunverulegri útrýmingarhættu sem ofurflokkur í íslenskum stjórnmálum! Þetta kann að hljóma hjákátlega frá fyrrum varaborgarfulltrúar Framsóknarflokksins - en trúið mér - ég þekki einkennin! Samfylkingin er komin í stöðu til þess að taka við sem slíkur ofurflokkur! 

Ósamlyndið, skortur á óskoraðri samheldinni forystu og hvert klaufamálið á fætur öðru - ekki bara í Reykjavík heldur einnig vangeta hjá formanni Sjálfstæðisflokksins sem eitt sinn var sterkur en er nú orðinn veikur - allt þetta getur stefnt í að Sjálfstæðisflokkurinn verði flokkur sem verði að rokka á bilinu 18 - 28%  í framtíðinni - í stað þess að vera flokkur með á fimmta tug prósenta!

Ekki mun ég sýta þá niðurstöðu - en hætt við að einhverjir Sjálfstæðismenn verði súrir!

Í veikri stöðu Sjálfstæðisflokksins í dag eru tvær tifandi tímasprengjur sem geta gengið frá Sjálfstæðisflokknum sem ofurflokki.

Annars vegar Evrópumálin - en sú skoðanakúgun sem verið hefur í Sjálfstæðisflokknum um árabil vegna þeirra getur ekki gengið til lengdar - og hænuskref flokksforystunnar í þá átt að leyfa eðlilega umræðu um þau mál eru væntanlega ekki nóg!

Hins vegar borgarmálin þar sem áframhaldandi óstjórn, ósamlyndi, leiðtogakrísa og almennur vandræðagangur ásamt því að flokkurinn er gersamlega háður veikum samstarfsaðila sem ekki getur reitt sig á stuðning fyrrum fylgismanna sinna, gerir það að verkum að trúverðugleiki flokksins er kominn út á ytri höfn á leiðinni út í hafsauga!

Nú líta Sjálfstæðismenn vonaraugum til Hönnu Birnu sem borgarstjórefni sem mögulega gæti bjargað því sem bjargað verður í Reykjavík.  Það er rétt að hún hefur staðið sig langbest í ósamstæðum borgarstjórnarflokki og er klárlega sterkt leiðtogaefni. 

En vandamál flokksins felst í því að þótt hún taki við sem borgarstjóri - þá er umboð hennar afar veikt!  Almennir flokksmenn kusu hana ekki til slíkra starfa! Það mun veikja hana sem borgarstjóra og leiðtoga!

Ef ég ætti að ráða Sjálfstæðismönnum heilt - þá myndi ég ráðleggja þeim að leita til grasrótarinnar í flokknum - og láta hana kjósa strax um hver eigi að leiða Sjálfstæðisflokkinn þessa mánuði sem eftir eru!  Ég er þess fullviss að fólkið myndi velja Hönnu Birnu á afgerandi hátt - og tryggja henni þannig þá stöðu sem hún þarf til að bjarga leifunum af fylgi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.

 


mbl.is Vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tilhvers ertu að koma með aðstoð til sjallana ?  ekki sé ég eftir þeim.

Óskar Þorkelsson, 2.6.2008 kl. 09:09

2 Smámynd: Hallur Magnússon

... hef alltaf verið svolítið aumingjagóður!

Hallur Magnússon, 2.6.2008 kl. 09:18

3 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ég sé að könnunin náði til allra Íslendinga, sem sagt hefur minnihluti spurðra verið Reykvíkingar. Af hverju voru Færeyingar ekki spurðir?

Elías Halldór Ágústsson, 2.6.2008 kl. 09:54

4 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Er ekki upplagt að Davíð taki við sínu gamla starfi og verði  borgarstjóri . Við þurfum hvort eð er að losna við hann úr seðlabankanum.

Vigfús Davíðsson, 2.6.2008 kl. 10:22

5 identicon

Ekki meir af Davíð, maður er kominn með upp í kok af þeim manni. Það eina sem kemur í hugann þegar hann er nefndur á nafn er ,,spilling"

Valsól (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 12:09

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Jarðbinding Samfylkingar er nú ekki meiri en það að hún skvetti ´- með opin augu og gegn öllum viðvörunum - olíu á þær verðbólguglæður sem voru í gangi með ofsaverðbólgufjárlögum sem hækkuðu 20% miklli ára - og var einn af lykilþáttunum í því að erlendir aðiljar misstu trú á íslenskum stjórnvöldum hvað efnahagsstjórn varðar.

Það þýðir ekki fyrir Samfylkinguna að fela sig bak við Geir Haarde og ekki fyrir Gweir Haarde að kenna útlendingum um - og gera svo ekki neitt!

Hallur Magnússon, 2.6.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband