Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Þjóðinn saknar Steingríms sem forsætisráðherra!

Þjóðinn saknar Steingríms Hermannssonar sem forsætisráðherra, en Steingrímur varð 80 ára í dag.

Reyndar saknar Framsóknarflokkurinn Steingríms væntanlega enn meira.  Aldrei sáust viðlíka lágar fylgistölur í skoðanakönnunum þegar hann var við stjórnvölinn og birtast nú þrátt fyrir að Framsóknarflokkurinn sé í stjórnarandstöðu gegn ríkisstjórn sem hefur eðlilega verið að tapa fylgi.

Þetta veit Guðni Ágústsson núverandi formaður Framsóknarflokksins sem sagði í ræðu um Steingrím í dag:

„þjóðin treysti honum og hafði þá tilfinningu að hann myndi hvers manns vandræði leysa með einlægni sinni og föðurlegri framgöngu."

Guðni hefur verk að vinna að ná aftur upp fylgi flokksins síns og Steingríms. Guðni hefur líka fyrirmyndina lifandi - sprækan áttræðan Steingrím Hermannsson!

Það var haldið veglegt málþing Steingrími til heiðurs - en því miður komst ég ekki þar sem fjölskyldan dvaldist um helgina á Akranesi þar sem yngri strákurinn var að spila fótbolta með 7. flokki Víkings!

En ég vænti þess að andinn hafi verið góður!

Til hamingju með afmælið Steingrímr!


mbl.is Steingrímur Hermannsson 80
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víkingar Skagamótsmeistarar í 7. flokki A!

Víkingar urðu Skagamótsmeistara í 7. flokki A um helgina efrir spennandi úrslitaleik við sterkt lið Stjörnunnar 1-0. Árgangi 1990 virðist því líða vel á Skaganum því þessi sami hópur fæddur 2000 varð Skagamótsmeistari í 7. flokki C í fyrra - þá á yngra ári.

Það var blíðskaparveður og maður heldur betur sólbrenndur eftir 3 frábæra daga á Skaganum þar sem um 1000 strákar fæddir 2000 og 2001 léku við góðar aðstæður á frábærlega vel skipulögðumóti enda mótið verið árviss atburður í fjölda ára.


Ríkisstjórnin virðist fara að mínum tillögum með Íbúðalánasjóð!

Loks get ég verið ánægður með aðgerðir hingað til aðgerðarlausrar ríkisstjórnar. Ekki hvað síst vegna þess að ríkisstjórnin virðist fara að miklu leyti eftir tillögum sem ég setti fram hér á blogginu fyrir allmörgum vikum síðan!

Vonandi sýnir þetta að ríkisstjórninni er ekki alls varnaðar!

Fyrir áhugasama er unnt að lesa pistla mína um þessi mál, td.  Íbúðalánasjóður bjargvættur heimila og bankakerfis? og Íbúðalánasjóður til aðstoðar bönkum í sjálfskaparvíti og skuldsettum heimilum? 

Þá taldi ég nánast allar aðgerðirnar og fleiri til upp í pistli mínum í morgun Elsku Jóhanna! Reddaðu ríkisstjórninni og okkur hinum!!!


mbl.is Breytingar á Íbúðalánasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elsku Jóhanna! Reddaðu ríkisstjórninni og okkur hinum!!!

"Mjög fljótlega mun skýrast hvort og þá til hvaða aðgerða stjórnvöld ætla að grípa til að sporna gegn verulegum samdrætti á fasteignamarkaði"  segir Jóhanna Sigurðardóttir í viðtali við fyrrum aðstoðarmann sinn í félagsmálaráðuneytinu Grétar Júníus blaðamann á Morgunblaðinu í dag.

Er ekki alveg í lagi hjá ríkisstjórninni? (Nei, reyndar ekki. Ég vissi það nú!)

Fasteignamarkaðurinn er að nálgast alkul - efnahagslífið á leið í brotlendingu og ríkisstjórnin er að pæla í því hvort hún eigi að grípa til aðgerða.  Fjöldagjaldþrot eru framundan í byggingariðnaði ef fer fram sem horfir. Það mun gera efnahagskrísuna sem ríkisstjórnin ræður reyndar ekkert við - enn dýpri en ella!

Elsku Jóhanna! Ekki láta doða og aðgerðarleysi Geirs, Árna á Kirkjuhvoli og Ingibjargar fara með þig!

Taktu nú af skarið og gríptu til aðgerða.

Þær aðgerðir ættu að vera:

  1. Afnema viðmið lána Íbúðalánasjóðs við brunabótamat
  2. Hækka hámarkslán Íbúðalánasjóðs
  3. Auka lánsheimildir til leiguíbúða
  4. Hækka lánshlutfall leiguíbúðalána í 90%.
  5. Afnema stimpilgjöld alfarið
  6. Gefa Íbúðalánasjóði heimild til að kaupa íbúðalán bankanna með eðlilegum afföllum. Fjármögnunin fari fram með sölu ríkisstryggðra íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs. Slíkt veitir bönkunum einhverja hundruð milljarða í hagkvæmu lánsfé í lánsfjárkreppunni. 

Með því ertu orðinn bjargvættur íslensku þjóðarinna

Kær kveðja

Þinn Hallur!


mbl.is Hugsanlegar aðgerðir að skýrast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru bankarnir að veikja krónuna fyrir árshlutauppgjör?

Eru bankarnir að veikja krónuna fyrir árshlutauppgjör svo 6 mánaða uppgjör þeirra líti betur út en ella? Aulaskapur ríkisstjórnarinnar getur varla verið eina skýringin á þessari skelfilegu stöðu krónunnar!

Ítreka enn og einu sinni að við eigum að taka upp færeysku krónuna!


mbl.is Gengi krónunnar aldrei lægra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísbjarnarmálin og banaskotin táknræn fyrir ríkisstjórnina!

Ísbjarnarmálin eru táknræn fyrir ríkisstjórnina! Klúður Big Time! Einkennast af fumi og fáti. Ekkert nema japl, jamm og fuður! 

Fyrst aðgerðarleysi sem endar með banaskoti. Ekkert gert í kjölfarið til að undirbúa næstu krísu.

Aftur algjör ringulreið sem reynt er að redda fyrir horn með fjölmiðlafarsa. Þá er hlaupið til að funda um málið. Allt of seint. Ákveðið að vandamálið sé alþjóðlegt og hjálpin sótt til útlanda. Gengur ekki upp. Málið endar með banaskoti. Aftur.

Það er ekki furða að ríkisstjórnarflokkarnir séu farnir að æpa á hvorn annan. Það eru hefðbundin viðbrögð í sandkassanum þegar allir hafa klúðrað sínu. Æpa á vinina og kenna þeim um.

Munurinn er sá að ríkisstjórnin er ekki á leikskóla. Hún á að halda um stjórnartaumana. Sem hún gerir reyndar ekki. Þeir liggja lausir fram af hausnum á þjóðarfáknum.

Þjóðin óttast það helst að útreiðartúr ríkisstjórnarinnar á þjóðarfáknum endi með banaskoti. Örþrifaráðið verði að skjóta klárinn eins og ísbirnina. 

Hvað verður um ríkisstjórnina þá?


mbl.is Harðari tónn í garð samstarfsflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Fátt verðmætara trausti og trúverðugleika!" segir Geir Haarde af öllum!!!

Það var nánast hjákátlegt að heyra Geir Haarde forsætisráðherra segja "fátt verðmætara trausti og trúverðugleika!" í þjóðhátíðarræðu sinni á Austurvelli. Auðvitað er þetta rétt hjá Geir. Ég og mikill meirihluti þjóðarinnar treysti ríkisstjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar þegar hún tók við. Þjóðin taldi hana líka trúverðuga.

En á örskömmum tíma hefur Geir og ríkisstjórn hans misst traust þjóðarinnar og trúverðugleiki hennar er fokinn út í veður og vind. Aðgerðarleysið í efnahagsmálum algert - og þjóðarskútan rekur um stjórnlaus í skerjagarðinum.

Þá kemur kapteininn og segir "fátt verðmætara trausti og trúverðugleika!" Það dugir ekki. Það þarf að taka á stýrinu og stýra en ekki láta reika á reiðanum eins og Geir hefur gert að undanförnu.

Það var fleira sem hljómaði ekki við hæfi. Geir sem hefur ekki gert neitt og ekki lagt neitt á sig vitnaði í spakleg orð Bjarna Benediktssonar í gamalli 17. júní ræðu: "Fátt næst fyrirhafnarlaust".

Það kæmi  mér ekki á óvart að Sjálfstæðismenn séu farnir að svipast um eftir eftirmanni Geirs.


mbl.is Allt að 50 þúsund manns í miðborginni í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefandi ljósmóðurstarf þýðir ekki að gefa skuli vinnu sína!

Ljósmæðrastarfið ku vera afar gefandi starf. Það er að segja í flestu öðru en laununum. Kannske hafa stjórnvöld misskilið hugtakið "gefandi starf". Talið það þýða að þeir sem vinna "gefandi starf" gefi vinnuna sína. Allavega gefa ljósmæður stóran hluta vinnu sinnar ef tekið er mið af launakjörum þeirra.

Ég er ekki viss um að allir átti sig á því að nýútskrifaðar ljósmæður hafa lokið 6 ára ströngu námi. Fyrst fjögur ár sem almennir hjúkrunarfræðingar og síðan tvö ár til viðbótar til að sérhæfa sig sem ljósmæður. Allavega virðast stjórnvöld ekki áttað sig á því.

Margar útskrifaðar ljósmæðir virðast ekki endast lengi í ljósmóðurstarfinu vegna launanna. Fara jafnvel að vinna sem hjúkrunarfræðingar en ekki sem ljósmæður vegna þess að laun hjúkrunarfræðinganna eru skömminni skárri. 

Það segir allt um slæm launakjör ljósmæðra því eins og allir vita þá eru launakjör hjúkrunarfræðinga ekki til þess að hrópa húrra fyrir. Enda ekki unnt að fullmanna stöður hjúkrunarfræðinga vegna lágra launa. Þær eru því líka í "gefandi starfi" eftir skilningi stjórnvalda.

Ég er það lánsamur að hafa tekið á móti börnunum mínum fjórum. Tja, ekki kannske beinlínis - en verið viðstaddur fæðingu þeirra. Þar af einn keisaraskurð. Verið með barn á vökudeild í viku. Hef því nokkra innsýn í störf ljósmæðra.  Mér finnst þær frábærar. Mér finnst að þær eigi að fá laun í samræmi við það - og í samræmi við menntun sína og ábyrgð.

Hjúkkurnar líka!

Það ætti ekki að vera erfitt fyrir ríkisstjórn sem sagði í stjórnarsáttmála að hún ætlaði að endurmeta sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta.

Halló þið í stjórnarráðinu!

Ljósmæður eru kvennastétt! Hjúkrunarfræðingar eru kvennastétt! Hvað eruð þið að hugsa?

Þarf fréttastofa Stöðvar  2 kannske að minna ykkur á þetta stefnumál ykkar - daglega?


mbl.is Fjörutíu prósent ljósmæðra munu hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hætta fjölmiðlar að hossa Ingibjörgu og Geir í kjölfar fýlukasta þeirra?

Það hefur fáum stjórnmálamönnum verið hossað meira í fjölmiðlum gegnum tíðina en Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Reyndar hefur Morgunblaðið ekki farið neinum silkihönskum um Ingibjörgu Sólrúnu. Það hefur ekki komið að sök því allir aðrir fjölmiðlar hafa klappað henni á bakið og gert henni hærra undir höfði en öðrum.

Geir Haarde hefur hins vegar alla tíð verið tekinn silkihönskum af fjölmiðlamönnum.

Því kemur það á óvart hvernig þessi skötuhjú bregðast einstaklega ófaglega við eðlilegum spurningum fréttamanna. Ingibjörg Sólrún nánast hreytti í samflokksmann sinn á fréttastofu Stöðvar 2 og Geir Haarde var með hallærislega og hrokafulla stæla við samflokksmann sinn sem sér um viðskiptafréttir Stöðvar 2.

Ætli þau Ingibjörg og Geir séu að fara af taugum?

Það sjá allir að þau ráða ekki við verkefnið sitt. En að láta það bitna á fréttamönnum sem spyrja eðlilegra spurninga - það getur aldrei orðið skynsamlegt!

Það gæti jafnvel orðið til þess að fjölmiðlar fari að taka á þeim Geir og Ingibjörgu af fullkominni festu. Það yrðu viðbrigði fyrir þau!


Hanna Birna Ingibjörg Sólrún Sjálfstæðisflokksins?

Hanna Birna byrjar vel sem nýr leiðtogi Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Hún er röggsöm, ákveðin og mælsk. Ætli Hanna Birna sé Ingibjörg Sólrún Sjálfstæðisflokksins? Taktarnir eru ekki ósvipaðir!!!
mbl.is Vörn verður snúið í sókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband