"Fátt verðmætara trausti og trúverðugleika!" segir Geir Haarde af öllum!!!

Það var nánast hjákátlegt að heyra Geir Haarde forsætisráðherra segja "fátt verðmætara trausti og trúverðugleika!" í þjóðhátíðarræðu sinni á Austurvelli. Auðvitað er þetta rétt hjá Geir. Ég og mikill meirihluti þjóðarinnar treysti ríkisstjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar þegar hún tók við. Þjóðin taldi hana líka trúverðuga.

En á örskömmum tíma hefur Geir og ríkisstjórn hans misst traust þjóðarinnar og trúverðugleiki hennar er fokinn út í veður og vind. Aðgerðarleysið í efnahagsmálum algert - og þjóðarskútan rekur um stjórnlaus í skerjagarðinum.

Þá kemur kapteininn og segir "fátt verðmætara trausti og trúverðugleika!" Það dugir ekki. Það þarf að taka á stýrinu og stýra en ekki láta reika á reiðanum eins og Geir hefur gert að undanförnu.

Það var fleira sem hljómaði ekki við hæfi. Geir sem hefur ekki gert neitt og ekki lagt neitt á sig vitnaði í spakleg orð Bjarna Benediktssonar í gamalli 17. júní ræðu: "Fátt næst fyrirhafnarlaust".

Það kæmi  mér ekki á óvart að Sjálfstæðismenn séu farnir að svipast um eftir eftirmanni Geirs.


mbl.is Allt að 50 þúsund manns í miðborginni í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Geir er furðulegur fugl sem hefði betur kosið sér eitthvað annað að gera en að stýra þjóðarskútunni. Það virðist allt vera látið reka á reiðann. Á meðan stefnir skútann stjórnlaust hraðbyr í strand, því það virðist vera það eina sem hann kann. Að gera "nákvæmlega ekki neitt" eru hans einkunnarorð!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.6.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband