Hætta fjölmiðlar að hossa Ingibjörgu og Geir í kjölfar fýlukasta þeirra?

Það hefur fáum stjórnmálamönnum verið hossað meira í fjölmiðlum gegnum tíðina en Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Reyndar hefur Morgunblaðið ekki farið neinum silkihönskum um Ingibjörgu Sólrúnu. Það hefur ekki komið að sök því allir aðrir fjölmiðlar hafa klappað henni á bakið og gert henni hærra undir höfði en öðrum.

Geir Haarde hefur hins vegar alla tíð verið tekinn silkihönskum af fjölmiðlamönnum.

Því kemur það á óvart hvernig þessi skötuhjú bregðast einstaklega ófaglega við eðlilegum spurningum fréttamanna. Ingibjörg Sólrún nánast hreytti í samflokksmann sinn á fréttastofu Stöðvar 2 og Geir Haarde var með hallærislega og hrokafulla stæla við samflokksmann sinn sem sér um viðskiptafréttir Stöðvar 2.

Ætli þau Ingibjörg og Geir séu að fara af taugum?

Það sjá allir að þau ráða ekki við verkefnið sitt. En að láta það bitna á fréttamönnum sem spyrja eðlilegra spurninga - það getur aldrei orðið skynsamlegt!

Það gæti jafnvel orðið til þess að fjölmiðlar fari að taka á þeim Geir og Ingibjörgu af fullkominni festu. Það yrðu viðbrigði fyrir þau!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Alveg rétt ályktað hjá þér Hallur. En hver heldur þú að myndi ráða við þessi verkefni sem þau eru að glíma við? Væri gaman að heyra hvað þú segðir. Ekki veit ég það svo sem. Með beztu kveðju.

Bumba, 16.6.2008 kl. 12:24

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Þetta er erfitt verkefni - ég get viðurkennt það!

Besti maðurinn til að leiða það hefði verið Jón Sigurðsson´- en Reykvíkingar ösnuðust til að hafna honum í kosningum. Mikil synd og mikill skaði fyrir þjóðina.

Ég hafði mikla trú á Geir Haarde - en því miður hefur hann ekki valdið verkefninu sem leiðtogi ríkisstjórnarinnar.

Ég hafði ´- og hef - líka mikla trú á Ingibjörgu Sólrúnu og er ánægður með margt sem hún er að gera sem utanríkisráðherra. En þessi blanda - Ingibjörg og Geir - er bara greinilega görótt blanda sem drepur allt í dróma!

Hallur Magnússon, 17.6.2008 kl. 02:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband