Þjóðinn saknar Steingríms sem forsætisráðherra!

Þjóðinn saknar Steingríms Hermannssonar sem forsætisráðherra, en Steingrímur varð 80 ára í dag.

Reyndar saknar Framsóknarflokkurinn Steingríms væntanlega enn meira.  Aldrei sáust viðlíka lágar fylgistölur í skoðanakönnunum þegar hann var við stjórnvölinn og birtast nú þrátt fyrir að Framsóknarflokkurinn sé í stjórnarandstöðu gegn ríkisstjórn sem hefur eðlilega verið að tapa fylgi.

Þetta veit Guðni Ágústsson núverandi formaður Framsóknarflokksins sem sagði í ræðu um Steingrím í dag:

„þjóðin treysti honum og hafði þá tilfinningu að hann myndi hvers manns vandræði leysa með einlægni sinni og föðurlegri framgöngu."

Guðni hefur verk að vinna að ná aftur upp fylgi flokksins síns og Steingríms. Guðni hefur líka fyrirmyndina lifandi - sprækan áttræðan Steingrím Hermannsson!

Það var haldið veglegt málþing Steingrími til heiðurs - en því miður komst ég ekki þar sem fjölskyldan dvaldist um helgina á Akranesi þar sem yngri strákurinn var að spila fótbolta með 7. flokki Víkings!

En ég vænti þess að andinn hafi verið góður!

Til hamingju með afmælið Steingrímr!


mbl.is Steingrímur Hermannsson 80
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Ertu að grínast? Hann mundi varla á milli herbergja. Með beztu kveðju.

Bumba, 23.6.2008 kl. 06:05

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Steingrímur man það sem hann vill muna, það sanna tvö bindi af ævisögu hans, sem Dagur B Eggertsson skráði.

Benedikt V. Warén, 23.6.2008 kl. 12:00

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Steingrímur var traustur stjórnmálamaður og óska ég honum til hamingju með 80 árin.

Björn Ingi verður kosinn formaður á næsta landsfundi.

Óðinn Þórisson, 23.6.2008 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband