Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Vantrauststillaga tvíbeitt vopn á Alþingi - yrði samþykkt með lófaklappi hjá þjóðinni!

Vantrauststillaga á ríkisstjórnina getur verið tvíbeitt vopn þótt ríkisstjórnin sé rúin öllu trausti.  Slík vantrauststillaga getur hæglega barið stjórnarþingmenn saman - en hún getur líka sýnt fram á þá miklu bresti sem eru í stjórnarsamstarfinu.

Reyndar þarf ekki vantrauststillögur til að sjá þá bresti - svo augljósir eru þeir.

Valgerður Sverrisdóttir formaður Framsóknarflokksins segir á fréttavefnum visir.is "Ástandið í þjóðfélaginu kallar á vantrauststillögu"

Ríkisstjórnina skorti traust líkt og fram komi í skoðanakönnunum. Samvinnu og samstarfsvilja skorti á milli stjórnarflokkanna og þá skorti ábyrgðatilfinningu hjá einstökum ráðherrum ríkisstjórnarinnar"

Valgerður segir ástandið í þjóðfélaginu vera engu líkt og að henni detti ekki í hug að kenna ríkisstjórninni eingöngu um það það. ,,Aftur á móti stendur hún frammmi fyrir því að vinna úr þessum erfiðleikum og hafa framtíðarsýn fyrir þjóðina og mig finnst vera mikill skortur á að svo sé."

Valgerður segir ástandið í þjóðfélaginu vera engu líkt og að henni detti ekki í hug að kenna ríkisstjórninni eingöngu um það það. ,,Aftur á móti stendur hún frammmi fyrir því að vinna úr þessum erfiðleikum og hafa framtíðarsýn fyrir þjóðina og mig finnst vera mikill skortur á að svo sé."

En þótt meirihluti þingmanna muni líklega greiða atkvæði gegn tillögunni - þá er ljóst hvernig vantrauststillaga færu ef hún yrði lögð fyrir þjóðina!  Ríkisstjórnin ætti ekki séns!

Geir og Ingibjörg Sólrún eiga að sýna sóma sinn í því að tilkynna nú þegar að kosningar verði haldnar í vor - og taka höndum saman við stjórnarandstöðuna um að vinna að nauðsynlegum aðgerðum vegna efnahagsástandsins.


mbl.is Rætt um vantrauststillögu á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin stendur í vegi uppbyggingar efnahagslífsins

Álver á Bakka hefði jákvæð áhrif á uppbyggingu efnahagslífsins og skiptir afar miklu máli fyrir íbúða norðausturlands. Hins vegar stendur Samfylkingin í vegi fyrir slíkri uppbyggingu - þar sem umhverfisráðherrann kom í veg fyrir nauðsynlega uppbyggingu.

Það þýður ekkert fyrie samgöngumálaráðherrann að halda öðru fram.


mbl.is Meirihluti telur álver hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almenningur vill kosningar í vor!

Almenningur vill kosningar í vor, enda hefur þjóðin gersamlega misst trú á ríkisstjórnina og núverand forystu stjórnmálaflokkanna. Það er athyglisvert að sjá að Samfylkingarmenn skila sér í skoðanakönnuninni - ekki síst í ljósi þess að mikil ólga er innan Samfylkingarinnar og skýr krafa um kosningar.

Það fór ekki alveg saman fréttaflutningur fjölmiðla af ánægju með ræðu Ingibjargar Sólrúnar - og það sem nokkrir Samfylkingarmenn sögðu mér um stemmninguna. Reyndar eru það Samfylkingarmenn sem vilja kosningar í vor. Þeir standa harðir að baki Ingibjargar - en það ólgar í þeim. Þeir eru - eins og þjóðinn - búnir að fá nóg af ríkisstjórninni og samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn.

Framsóknarflokkurinn mælist lágt og aðeins lægri en í síðustu könnun - sem kemur ekki á óvart eftir ólguna á miðstjórnarfundi og brotthvarf formannsins - stuðningsmenn flokksins vilja bíða og sjá hvað verður. Enda eru ekki nema 49,9% aðspurðra sem treysta sér til að nefna einstakan stjórnmálaflokk í skoðanakönnuninni.

Ný Framsókn á því mikil sóknarfæri í kjölfar kynslóðaskiptana sem nú fara fram í flokknum - væntanlega með nýju fólki sem ekki er brennt af fortíðinni líkt og flestir núverandi  forystumenn stjórnmálaflollanna.

Staða Geirs Haarde veikist sífellt - ekki síst þar sem ítrekað slettist á hvítan fermingarkirtilinn sem hann hefur reynt að skarta framundir það síðasta.  "Maðurinn er algjört fífl" og myndabandið frá í janúar þegar Geir missti sig illa við fréttamann - ofan á þá tilfinningu þjóðarinnar að Geir sé bara ekki að segja satt á síendurteknum blaðamannafundum um nánast ekki neitt - er hægt en örugglega að ganga frá Geir sem stjórnmálamanni. Spái því að Geir verði ekki við stjórnvölinn fyrir næstu kosningar - nema þær verði í vor!

Geir gæti mikið lært af farsælu samstarfi og vinnulagi Hönnu Birnu og Óskars í Reykjavíkurborg.

Það er hefð fyrir því að VG mælist hátt í skoðanakönnunum og ekkert um það að segja!

Það að Frjálslyndir mælist ekki hærra en raun ber - í því ástandi sem nú er og í ljósi þess að flokkurinn hefur aldreið verið í ríkisstjórn - sýnir að flokkurinn er í dauðateygjunum. Ný stjórnmálasamtök sem að líkindum munu koma fram - og þá er ég ekki að tala um vitleysissamtök vörubílstjóra og Bónudfánaflaggara - munu væntanlega veita Frjálslyndaflokknum náðarhöggið.


mbl.is 31,6% stuðningur við stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumkunarverður kattarvottur Ingibjargar Sólrúnar

Það er aumkunarverður kattarþvotturinn hennar Ingibjargar Sólrúnar - sem leyfir sér að halda því fram að Samfylkingin - sem hefur bruðgist á nær öllu er varðar stjórn efnahagsmála og aðgerða vegna bankakreppunanr - beri enga ábyrgð á efnahagshruninu. 

En sem betur fer sér þjóðin í gegnum Ingibjörgu.

Þá hræðist Ingibjörg Sólrún lýðræðið og vill frekar halda tryggum ráðherrastólum út kjörtímabilið en að verða við kröfum samflokksmanna sinna og þjóðarinnar um kosningar í vor.

Væntanlega vill Ingibjörg Sólrún tryggja sér lengri tíma til einkavinavæðingar sambærilega þeirri að ráða bestu vinkonu sína sem sendiherra  - skör hærra en aðrir sendiherra.


mbl.is Áfallastjórnuninni lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skerum útlendinga á Suðurnesjum!

Í stað þess að loka skurðstofum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja þá átti stjórn stofnunarinnar að snúa vörn í sókn og tryggja sér sértekjur til að standa undir rekstri langt umfram kostnað vegna skurðstofanna með því að fá okkar færu bæklunarlækna til þess að skera útlendinga fyrir dýrmætan gjaldeyri!

Ég er viss um að fjöldi erlendra sjúklinga  - sem eiga rétt á að gangast undir aðgerðir hvar sem er á evrópska efnahagssvæðinu þegar þeir hafa verið ákveðinn tíma á biðlista í heimalandi - vildu mjög gjarnan koma hingað í aðgerð hjá færum skurðlæknum við bestu aðstæður!

Staða krónunnar er þannig að slíkar aðgerðir eru tiltölulega ódýrar fyrir útlendinga - en gæfu okkur Íslendingum góðar tekjur í krónum. Viss um að heilbrigðisyfirvöld í Evrópu væru til í að nýta sér hágæðaþjónustu á tombóluprís til að leysa erfiða biðlista - og einstakæingar með sæmileg fjárráð væru einnig reiðubúnir til að greiða fyrir slíkar aðgerðir sjálfir.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er sérstaklega hentug vegna nærveru við alþjóðaflugvöll! Þá væru unnt að breyta einhverju af blokkunum á Keflavíkurflugvelli í sjúkrahótel vegna þessa! (Þarna missti ég út úr mér góðri viðskiptahugmyn).

Á milli þess sem við skærum útlendinga - þá væri samhliða unnt að klára biðlista vegna íslenskra aðgerða.

 


mbl.is HSS segir upp fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvænt og hörð átök fyrrum samherja í Samfylkingu!

Síendurtekin hörð átök Gylfa Arnbjörnssonar nýkjörins formanns Alþýðusambands Íslands og Ingibjargar Sólrúnar formanns Samfylkingarinnar eru frekar óvænt, en Gylfi hefur ítrekað harðlega gagnrýnt gerðir og ákvarðanir Ingibjargar Sólrúnar í ríkisstjórn.

Mér finnst Gylfi standa sig vel sem formaður ASÍ það sem af er - þótt það læðist að manni sá grunur að Gylfa þyki ekki leiðinlegt að gagnrýna Ingibjörgu Sólrúnu - en þau voru frekar nánir samstarfsmenn þar til Ingibjörg Sólrún sneri bakinu við Gylfa í aðdraganda prófkjörs Samfylkingarinnar fyrir síðustu Alþingiskosningar.

Ingibjörg Sólrún fær harða gagnrýni frá fleiri samflokksmönnum sínum.

Hin öfluga Samfylkingarkona - varaborgarfulltrúinn Bryndís Ísfold - tekur Ingibjörgu á beinið í bloggi sínu í dag:

"Hvers vegna í ósköpunum Ingibjörg Sólrún telur að nú sé ekki ,,tímabært” að ræða kosningar skil ég ekki,  í mínum flokk er alltaf tímabært að ræða allt, ekki síst betri stjórnarhætti.  Nú mun ég bíða spennt eftir frekari útskýringum frá formanni mínum á flokkstjórnarfundinum á morgun, þar sem grasrótin og forystan fær loksins tækifæri til að eiga samtal um atburði síðustu vikna.  Þá verður án efa rætt um umboð, samstarfsflokkinn, lýðræðið, ábyrgð og ekki síst hvenær og hvort fólk telji að það eigi að kjósa - það kann að vera að sumum langi ekkert að ræða um það en þannig eru opnir og lýðræðislegir fundir nú bara samt - allt upp á umræðuborðinu - eins og það á að vera."

Bryndís Ísfold er ekki eini meðlimur Samfylkingarinnar sem er að átta sig á því að Samfylkingin er ekki þessi dýrðarhreyfing sem hún hefur gefið sig út fyrir að vera. En raunin virðist sú að Samfylkingin sé valdagírug regnhlífasamtök sem gerir allt til þess að halda stólunum sínum.

Enda vænti ég þess að Samfylkingin farið að fatast flugið í skoðanakönnunum.

Þótt ég sé mjög gagnrýninn á Samfylkinguna og Ingibjörgu Sólrúnu - sem mér finnst reyndar vera afar öflugur valdapólitíkus - þá verð ég að segja að mér þótti gott að sjá hve vel og hraustlega Ingibjörg leit út á blaðamannafundinum í dag! Það er greinilegt að hún er að jafna sig af alvarlegum veikindum - og er þess fullfær að leiða Samfylkinguna næstu misseri. Það hefði verið slæmt að missa hana úr stjórnmálum - þótt ég sé ekki sammála ýmsu sem hún stendur fyrir. En hún er öflugur leiðtogi.


mbl.is Eins og blaut tuska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsdúsa vikunnar - leiðrétting lífeyrisréttinda og smá launalækkun

Föstudagsdúsa ríkisstjórnarinnar þessa vikuna er smávægileg leiðrétting lífeyrisréttinda ráðherra og tilmæli til kjaranefndar að lækka - tímabundið - laun æðstu embættismanna.

Föstudagsdúsur ríkisstjórnarinnar - sem greinilega eru ætlaðar til þess að lækka aðeins rostann í vikulegum laugardags samstöðu- og mótmælafundum almennings - eru að verða dálítið hjákátlegar.

Það er langt í frá klárt að kjaranefnd verði við tilmælum ríkisstjórnarinnar - frekar en bankarnir - sem sniðganga fyrirmæli sem eru almenningi í hag. Og það þrátt fyrir að ríkið eigi allt hlutafé bankanna og geti beitt fyrirskipunum en ekki tilmælum!

Potkemíntjöld?

Ætli laun Seðlabankastjóra verði nokkuð lækkuð?


mbl.is Óska eftir launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir og Solla á alvarlegum villigötum með Fjármálaeftirlitið!

Geir Haarde og Samfylkingin er á villigötum með að setja Fjármálaeftirlitið inn í Seðlabankann! 

Ástæða þess hjá þeim er ekki málefnaleg - heldur eru þau svo óþreyjufull að losna við Davíð - að þau gera allt til þess að koma því í kring. Þau eru líka svo veik að þau geta ekki rekið seðlabankastjórana - og kjósa því að segja þeim upp með "skipulagsbreytingum".

Auðvitað á Fjármálaeftirlitið að vera sjálfstætt - og öflugt! Leiðin er að efla það frekar!

Davíð Oddsson er búinn að upplýsa - óbeint - að það var ekki nema að litlum hluta sem Fjármálaeftirlitið brást - heldur var það fyrst og fremst Seðlabankinn. Fjármálaeftirlitið átti að fylgjast með því hvort eigið fé bankanna væri í lagi - en Seðlabankinn átti að fylgjast með lausafjármálum bankanna. Það sem klikkaði var ekki eigið fé og álagspróf Fjármálaeftirlitsins - heldur eftirlit og skortur á aðgerðum Seðlabankans vegna lausafjárstöðu bankanna.

Þá má reyndar aldrei í þessari umræðu gleyma hlut þeirra sem fyrst og fremst bera ábyrgð - stjórnendum og eigendum bankanna!

Ætlast menn til þess að pólitískir seðlabankastjórar fylgist með tryggingarfélögunum?

Seðlabankinn veit ekkert um tryggingarfélög - en það veit Fjármálaeftirlitið - sem fylgist með þeim sem og öllum fjármálafyrirtækjum landsins.

Enn einu sinni er ríkisstjórnin að gera það vitlausasta í stöðunni!

 


mbl.is Ekki stefna aðgerðunum í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óstarfhæfir stjórnarliðar berja hvorn annan með Seðlabankanum!

Siv Friðleifsdóttir hitti naglan á höfuðið í dag þegar hún sagði ríkisstjórnina óstarfhæfa og "stjórnarliðar bergi hvorn annan með Seðlabankanum".

Ríkisstjórnarflokkarnir haga sér þessar klukkustundir eins og óþægir krakkar í sandkassa.

Ættu að taka sér vinnubrögð Hönnu Birnu og Óskar Bergs í borgarstjórninni til fyrirmyndar - eða viðurkenna að verkefnið er þeim ofviða - og boða til kosninga!


mbl.is Ráðherrar vilja kosningar í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin taki Hönnu Birnu og Óskar til fyrirmyndar!

Ríkisstjórnin ætti að taka oddvita meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur, þau Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Óskar Bergsson til fyrirmyndar.  Þvert á vandræðagang ríkisstjórnarinnar sem reynir að sniðganga Alþingi og hefur ekkert samráð við stjórnarandstöðuna í efnahagsþrengingunum  - þá vinna þau Hanna Birna og Óskar með minnihlutanum í borgarstjórn við úrlausn helstu viðfangsefna borgarinnar.

Nú er meirihlutinn og minnihlutinn að hefja í sameiningu vinnu við nýja sóknaráætlun fyrir Reykjavík, enda gekk sameiginlega vinna meirihluta og minnihluta í vinnslu aðgerðaráætlunar borgarinna vegna efnahagsástandsins afar vel og breið samstaða náðist um meginatriði aðgerðaráætlunarinnar.

Nú stendur yfir vinnsla fjárhagsáætlunar - sem verður erfið - en þar hafa þau Hanna Birna og Óskar unnið náið með minnihlutanum að vinnslunni.

Þá hefur borgarráð skipað starfshóp til að fylgjast með þróun og áhrifum atvinnuleysis í borginni. Að tillögu Hönnu Birnu mun Svandís Svavarsdóttir leiðtogi Vinstri grænna í borgarstjórn leiða starf hópsins - en eins og menn vita er Svandís í minnihluta borgarstjórnar.

Já, vinnubrögð Hönnu Birnu og Óskars eru til fyrirmyndar.

Annað en vinnubrögði ríkisstjórnarinnar!


mbl.is Sóknaráætlun fyrir Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband