Geir og Solla á alvarlegum villigötum með Fjármálaeftirlitið!

Geir Haarde og Samfylkingin er á villigötum með að setja Fjármálaeftirlitið inn í Seðlabankann! 

Ástæða þess hjá þeim er ekki málefnaleg - heldur eru þau svo óþreyjufull að losna við Davíð - að þau gera allt til þess að koma því í kring. Þau eru líka svo veik að þau geta ekki rekið seðlabankastjórana - og kjósa því að segja þeim upp með "skipulagsbreytingum".

Auðvitað á Fjármálaeftirlitið að vera sjálfstætt - og öflugt! Leiðin er að efla það frekar!

Davíð Oddsson er búinn að upplýsa - óbeint - að það var ekki nema að litlum hluta sem Fjármálaeftirlitið brást - heldur var það fyrst og fremst Seðlabankinn. Fjármálaeftirlitið átti að fylgjast með því hvort eigið fé bankanna væri í lagi - en Seðlabankinn átti að fylgjast með lausafjármálum bankanna. Það sem klikkaði var ekki eigið fé og álagspróf Fjármálaeftirlitsins - heldur eftirlit og skortur á aðgerðum Seðlabankans vegna lausafjárstöðu bankanna.

Þá má reyndar aldrei í þessari umræðu gleyma hlut þeirra sem fyrst og fremst bera ábyrgð - stjórnendum og eigendum bankanna!

Ætlast menn til þess að pólitískir seðlabankastjórar fylgist með tryggingarfélögunum?

Seðlabankinn veit ekkert um tryggingarfélög - en það veit Fjármálaeftirlitið - sem fylgist með þeim sem og öllum fjármálafyrirtækjum landsins.

Enn einu sinni er ríkisstjórnin að gera það vitlausasta í stöðunni!

 


mbl.is Ekki stefna aðgerðunum í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Hvenær verða jólin haldinn sem Castro frestaði ?

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 20.11.2008 kl. 21:04

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég fjallaði einmitt um þetta í færslu hjá mér í gær (sjá Varnarræða FME).  Það á að efla hlutverk FME sem eftirlitsstofnunnar, en færa frá þvi hlutverk þess að bera ábyrgð á setningu reglna.  Það hlutverk á að færast alfarið til Seðlabankans.

Marinó G. Njálsson, 20.11.2008 kl. 21:49

3 identicon

Auðvitað er  fyrrverandi, og ef til verðandi , embættismaður flokksins á móti því að flokkurinn geti ekki komið að fleirum flokksmönnum á ríkisjötuna !

Svo er það líka eins með alla þá sem eru starfandi í pólitískum flokkunum , þeir finna flísina alltaf hjá andstæðingnum !

Framsóknarflokkurinn var við stjórn í mörg ár og fór með bankamálin !  Framsóknarflokkurinn gerði ekkert annað en að ,,búa til það fóður" sem varð til svo að bankarnir  urðu gjaldþrota ! Núverandi formaður framsóknaflokksins er sennilega með þeim sem á einhvern hlutí því !  Núverandi formaður framsóknaflokksins gaf vinum flokksins banka, sem fengu síðan að leika sér eftir leikreglum sem núverandi formaður framsóknarflokksins tók þátt í að búa til !

JR (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 21:54

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Marínó

Mikið erum við sammála!

Enn og einu sinni - þótt þú sért fæddur fyrir '70!

Ertekki að pæla í því að byrja í pólitík?

Hallur Magnússon, 20.11.2008 kl. 21:56

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Jæja "JR"

Þú mátt hafa þínar ranghugmyndir fyrir þig.

En hvernig í ósköpunum getur þú haldið því fram að þegar hæstbjóðandi - sem býður langt umfram verðmat- er seldur banki - að það sé "gjöf" ?

Þetta er þvílíkt bull að hálfa væri nóg!

Hallur Magnússon, 20.11.2008 kl. 22:02

6 Smámynd: Hallur Magnússon

PS.

Nefndu mér 6 dæmi um að Framsókanrflokkurin hafi komð einhverjum á "jötuna" frá því árið 2000.

Ég get nefnt þér 6 dæmi um það að hin óspjallaða mey - Samfylkingin - hafi komið flokksmönnum sínum á "jötuna" undanfarna 18 mánuði - og seilst lengra en hingað til hefur tíðkast til að koma flokksgæðingum að töðunni!

Hallur Magnússon, 20.11.2008 kl. 22:06

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hallur, þó ég geti komið með einhverjar hugmyndir, þá er ekki þar með sagt að ég telji mig eiga erindi inn í þingsal.

Marinó G. Njálsson, 20.11.2008 kl. 22:58

8 identicon

      Oskar Bergsson i meirihlutanum hinum fyrri hja Reykjarvikurhöfn. Var hann ekki kominn i það mörg störf hja borginni að hann var farinn að slaga i tekjur Villa. Halldor Asgrimsson þott norrænu þjoðirnar borgi a moti okkur. Finnur Ingolfsson for i Seðlabankann.

Hörður (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 23:23

9 Smámynd: Hallur Magnússon

Hörður.

Nei, Óskar var ekki í mörgum störfum hjá borginni. Það kom til tals að hann tæli að sér verkefnastjórn á sérsviði hans þar sem menntun hans og reynsla reyndist - en það varð ekekrt úr því  - af því hann var varaborgarfulltrúi. Faxaflóahafnir misstu af fóðums tarfskraft þar. Minni á að Faxaflóahafnir eru í eigu fleiri en Borgarinnar. Þannig að Óskar h+of það aldrei störf.

Finnur Ingólfsson varð Seðlabankastjóri - skipaður af Davíð Oddssyni. Það sem Finnur hefur hins vegar umfram Davíð að hann hefur menntun í starfið. Ef það var spilling - hvað má þá segja um Birgir Ísleif, Davíð og kratagreyin! Það má færa rök fyrir því að það hafi verið fagleg ráðning - þótt það sé umdeilanleg - en í það minnsta faglegri ráðning en hafðitíðkast fram að því - sbr. lögfræðinginn Birgi Ísleif.

Það voru ekki Íslendingar sem réði Halldór - enda er starf hans þess eðlis að það er sótt eftir stjórnmálamanni sem hefur þekkingu og reynslu af norrænni samvinnu. Þú getur reynt að fina einvhern á hinumnorðurlöndunum sem telur þá ráðningu spillingu - en munnt ekki finna neinn!

Fyrst þú hrópar "spilling" þá ætlast ég til þess að þú finnir spillingu hjá Framsókn. Sem mun reynast þér erfitt.

Fyrst þér tókst það ekki í fyrstu tilraun - þá set ég smá standard á spillinguna sem þú leitar eftir: Finndu spilltari ráðningu en nýja ráðningu Ingibjargar Sólrúnar - sem gekk fram hjá reyndu fólki í utanríkisþjónustunni - og skipaði bestu vinkonu sína sem sem á örferil að baki í utanríkisþjóðnustunni sem sendiherra - og meira að segj  hærra setta en aðra sendiherra!

Fyrr mun frjósa í helvíti en að þú finnir meiri spillingu hjá Framsóknfrá aldamótum en þessa spillingu!

Hallur Magnússon, 20.11.2008 kl. 23:50

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Gunnlaugur Sigmundsson fékk varnarmálin þegar þau voru einkavædd. Ísólfur Gylfi fékk gefins jörð frá Guðna. Alls kyns bitlingar og störf tengd kvótakerfi og fjármálalífi. Alfreð Þorsteinsson í Orkuveitunni. Annar hver sýslumaður sem skipaður var hafði flokksskírteini Framsóknarflokks. Valgerður Sverrisdóttir setti hundruði milljóna í sitt kjördæmi skömmu fyrir kosningar. Þú hlítur sjálfur að þekkja að amrgir framapotarar hreiðruðu um sig í Framsóknarflokknum af því að hann hafði völd langt umfram kjörfylgi.

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.11.2008 kl. 00:29

11 Smámynd: Hallur Magnússon

Valgerður Sverrisdóttir var að framfylgja stefnu ríkisstjórnar og meirihluta Alþingis. Með sömu rökum væri hægt að saka Geir Haarde fyrir spillingu þar sem stærstur hluti fjárlaga ár hvert þegar hann var fjármálaráðherra - fór til Reykjavíkur.

Ísólfur Gylfi fékk ekki jörð frá Guðna. Það er alrangt. Hins vegar keyptu ábúendur jörðina í samræmi við ára atugahefðir. Ósólfur keypti jörðina af þeim.

 Mér þætti vænt um að þú teldir upp þessa "annar hver sýslumaður". Þá kemstu aðþví að þessi fullyrðing þín er röng. Flokksskírteini í Sjálfstæðisflokknum hefur verið lykill að slíku embætti um langt árabil - að ég tali ekki um lögreglustjóraembættin!

Alfreð vann að málefnum Orkuveitunnar - sem er borgarfyrirtæki - sem kjörinn borgarfulltrúi. Engin spilling í því.

Hvaða bitlinga og stör tendgu kvótakerfi ertu að tala um?  Eða er þetta eins og annað - órökstuddar fullyrðingar sem enga stoð eiga sér í veruleikanum? Það er reyndar hefð.

Hallur Magnússon, 21.11.2008 kl. 07:57

12 Smámynd: Hallur Magnússon

ps.

Gunnlaugur "fékk" engin varnarmál. Hann keypti hins vegar hlut í Kögun - það hefðu aðrir líka getað gert.

Hallur Magnússon, 21.11.2008 kl. 07:57

13 Smámynd: Hallur Magnússon

Gunnlaugur!

Ef þú villt sjá spillingu - þá skaltu skoða mannaráðningar Ingibjargar Sólrúnar - bæði sem borgarstjóri og sem utanríkisráðherra

Hallur Magnússon, 21.11.2008 kl. 08:00

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég er svo innilega sammála þér í þessu.

Takk fyrir góð skrif og þörf. 

Marta B Helgadóttir, 21.11.2008 kl. 09:58

15 identicon

Er sammála þér Hallur með ráðningar hjá Ingibjörgu Sólrúnu en ekki þræta þú veist alveg af mörgu hjá framsókn þeir eru ekki svo saklausir. Svo talar þú um menntun hjá þeim sjálfstæðismönnum þeir höfðu þá háskólamenntun og hér kemur spuninginn. Hvaða menntun hefur Valgerður Sverrisdóttir ?? Hún var Iðnaðarráðherra og utanríkisráðherra og hafi ég einhvern tíman skammast mín fyrir landann þá var það þegar hún hélt ræðu á ensku. Aumingja konan hún var ekki einu sinnu mellufær í tungumálinu. Segðu okkur frá. Og finnst mér þú verða að svara því þú ert búin að tala um aðra í öðrum flokki sem hafa ekkimenntun að þínu mati sem passi við embættin

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 10:06

16 identicon

Gott hjá þér að verja flokkinn og segja hið sanna í málinu. Andstæðingar Framsóknarflokksins hafa lengi komist upp með að saka flokkinn um alls kyns spillingu, án þess að nefna skýr dæmi. En sjá aldrei það sem þeirra flokkar eru að gera, hvort sem það eru samfylkingarmenn sem sjá ekkert óðelilegt við að ISG skipi vinkonu sína sem sendiherra eða á sínum til ma þegar Davíð skipaði frænda sinn og trúnaðarvin sinn sem hæstaréttardómara.   Og DV virðist beinlínis gera út á að ráðast gegn Framsóknarflokknum, síðast í forystugrein í morgun.  Tími til kominn að hrekja þennan óhróður. Haltu því áfram.

HIH (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 10:09

17 Smámynd: Hallur Magnússon

Guðrún.

Hvað menntun varðar þá eru stjórnmálamenn sem eru kosnir af almenningi er eitt.  Þar er ekki gerð krafa um einhverja sérstaka menntun - enda ætti Alþingi að endurspegla þjóðina.

Ráðningar í störf annað. Þar eru gerðar menntunarkröfur - eða ætti að gera menntunarkröfu. Þú ræður ekki hjúkrunarfræðing sem sýslumann - þótt menntu hjúkrunarfræðinga sé mjög góð.

Hallur Magnússon, 21.11.2008 kl. 10:16

18 identicon

Hallur ertu ekki að grínast!!!!

Á nú að fara að hvítþvo næstspilltasta stjórnmálaflokk landsins!!!

  • Hvað um ráðstöfun Aðalverktaka, Halldór yfirspillti handstýrði því,
  • Hvað með búnaðarbankann,
  • hvað með þá staðreynd að viðskiptaráðherra -> Seðlabankastjóri -> milljarðamæringur,
  • hvað með Gift,
  • hvað með Binga Gjörspillta og þátt hans í REI málinu, hann og Villi ætluðu nú duglega að maka krókinn þar,
  • hvað með stuðning framsóknar við Íraksstríðið,
  • hvað með þegar Auðun Georg Ólafsson var ráðin fréttastjóri 
  • Hvað með kærustu sonar Jónínu Bjartmarz
OSFRV OSFRV

Hallur það er staðreynd að maður getur ekki breyst til batnaðar nema að viðurkenna eigin sök og biðjast afsökunar. Framsókn verður aldrei heiðvirður bændaflokkur fyrr en þeir komast upp úr spillingarhjólförunum sem eiga rætur í helmingaskiptaruglinu.

Hriflu Jónas (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 10:43

19 identicon

Enda sést það í dag Hallur að ráðherrar vorir hafa ekki verið vel menntaðir Halló er ekki Ísland sjálft stærsta fyrirtækið í landinu og þarf ekki hæft fólk að vera í brúnni. Þú sendir ekki Lækni sem skipstjóra.  Viltu ekki segja hvaða menntun hún valgerður hefur veit að hún fór undan í flæmingji þegar hún var spurð að því.

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 10:49

20 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það væri rétt að gera skýran greinarmun á þingmanni og ráðherra hvað varðar menntun og hæfi. Alþingi ætti gjarnan að endurspegla þjóðina þó svo að það geri það tæpast - flokkakerfið kemur að vissu leyti í veg fyrir það. Hins vegar veljast ráðherrar samkvæmt einhverri goggunarröð innan síns flokks og hafa oftar en ekki of litla þekkingu á því sviði sem þeim er falin umsjá með. Mýmörg dæmi eru um þetta hjá Framsóknarflokknum. Pólitískar stöðuveitingar eru svo enn eitt dæmið þar sem menntun og hæfi skiptir litlu máli. Gott dæmi um þetta er núverandi stjórnarformaður OR í boði Framsóknarflokksins!

Sigurður Hrellir, 21.11.2008 kl. 10:53

21 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ferill Valgerðar, sjá hér. Það mætti draga þá ályktun af menntun hennar að tungumál séu hennar sterkasta hlið. Segir það ekki eitthvað?

Sigurður Hrellir, 21.11.2008 kl. 10:59

22 identicon

Einmitt Sigurður og Hallur það er rétt þingmenn eiga að spegla landann en yfirstjónin á að vera með þau réttindi sem þarf til að stjórna ráðuneytum og landinu. Hallur getur þú ekki sæst á þetta ????

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 12:43

23 identicon

Hallur,

Það hefur aldrei þótt smekklegt að benda á aðgerðir annarra til þess að reyna að réttlæta spillingu í eigin flokki. Hegðun og aðgerðir ISG eða íhaldsins réttlæta í engu hegðun og aðgerðir framsóknarflokksins í gegnum tíðina.

Allar þær réttlætingar sem þú færir fram fyrir ráðningum og aðgerðum framsóknar hér ofar, geta aðrir örugglega fært jafnvel fyrir sínum aðgerðum. Óskar Bergsson átti að vera báðum megin við borðið og engum fannst það óeðlilegt. Kaup Gunnlaugs Sigmundssonar á Kögun voru ekki eðlileg viðskipti - ekki einu sinni reyna að réttlæta það.

Fyrir utan dæmin sem að ofan eru nefnd, má auðveldlega benda á eftirfarandi:

Hvað með Guðmund Bjarnason hjá Íbúðalánasjóði?

Hvað með Ólaf Örn Haraldsson hjá ratsjárstofnun?

Hvað með Gísla Tryggvason sem talsmann neytenda?

Hvað með  núverandi stjórnarformann Orkuveitunnar?

Hvað með Harald Örn Ólafsson (son Ólafs í ratsjárstofnun) og aðra sem höfðu starfsheitið 'skrifstofustjórar' í gamla iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Það voru uþb 6 fleiri skrifstofustjórar en skilgreindar voru skrifstofur til þess að stjórna. Þar af amk. þrír með áberandi framsóknarflokkstengsl.

Hvað með Pál Gunnar Pálsson (son Höllustaðabóndans) sem forstjóra Fjármálaeftirlitsins og síðar Samkeppniseftirlitsins.

og svo framvegis og svo framvegis og svo framvegis.

lesandi (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 14:03

24 Smámynd: Hallur Magnússon

Hriflu Jónaws.

1. Já, hvað um ráðstöfun Aðalverktaka?

2. Búnaðarbankinn var seldur hæstbjóðanda og á verði sem var langt yfir þáverandi matsverði bankans.

3. Finnur Ingólfsson hafði menntun og reynslu í starf Seðlabankastjóra. Annað en Davíð. Er bannað að Framsóknamanni gangi vel í viðskiptum? Er það kannske einkamál stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar?

4. Hvað með Gift?

5. Hvað bendir til þess að Björn Ingi hafi ætlað að hagnast persónulega á REI? Staðreyndir takk!

6. Íraksstríðið. Fyrrum forysta flokksins er sek um það. En formaður flokksins hefur þó beðið afsökunar á því - annað en Sjálfstæðismenn.

7. Hvað með ráðningur Auðuns Georgs Ólafssonar?  Ekki var hann né er Framsóknarmaður.

8. Hvað með kærustu sonar Jónínu Bjartmarz?  Afgreiðsla þess mál var samkvæmt mörgum sambærilegum afgreiðslum og innan þess verklags sem verið hefur hjá útlendingastofnun. Já að hún hafði að líkindum betri upplýsingar um fordæmin og reglurnar en flestir aðrir - en það breytir ekki því að afgreiðslan var í samræmi við fyrri afgreiðslur sambærilegra mála. Einnig ljóst að Bjarni Benediktsson vissi ekki að konan væri tengdadóttir Jónínu þegar hann samþykkti umsóknina á Alþingi.

Siggi.

Hvað gerir vélfræðing með viðskiptamenntun óhæfan sem stjórnarformann Orkuveitunnar?  Maðurinn hefur staðið sig afar vel - enda ríkir sátt um Orkuveitunnar - öðruvísi mér brá þegar Sjáflstæðismenn tóku við stjórnarformennskunni. Hver var aftur menntun þess stjórnarformanns? 

Lesandi. Ertu að segja að Guðmundur Bjarnason hafi ekki og sé ekki hæfur að stýra Íbúðalánasjóði? Annað sýnist mér - kletturinn í hafinu sem ÍLS er. Getur þú bent mér á einhvern umsækjanda á sínum tíma sem var hæfari en Guðmundir?

Ég efast um það.

Gísli Tryggvason hafði verið framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna um langt árabil og staðið sig þar afar vel. Hann er lögfræðingur með framhaldsmenntun. Ertu að segja að einhver annar hafi verið hæfari en hann? 

Má ég skilja þig svo að það megi ekki ráða hæfa og vel menntaða Framsóknarmenn til starfa hjá hinu opinbera? 

Ekki það að reynt var að nota slíkt gegn mér á sínum tíma þegar ég var ráðinn í aumt millistjórnendastarf hjá Íbúðalánasjóði á sínum tíma - þar sem ráðningafyrirtækið hafði stillt mér upp sem hæfasta umsækjandann - bæði hvað varðaði reynslu og menntun.

Hallur Magnússon, 21.11.2008 kl. 17:46

25 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Ég er framsóknarmaður. Ég skammast mín ekkert fyrir það.

Mér finnst gaman að pæla í hlutunum. Frá báðum hliðum.

Siðferði í pólitík brennur mjög á mér. Ég tel þörf á að gera átak í þeim efnum. Það átak verður þó að eiga sér raunhæf markmið.

Við mennirnir erum ekki englar með vængi. Og verðum það aldrei. Allir bregðast í einhverju. En okkur er mikilvægt að skilgreina, hvaða breyskleikar skipta litlu máli í pólitík, og hvaða breyskleikar dæma menn óhæfa. Svo er stundum til millivegur. Mér er minnisstætt þegar Steingrímur Hermannsson var formaður Framsóknar, hann sagði einhverju sinni að hann teldi að ákveðnir hlutir sem ríkisstjórn hans hafði gert væru mistök. Ég man ekki hvað þetta var, en hversu algengt er að stjórnmálamaður viðurkenni mistök svona heiðarlega og blátt áfram? Það var ekki að undra að maðurinn var ástsæll leiðtogi.

Bill Clinton var góður forseti - en siðferði hans í einkalífinu var lélegt. Samt sýndu Bandaríkjamenn í skoðanakönnunum að þeir vildu hann áfram sem forseta. Enda höfðu þeir haft marga lakari á undan. Menn eins og Bush eldri, Reagan, Carter sem var felldur eftir eitt kjörtímabil, og Nixon lenti í Watergate-hneykslinu. Munurinn á Watergate og Lewinski var að Watergate var svik við þjóðina, en Lewinski var svik í einkalífinu.

Má ráða flokksbundna menn í störf?

Við skulum snúa þessu við - má meina einhverjum að ganga í stjórnmálaflokk?

Ef það má ekki, þá er ósanngjarnt að ætlast til að öll opinber störf séu aðeins fyrir fólk sem ekki á aðild að stjórnmálaflokkum.

Hins vegar hefur áratugum saman verið umdeilt, hvernig ráðandi stjórnmálaflokkar hafa skipt á milli sínu embættismannakerfinu. Sjálfstæðismenn fá þetta marga, framsóknarmenn þetta marga, kratar þetta marga. Þegjandi samkomulag að amast ekki of hátt við veitingum ef þetta er virt; þó auðvitað geri menn stundum hávaða þá er kerfið samt virt.

Mér finnst tímabært að endurskoða þetta kerfi, og að minnsta kosti að gera skýlausa kröfu til hæfni við ráðningar. Sérstaklega þarf að huga að ráðningum þeirra sem hafa verið áberandi í stjórnmálum.

En þá þarf líka að hafa mannréttindi þeirra í huga. Fyrrum stjórnmálamaður á rétt á að geta ráðið sig í starf. Þeir sem hafa verið lengi þingmenn eða ráðherrar eru ekki ráðnir í hvaða starf sem er á hinum almenna vinnumarkaði. Þess vegna er eðlilegt að þeir vilji fá störf á vegum hins opinbera - en gera verður kröfu til þess að slíkar ráðningar séu ekki á kostnað hæfni. Mér finnst stór munur á því að ráða fyrrum ráðherra sem sendiherra - (svo sem Jón Baldvin eða Svavar Gestsson) hann er eflaust vel hæfur í það hlutverk - en að ráða lögfræðing sem seðlabankastjóra finnst mér rangt. Ég tel að hér eftir ætti að ráða einn seðlabankastjóra, á faglegum forsendum, og flokksskírteini hans eigi ekki að koma ráðningunni við.

Eitt að lokum. Mér finnst að flokkurinn minn ætti að ganga fram fyrir skjöldu og berjast fyrir bættu siðferði í stjórnmálum. Árangur í þeim efnum næst ekki með neinum hroka. Við getum ekki sagt að hvergi sé spilling í Framsókn. Spilling er fylgifiskur valds. Við höfum sóst eftir því að axla ábyrgð og taka þátt í ríkisstjórn, þó þægilegra sé að snúa sér upp í horn og hugsa bara um vinsældir kjósenda. Óhjákvæmilegt er að stundum komi eitthvað upp sem spillingarfnykur er af, það gerir það í öllum flokkum sem eru í valdastöðu. Við skulum vera vakandi fyrir því, við skulum hreinsa það burt sem ekki á að vera, og sýna að við séum heilshugar í að hefja siðferði í pólitík upp á hærra plan en verið hefur.

Einar Sigurbergur Arason, 23.11.2008 kl. 05:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband