Óvænt og hörð átök fyrrum samherja í Samfylkingu!

Síendurtekin hörð átök Gylfa Arnbjörnssonar nýkjörins formanns Alþýðusambands Íslands og Ingibjargar Sólrúnar formanns Samfylkingarinnar eru frekar óvænt, en Gylfi hefur ítrekað harðlega gagnrýnt gerðir og ákvarðanir Ingibjargar Sólrúnar í ríkisstjórn.

Mér finnst Gylfi standa sig vel sem formaður ASÍ það sem af er - þótt það læðist að manni sá grunur að Gylfa þyki ekki leiðinlegt að gagnrýna Ingibjörgu Sólrúnu - en þau voru frekar nánir samstarfsmenn þar til Ingibjörg Sólrún sneri bakinu við Gylfa í aðdraganda prófkjörs Samfylkingarinnar fyrir síðustu Alþingiskosningar.

Ingibjörg Sólrún fær harða gagnrýni frá fleiri samflokksmönnum sínum.

Hin öfluga Samfylkingarkona - varaborgarfulltrúinn Bryndís Ísfold - tekur Ingibjörgu á beinið í bloggi sínu í dag:

"Hvers vegna í ósköpunum Ingibjörg Sólrún telur að nú sé ekki ,,tímabært” að ræða kosningar skil ég ekki,  í mínum flokk er alltaf tímabært að ræða allt, ekki síst betri stjórnarhætti.  Nú mun ég bíða spennt eftir frekari útskýringum frá formanni mínum á flokkstjórnarfundinum á morgun, þar sem grasrótin og forystan fær loksins tækifæri til að eiga samtal um atburði síðustu vikna.  Þá verður án efa rætt um umboð, samstarfsflokkinn, lýðræðið, ábyrgð og ekki síst hvenær og hvort fólk telji að það eigi að kjósa - það kann að vera að sumum langi ekkert að ræða um það en þannig eru opnir og lýðræðislegir fundir nú bara samt - allt upp á umræðuborðinu - eins og það á að vera."

Bryndís Ísfold er ekki eini meðlimur Samfylkingarinnar sem er að átta sig á því að Samfylkingin er ekki þessi dýrðarhreyfing sem hún hefur gefið sig út fyrir að vera. En raunin virðist sú að Samfylkingin sé valdagírug regnhlífasamtök sem gerir allt til þess að halda stólunum sínum.

Enda vænti ég þess að Samfylkingin farið að fatast flugið í skoðanakönnunum.

Þótt ég sé mjög gagnrýninn á Samfylkinguna og Ingibjörgu Sólrúnu - sem mér finnst reyndar vera afar öflugur valdapólitíkus - þá verð ég að segja að mér þótti gott að sjá hve vel og hraustlega Ingibjörg leit út á blaðamannafundinum í dag! Það er greinilegt að hún er að jafna sig af alvarlegum veikindum - og er þess fullfær að leiða Samfylkinguna næstu misseri. Það hefði verið slæmt að missa hana úr stjórnmálum - þótt ég sé ekki sammála ýmsu sem hún stendur fyrir. En hún er öflugur leiðtogi.


mbl.is Eins og blaut tuska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öflug? Hún er langt í frá í frá að vera öflugur leiðtogi og vel að sér, né fljót að grípa hlutina, nema síður sé.  Legg Geir að jöfnu...

Ingólfur (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 20:04

2 identicon

Hallur !

 Þú veist það að Gylfi er bara sár yfir því að hann,, komst ekki inn á völlinn" ?

Gylfi er ágætur í að tala , en að framkvæma veit enginn enn !

Það tók ASÍ forystuna sex vikur að koma úr felum vegna stöðunar í þjóðfélaginu !

Eina sem fréttist af Gylfa forseta ASí var að hann var í þætti hjá Sigmundi ERni í Mannmáli og sagðist vera að semja við SA um þjóðarsátt !  Síðast þegar félagar innan ASÍ vissu þá var samningsrétturinn hjá þeim , en ekki forseta ASÍ ! Síðan er það umhugsunarefni um hvað þessi þjóðarsátt átti að fjalla um, því engin hefur enn geta sagt okkur neitt hversu ástandið er alvarlegt !

 Aftur komum við að pólitíkinni og ,,drullu" , ef það væri mögulegt að ata einhvern pólitískum andstæðingumsmá ,,drullu" þá er það gert !

Framsóknarmenn eru auðvitað í góðri þjálfun í slíku !

JR (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 20:29

3 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Það er bara allt of algengt í pólitík að verja mikilli orku í að ata keppinautana auri. Við erum orðin svo vön þessu að við kippum okkur ekki upp við það; við bara nennum ekki alltaf að hlusta á þetta þvarg.

Mér finnst þeir alltaf áheyrilegastir sem nota mest af orkunni í málefnalega umræðu og gagnrýna andstæðingana í hjáverkum. Ég tek eftir einni Framsóknar-bloggsíðu sem ber af; það er síðan hans Birkis Jóns Jónssonar. Málefnin eru í forgangi en lítið gert af því að hnýta í aðra.

Með Framsóknar-kveðju.

Einar Sigurbergur Arason, 23.11.2008 kl. 05:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband