Föstudagsdúsa vikunnar - leiðrétting lífeyrisréttinda og smá launalækkun

Föstudagsdúsa ríkisstjórnarinnar þessa vikuna er smávægileg leiðrétting lífeyrisréttinda ráðherra og tilmæli til kjaranefndar að lækka - tímabundið - laun æðstu embættismanna.

Föstudagsdúsur ríkisstjórnarinnar - sem greinilega eru ætlaðar til þess að lækka aðeins rostann í vikulegum laugardags samstöðu- og mótmælafundum almennings - eru að verða dálítið hjákátlegar.

Það er langt í frá klárt að kjaranefnd verði við tilmælum ríkisstjórnarinnar - frekar en bankarnir - sem sniðganga fyrirmæli sem eru almenningi í hag. Og það þrátt fyrir að ríkið eigi allt hlutafé bankanna og geti beitt fyrirskipunum en ekki tilmælum!

Potkemíntjöld?

Ætli laun Seðlabankastjóra verði nokkuð lækkuð?


mbl.is Óska eftir launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég sé á bloggfærslum að allir sjá í gegnum þessa sýndarmennsku, nema Stefán Friðrik.

Theódór Norðkvist, 21.11.2008 kl. 17:30

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Fín föstudagsklípa sem flestir sjá nú í gegnum, held ég eins og Theodór.

Mætir þú ekki á morgun kl. 15, Hallur?

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.11.2008 kl. 17:56

3 Smámynd: Hlini Melsteð Jóngeirsson

Sæll Hallur

Stefán Friðrik er stofnun útaf fyrir sig Theódór og oft gaman að lesa færslurnar hans með það í huga.

Kveðja

Hlini Melsteð Jóngeirsson, 21.11.2008 kl. 18:05

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Lára Hanna!

Ég geri ráð fyrir að mæta kl. 15:00 og fara svo með börnin í bíó kl. 16:00 - svona til að dreifa huga þeirra og mín!

Hallur Magnússon, 21.11.2008 kl. 18:36

5 Smámynd: Fanný Guðbjörg Jónsdóttir

Mikið vona ég að fólk sjái í gegnum þetta og að fjölmiðlar fylgi þessu eftir. Sem ég efast um að þeir geri.

Sjáumst á austurvelli á morgun...  aldrei að vita nema maður þiggi þetta bíóboð ;)

Fanný Guðbjörg Jónsdóttir, 21.11.2008 kl. 18:48

6 identicon

    Hallur minn að beita fyrirskipunum ekki tilmælum. Ert þu alveg tilbuinn fyrir gamla kerfið, þegar menn pöntuðu viðtal við raðherra þegar þeir þurftu lan. Við skulum vona að raðherrar gangi hægt um þessar gleðinnar dyr. En er sammala um dusuna of litið og of seint. Þessari rikisstjorn virðist vera svona manuði a eftir folkinu.

Hörður (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 19:25

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Hörður.

Þegar ríkisbankar hunsa ítrekað tilmæli ríkisstjórnar - tilmæli sem eru til komin til að styðja við fjölskyldurnar ílandinu - þá á að beita réttinum sem eigandi 100% hlutafjár í hlutafélagi.

En er sammála því að það á ekki að fara til baka í gamla kerfið.

Get upplýst að ég var og er mjög ósáttur með að Framsóknarmenn hafi tekið þátt í að tilnefna fólk í bankaráðin. Það átti fjármálaráðherra að gera á sína eigin ábyrgð - og sjálfur tryggja eðlilega breidd í takt við þingstyrk á Alþingi

Hallur Magnússon, 21.11.2008 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband