Ríkisstjórnin taki Hönnu Birnu og Óskar til fyrirmyndar!

Ríkisstjórnin ætti að taka oddvita meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur, þau Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Óskar Bergsson til fyrirmyndar.  Þvert á vandræðagang ríkisstjórnarinnar sem reynir að sniðganga Alþingi og hefur ekkert samráð við stjórnarandstöðuna í efnahagsþrengingunum  - þá vinna þau Hanna Birna og Óskar með minnihlutanum í borgarstjórn við úrlausn helstu viðfangsefna borgarinnar.

Nú er meirihlutinn og minnihlutinn að hefja í sameiningu vinnu við nýja sóknaráætlun fyrir Reykjavík, enda gekk sameiginlega vinna meirihluta og minnihluta í vinnslu aðgerðaráætlunar borgarinna vegna efnahagsástandsins afar vel og breið samstaða náðist um meginatriði aðgerðaráætlunarinnar.

Nú stendur yfir vinnsla fjárhagsáætlunar - sem verður erfið - en þar hafa þau Hanna Birna og Óskar unnið náið með minnihlutanum að vinnslunni.

Þá hefur borgarráð skipað starfshóp til að fylgjast með þróun og áhrifum atvinnuleysis í borginni. Að tillögu Hönnu Birnu mun Svandís Svavarsdóttir leiðtogi Vinstri grænna í borgarstjórn leiða starf hópsins - en eins og menn vita er Svandís í minnihluta borgarstjórnar.

Já, vinnubrögð Hönnu Birnu og Óskars eru til fyrirmyndar.

Annað en vinnubrögði ríkisstjórnarinnar!


mbl.is Sóknaráætlun fyrir Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

við höfum engu gleymt í rvk Hallur.. skaðinn verður ekki bættur þar fyrir framsókn eða XD

Óskar Þorkelsson, 20.11.2008 kl. 16:54

2 Smámynd: Hallur Magnússon

... en batnandi fólk er best að lifa!

Þar á ég við alla ábyrga borgarfulltrúa í Reykjavík!

Þú sérð þegar Hanna Birna, Óskar, Svandís og Dagur B. eru að vinna þétt saman í meginmálunum - þrátt fyrir eðlilegan ágeining í ákveðnum atriðum - þá vil ég vona að þau öll hafi lært af mistökum sínum!

Enda eru vinnubrögðin til fyrirmyndar. Vil sjá allt þetta fólk áfram í borgarstjórn - svo fremi sem þau  haldi á sömu braut og undanfarnar vikur!

Hallur Magnússon, 20.11.2008 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband