Óstarfhæfir stjórnarliðar berja hvorn annan með Seðlabankanum!

Siv Friðleifsdóttir hitti naglan á höfuðið í dag þegar hún sagði ríkisstjórnina óstarfhæfa og "stjórnarliðar bergi hvorn annan með Seðlabankanum".

Ríkisstjórnarflokkarnir haga sér þessar klukkustundir eins og óþægir krakkar í sandkassa.

Ættu að taka sér vinnubrögð Hönnu Birnu og Óskar Bergs í borgarstjórninni til fyrirmyndar - eða viðurkenna að verkefnið er þeim ofviða - og boða til kosninga!


mbl.is Ráðherrar vilja kosningar í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hallur sammala með kosningar fljotlega. En þetta sem Siv sagði er algjörlega uti hött. Alþingi a að vera vettvangur skoðanaskipta hvort heldur menn sitja saman i rikisstjorn eður ei. Undirlægjuhattur Framsoknarflokksins i siðustu rikisstjorn gekk of langt, það hljotið þið að geta viðurkennt nuna. Það sem Siv var að segja svo eg tulki það fyrir þig var þetta: Ef við Framsoknarmenn komust aftur i rikisstjorn með ykkur sjöllunum þa skulum við sko liggja marflöt fyrir ykkur bara ef við faum að ylja okkur við kjötkatlana. Það er að segja tilbuinn að vera ihaldsins hækjur eina ferðinna enn.

Hörður (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 20:18

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Rangt þetta með undirlægjuháttinn Hörður.

Þegar sagnfræðingar síðari tíma fara að rýna samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks - þar sem ágreiningur var leystur oft eftir harðvítug átök - en fjarri fjölmiðlum - þá mun sannleikurinnkoma í ljós. Framsóknarflokkurinn þurfti að kyngja ýmsu sem Sjálfstæðisflokkurinn setti á oddinn - bestu slæmu dæmin eru Íraksstríðið og fjölmiðlafrumvarpið - þar sem nú er reyndar að koma á daginn að Halldór Ásgrímsson gerði ráð fyrir að Ólafur Ragnar myndi hafna undirskrift- en einnig  - sem mun koma á óvart að Framsókn bæði stöðvaði ýmsa vitleysuna - og kom mörgu á framfæri þrátt fyrir andstöðu íhaldsins - en án þess að átökin væru borin á torg.

En það vissu þa allir að í regnhlífasamtökunum Samfylkingunni - sem við sjáum nú að vantraustið ríkir þar sem Ingibjörg Sólrún treysti hvorki Össuri né Björvini að sitja með sér fundi með seðlabankamönnum - um stöðu efnahagslífs og banka - gæri aldrei klárað mál og tekist á í trúnaði. Enda munu sífelldir trúnaðarbrestir Samfylkingar verða henni að falli!

Hallur Magnússon, 20.11.2008 kl. 20:44

3 identicon

   Hallur minn frekar vill eg umræður a alþingi um malefnin, heldur en umræður i reykfylltum bakherbergjum. Ef þu hefur fylgst með öðrum þingum t.d. i Bretlandi þa hefur þu kannski seð að stjornin fær oft beitta gagnryni fra samflokksmönnum sinum. Það er fyrir opnum tjöldum, eg treysti ekki stjornmalamönnum sem þurfa að gera alltaf utum malin i bakherbergjum. En eg veit fyrir vist að i þvi eru Framsoknarmenn snillingar. Iraksstriðið er ykkar ævarandi hneisa, og veit eg að það vitið þið. Þetta tal um fjölmiðlalög tel eg orðum aukið.IGS er mer alveg sama um, mun ekki kjosa hana oftar.

Hörður (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 21:05

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Sammmála þér með Íraksstríðið -enda höfum við ítrekað beðist afsökunar á því. Mikil mistök - ákvörðun sem tekin var af einum manni og ekki borin undir aðra í Framsóknarflokkmnum sem voru andvígie ákvörðuninni frá upphafi. Enda runnin undan rifjum Davíðs sem hafði samþykkt að vera með - án þess að bera það undir Framsóknarflokkinn! Framsókn hefði etur slitið á því!

Talið um fjölmiðlafrumvarpið er ekki orðum aukið. Lestu bara bókina um Ólaf Ragnar.

Hallur Magnússon, 20.11.2008 kl. 23:55

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingibjörg er búin að segja nei það verða ekki kosningar í miðjum björgunarleiðangri.

Aðalspurningin er hver er staða Björgvins og Þórunnar nú þegar þau hafa gefst upp á verkefninu. 
Er ekki rétt að þau segi af sér eða þá að formaðurinn frelsi þau.

Óðinn Þórisson, 21.11.2008 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband